Funduðu um „verklag og áherslur“ í Ráðherrabústaðnum Atli Ísleifsson skrifar 12. október 2023 10:55 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, á leið út úr Ráðherrabústaðnum í morgun. Vísir/Vilhelm Fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja funduðu í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í morgun. Meðal fundargesta voru formenn flokkanna þriggja og þingflokksformaður Sjálftstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sátu öll á umræddum fundi, en auk þeirra sást til Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Fundinum lauk nokkru fyrir 10:30, en þingfundur hófst klukkan 10:30 með óundirbúnum fyrirspurnum þar sem Bjarni er til svara. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á leið út úr Ráðherrabústaðnum um klukkan 10:30.Vísir/Vilhelm Hildur vildi lítið tjá sig um fundinn í samtali við Vísi. Hún sagði þó að til umræðu hafi verið „verklag og áherslur“ í ríkisstjórnarsamstarfinu á yfirstandandi þingvetri. Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra á blaðamannafundi á þriðjudagsmorgun vegna álits umboðsmanns Alþingis sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði brostið hæfi við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Tilkynnti Bjarni að hann hygðist segja af sér; hann væri ósammála forsendum en virti álit umboðsmanns. Reiknað er með að boðað verði til ríkisráðsfundar um helgina og hefur verið nefnt að svo kunni að fara að Bjarni myndi mögulega taka við öðru ráðherraembætti. Ráðherrabílar fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni til svara í fyrirspurnatíma Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra eru á dagskrá þingfundar sem hefst klukkan 10:30. Þrír ráðherrar verða þar til svara, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þar með talinn. 12. október 2023 10:08 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sátu öll á umræddum fundi, en auk þeirra sást til Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Fundinum lauk nokkru fyrir 10:30, en þingfundur hófst klukkan 10:30 með óundirbúnum fyrirspurnum þar sem Bjarni er til svara. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á leið út úr Ráðherrabústaðnum um klukkan 10:30.Vísir/Vilhelm Hildur vildi lítið tjá sig um fundinn í samtali við Vísi. Hún sagði þó að til umræðu hafi verið „verklag og áherslur“ í ríkisstjórnarsamstarfinu á yfirstandandi þingvetri. Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra á blaðamannafundi á þriðjudagsmorgun vegna álits umboðsmanns Alþingis sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að Bjarna hefði brostið hæfi við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Tilkynnti Bjarni að hann hygðist segja af sér; hann væri ósammála forsendum en virti álit umboðsmanns. Reiknað er með að boðað verði til ríkisráðsfundar um helgina og hefur verið nefnt að svo kunni að fara að Bjarni myndi mögulega taka við öðru ráðherraembætti. Ráðherrabílar fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun. Vísir/Vilhelm
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni til svara í fyrirspurnatíma Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra eru á dagskrá þingfundar sem hefst klukkan 10:30. Þrír ráðherrar verða þar til svara, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þar með talinn. 12. október 2023 10:08 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Sjá meira
Bein útsending: Bjarni til svara í fyrirspurnatíma Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra eru á dagskrá þingfundar sem hefst klukkan 10:30. Þrír ráðherrar verða þar til svara, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þar með talinn. 12. október 2023 10:08