Arna Sif valin best: Það er mjög þægileg orka að ganga inn í Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 12:00 Arna Sif Ásgrímsdóttir er besti leikmaður Bestu deildar kvenna 2023 að mati Bestu markanna. S2 Sport Bestu mörkin á Stöð 2 Sport völdu Örnu Sif Ásgrímsdóttur besta leikmann Bestu deildar kvenna í fótbolta í sumar en þetta er annað árið í röð sem Arna Sif fær þessi verðlaun frá þættinum. Helena Ólafsdóttir fékk Örnu Sif í þáttinn til að ræða við sig og sérfræðingana Margréti Láru Viðarsdóttur og Mist Rúnarsdóttur. Arna Sif spilaði lykilhlutverk í miðri vörn Íslandsmeistaranna og skoraði að auki þrjú mörk í leikjunum 23. „Við erum með besta leikmanninn sem við völdum, ég og sérfræðingarnir. Arna Sif Ásgrímsdóttir. Annað árið í röð sem við veljum þig,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Valskonur fagna saman Íslandsmeistaratitlinum í ár.Vísir/Diego Gleymist oft „Þakka ykkur kærlega fyrir það stelpur,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. „Segja svo að við séum með eitthvað blæti fyrir sóknarmönnum,“ skaut Margrét Lára Viðarsdóttir inn í. „Ég er náttúrulega gamall sóknarmaður. Það gleymist oft,“ svaraði Arna Sif létt. Sérfræðingarnir töluðu um að hún hafi skorað minna en í fyrra. „Það er bara þeir sem skora mörkin sem skipta máli. Það er mikilvægt að skora mörk í fótbolta, það segir sig sjálft. En er ekki rétt hjá mér að ég skoraði jafnmikið í ár og í fyrra. Þau komu bara seinna,“ spurði Arna til baka. Heimilislegt á Hlíðarenda „Mér líður ótrúlega vel í Val og alveg frá því að ég kem fyrst 2016. Þetta er svo heimilisleg og það eru allir vinir manns. Það er rosalega vel tekið á móti manni. Það er auðvelt að koma inn í þetta félag og tilheyra hópnum. Það er mjög þægileg orka að ganga inn í,“ sagði Arna Sif en hún gleymir þó ekki rótunum sínum sem eru í Þór. „Ertu að spyrja mig hvort ég sé meiri Valsari en Þórsari? Það er ekki hægt,“ sagði Arna þegar Helena gerði sig líklega til að fá hana til að velja á milli. „Ég er mikill Valsari og Valur á gríðarlega stóran stað í hjarta mínu en ekki stærra en heima. Þorpið bjó mig til,“ sagði Arna. Hún viðurkennir að hún er ekki að horfa á það að komast út í atvinnumennsku. Ánægð þar sem hún er núna „Til að vera fullkomlega hreinskilin þá er það eiginlega ekki. Þetta er orðið pínulítið staðlað svar hjá mér þegar ég er spurð að þessu. Mér líður eins og maður eigi alltaf að vera að hugsa lengra. Margrét var að tala um það áðan að vera ánægður á þeim stað sem maður er á. Ég er bar gríðarlega ánægð þar sem ég er núna,“ sagði Arna. „Ef eitthvað kæmi upp þá myndi ég skoða það en eins og staðan er núna þá er ég bara mjög sátt,“ sagði Arna. Hún býst þó við að enda ferilinn sinn fyrir norðan. „Já ég hugsa að ég endi alltaf þar. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið markmiðið en planið kannski. Hvenær það verður veit ég ekki alveg en ég horfi til þess núna,“ sagði Arna. Það má horfa á allt viðtalið við Örnu hér fyrir neðan. Klippa: Arna Sif valin best: Þetta er svo heimilislegt í Val og allir vinir manns Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Helena Ólafsdóttir fékk Örnu Sif í þáttinn til að ræða við sig og sérfræðingana Margréti Láru Viðarsdóttur og Mist Rúnarsdóttur. Arna Sif spilaði lykilhlutverk í miðri vörn Íslandsmeistaranna og skoraði að auki þrjú mörk í leikjunum 23. „Við erum með besta leikmanninn sem við völdum, ég og sérfræðingarnir. Arna Sif Ásgrímsdóttir. Annað árið í röð sem við veljum þig,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Valskonur fagna saman Íslandsmeistaratitlinum í ár.Vísir/Diego Gleymist oft „Þakka ykkur kærlega fyrir það stelpur,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. „Segja svo að við séum með eitthvað blæti fyrir sóknarmönnum,“ skaut Margrét Lára Viðarsdóttir inn í. „Ég er náttúrulega gamall sóknarmaður. Það gleymist oft,“ svaraði Arna Sif létt. Sérfræðingarnir töluðu um að hún hafi skorað minna en í fyrra. „Það er bara þeir sem skora mörkin sem skipta máli. Það er mikilvægt að skora mörk í fótbolta, það segir sig sjálft. En er ekki rétt hjá mér að ég skoraði jafnmikið í ár og í fyrra. Þau komu bara seinna,“ spurði Arna til baka. Heimilislegt á Hlíðarenda „Mér líður ótrúlega vel í Val og alveg frá því að ég kem fyrst 2016. Þetta er svo heimilisleg og það eru allir vinir manns. Það er rosalega vel tekið á móti manni. Það er auðvelt að koma inn í þetta félag og tilheyra hópnum. Það er mjög þægileg orka að ganga inn í,“ sagði Arna Sif en hún gleymir þó ekki rótunum sínum sem eru í Þór. „Ertu að spyrja mig hvort ég sé meiri Valsari en Þórsari? Það er ekki hægt,“ sagði Arna þegar Helena gerði sig líklega til að fá hana til að velja á milli. „Ég er mikill Valsari og Valur á gríðarlega stóran stað í hjarta mínu en ekki stærra en heima. Þorpið bjó mig til,“ sagði Arna. Hún viðurkennir að hún er ekki að horfa á það að komast út í atvinnumennsku. Ánægð þar sem hún er núna „Til að vera fullkomlega hreinskilin þá er það eiginlega ekki. Þetta er orðið pínulítið staðlað svar hjá mér þegar ég er spurð að þessu. Mér líður eins og maður eigi alltaf að vera að hugsa lengra. Margrét var að tala um það áðan að vera ánægður á þeim stað sem maður er á. Ég er bar gríðarlega ánægð þar sem ég er núna,“ sagði Arna. „Ef eitthvað kæmi upp þá myndi ég skoða það en eins og staðan er núna þá er ég bara mjög sátt,“ sagði Arna. Hún býst þó við að enda ferilinn sinn fyrir norðan. „Já ég hugsa að ég endi alltaf þar. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið markmiðið en planið kannski. Hvenær það verður veit ég ekki alveg en ég horfi til þess núna,“ sagði Arna. Það má horfa á allt viðtalið við Örnu hér fyrir neðan. Klippa: Arna Sif valin best: Þetta er svo heimilislegt í Val og allir vinir manns
Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira