Enski boltinn

United ætlar að rannsaka meiðslavandræði liðsins

Dagur Lárusson skrifar
Erik Ten Hag á hliðarlínunni.
Erik Ten Hag á hliðarlínunni. Vísir/getty

Manchester United hyggst hefja rannsókn á meiðslavandræðum liðsins á þessu tímabili en þetta segir John Murtough, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.

Leikmenn Manchester United hafa verið að glíma við mikið af meiðslum upp á síðkastið en John Murtough vill meina að þetta sé óvenjulegt og því þurfi að rannsaka þetta.

„Það eru góðar og gildar ástæður fyrir því afhverju liðið hefur byrjað svona illa á tímabilinu og ein helsta ástæðan er sú að um það bil 16 leikmenn hafa verið frá keppni vegna meiðsla,“ byrjaði John að segja.

„Það er meira en helmingur af leikmannahópnum og það þýðir að Erik Ten Hag hafi aldrei getað valið sitt sterkasta byrjunarlið. Sem betur fer erum við byrjaðir að sjá einhverja af þessum meiddu leikmönnum koma til baka núna sem munu láta að sér kveða og þar á meðal nýju leikmennirnir okkar eins og Rasmus og Mason,“ hélt John áfram að segja.

„Við viljum rannsaka það afhverju við höfum þurft að glíma við svona mikið af meiðslum. Við viljum reyna að finna eitthvað mynstur sem gæti sagt okkur til um það hvernig við getum breytt til og gert öðruvísi í framtíðinni til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur,“ endaði John Murtough á að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×