Það sem þú þarft ekki að vita Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 14. október 2023 09:01 Flestir úr hópi almennings hafa litla vitneskju um og lítinn áhuga á stöðlum. Það er allt í lagi. Það er ekki endilega nauðsynlegt en mögulega áhugavert og jafnvel gagnlegt að vita, að staðlar tryggja öryggi okkar og auðvelda líf okkar á hverjum degi. Þeirra vegna er heimilið að mestu hættulaus griðastaður, þeirra vegna virka fjarskipti og stafræn kerfi og með þeim er öryggi og virkni raftækja, lækningatækja, persónuhlífa, leikfanga og annarra hluta tryggð. Þökk sé aðild að EES samningnum. Við vitum að staðlar virka ef við vitum ekki af þeim. Þá bara gengur allt smurt. Við vitum hins vegar mjög vel ef þeir virka ekki eða eru ekki til staðar. Eins og þegar okkur vantar millistykki á hleðslutæki í útlöndum. Viltu lægra verð og meiri gæði? Dæmi eru um að krafa sé gerð um notkun staðlaðra, og eftir atvikum vottaðra stjórnunarkerfa sem auka gagnsæi, bæta meðferð á opinberu fé og jafnvel draga úr spillingu (spillingu sem sem dregur úr gæðum, kemur í veg fyrir samkeppni og hækkar vöruverð). Viltu eiga val? Í bígerð eru stöðluð flokkunarkerfi sem auðvelda neytendum að velja matvörur og fatnað út frá umhverfisáhrifum við framleiðslu þeirra. Þetta gæti verið sambærilegt kerfi og orkunýtingarflokkun raftækja sem við þekkjum svo vel. Viltu samanburðarhæfar upplýsingar? Mælingar og meðferð upplýsinga á sviði loftslagsmála verða að vera staðlaðar til að neytendur hafi raunhæfan möguleika á samanburði milli valkosta og til að vinna gegn grænþvotti. Viltu að tækin þín virki og séu örugg? Staðlaðar kröfur um virkni og öryggi neytendavara sem markaðssettar eru í Evrópu eru staðreynd í evrópsku regluverki sem tekið er upp hér, til að ekki sé verið að selja okkur hættulegt drasl. Alþjóðlegi staðladagurinn er í dag, 14. október. Til hamingju með að njóta staðlaðs öryggis, gæða og virkni. Jafnvel þó þú hafir ekki hugmynd um það. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnsýsla Helga Sigrún Harðardóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Flestir úr hópi almennings hafa litla vitneskju um og lítinn áhuga á stöðlum. Það er allt í lagi. Það er ekki endilega nauðsynlegt en mögulega áhugavert og jafnvel gagnlegt að vita, að staðlar tryggja öryggi okkar og auðvelda líf okkar á hverjum degi. Þeirra vegna er heimilið að mestu hættulaus griðastaður, þeirra vegna virka fjarskipti og stafræn kerfi og með þeim er öryggi og virkni raftækja, lækningatækja, persónuhlífa, leikfanga og annarra hluta tryggð. Þökk sé aðild að EES samningnum. Við vitum að staðlar virka ef við vitum ekki af þeim. Þá bara gengur allt smurt. Við vitum hins vegar mjög vel ef þeir virka ekki eða eru ekki til staðar. Eins og þegar okkur vantar millistykki á hleðslutæki í útlöndum. Viltu lægra verð og meiri gæði? Dæmi eru um að krafa sé gerð um notkun staðlaðra, og eftir atvikum vottaðra stjórnunarkerfa sem auka gagnsæi, bæta meðferð á opinberu fé og jafnvel draga úr spillingu (spillingu sem sem dregur úr gæðum, kemur í veg fyrir samkeppni og hækkar vöruverð). Viltu eiga val? Í bígerð eru stöðluð flokkunarkerfi sem auðvelda neytendum að velja matvörur og fatnað út frá umhverfisáhrifum við framleiðslu þeirra. Þetta gæti verið sambærilegt kerfi og orkunýtingarflokkun raftækja sem við þekkjum svo vel. Viltu samanburðarhæfar upplýsingar? Mælingar og meðferð upplýsinga á sviði loftslagsmála verða að vera staðlaðar til að neytendur hafi raunhæfan möguleika á samanburði milli valkosta og til að vinna gegn grænþvotti. Viltu að tækin þín virki og séu örugg? Staðlaðar kröfur um virkni og öryggi neytendavara sem markaðssettar eru í Evrópu eru staðreynd í evrópsku regluverki sem tekið er upp hér, til að ekki sé verið að selja okkur hættulegt drasl. Alþjóðlegi staðladagurinn er í dag, 14. október. Til hamingju með að njóta staðlaðs öryggis, gæða og virkni. Jafnvel þó þú hafir ekki hugmynd um það. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar