Enski boltinn

New­cast­le vill upp­alinn leik­mann Arsenal sem hefur fengið fá tæki­færi

Aron Guðmundsson skrifar
Emile Smith-Rowe, leikmaður Arsenal
Emile Smith-Rowe, leikmaður Arsenal Vísir/Getty

New­cast­le United hefur á­huga á að fá miðju­manninn Emi­le Smith-Rowe, upp­alinn leik­mann Arsenal til liðs við sig en sá hefur ekki séð margar mínútur inn á vellinum með Skyttunum á yfir­standandi tíma­bili.

Það er The Northern Echo sem greinir frá en hinn 23 ára gamli Smith Rowe hefur að­eins komið við sögu í sex leikjum hjá Arsenal á tíma­bilinu, þar af eru tveir þeirra í ensku úr­vals­deildinni.

Smith-Rowe er alinn upp í Hale End akademíu Arsenal og á að baki 102 leiki fyrir aðal­lið fé­lagsins þar sem hann getur skorað á­tján mörk og gefið ellefu stoð­sendingar.

Þar að auki á hann að baki þrjá A-lands­leiki fyrir Eng­land en erfið meiðsli öftruðu því að hann kæmist á al­menni­legt skrið á síðasta tíma­bili.

Smith-Rowe hefur hins vegar náð sér að fullu af þeim meiðslum og átti skínandi gengi að fagna með undir 21 árs lands­liði Eng­lands í sumar.

Chelsea er talið hafa spurst fyrir um Smith-Rowe við for­ráða­menn Arsenal í sumar án þess að nokkuð gerðist í hans málum. Nú virðist New­cast­le United vera að undir­búa á­hlaup í leik­manninn í janúar þegar að fé­lags­skipta­glugginn opnar á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×