Erlent

Hamas liðar hafi verið orðnir ör­væntingar­fullir

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, ræddi stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs í Sprengisandi á Bylgjunni.
Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, ræddi stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs í Sprengisandi á Bylgjunni. Vísir/Arnar/AP

Albert Jóns­son, sér­fræðingur í al­þjóða­málum, segir ó­hjá­kvæmi­legt að Ísraels­her muni her­nema Gasa­ströndina. Hann segir Hamas liða hafa verið farnir að fyllast á­hyggjum af eigin stöðu vegna þýðu í sam­skiptum Ísraela við aðrar Araba­þjóðir í Mið­austur­löndum.

Þetta er meðal þess sem fram kom í Sprengi­sandi á Bylgjunni í morgun þar sem Albert var gestur. Þar fer hann yfir upp­tök á­takanna fyrir botni Mið­jarðar­hafs og langa sögu þeirra.

Eins og greint hefur verið frá hefur Ísraels­her safnað hundruð þúsundum her­manna við Gasa­ströndina. Ekkert hefur verið gefið upp um hve­nær herinn hyggst ráðast þar inn en sagt hefur verið að það verði gert í landi, úr lofti og af sjó. Beðið sé tilmæla frá Ísraelsstjórn.

„Mann­tjón Ísraels­manna er meira en nokkru sinni meira. Hernaðurinn á Gasa, hvernig hann þróast, hversu mikið mann­fallið verður, það mun hafa á­hrif á fram­haldið og hvort að þessi átök muni breiðast út,“ segir Albert. Hann segir óhjákvæmilegt að Gasaströnd verði hernumin í aðgerðum Ísraelshers.

Þýða í sam­skiptum

Albert segir ljóst að árás Hamas liða síðast­liðnu helgi, þar sem 1300 Ísraels­manna láu í valnum, bendi til þess að Hamas liðar hafi verið farnir að fyllast ör­væntingu yfir eigin stöðu og fréttum af þýðu á milli Ísraela og annarra Araba­ríkja, líkt og Sádí-Arabíu.

„Þannig að þessi heiftar­lega og hrotta­fengna árás. Það er allt lagt undir greini­lega og það er margt sem bendir til þess að þeir telji að það sé að fjara undan þeim. Það er mikið á sig lagt og til þess hygg ég, allavega til þess að eyði­leggja þetta ferli, láta Sádana hrökkva frá og búa til stöðu þar sem Ísraels­menn hafi þurft að bregðast mjög harka­lega við.“


Tengdar fréttir

Ís­land verði að taka af­stöðu gegn á­rásum Ísraels á Gasa

Formaður félagsins Ísland-Palestína segir íslensk stjórnvöld verða að taka afstöðu gegn ástandinu á Gasaströndinni, sem Ísrael hafi skapað. Boðað hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli, á meðan innrás Ísraelshers á Gasa er yfirvofandi.

Ísraelski herinn undir­býr alls­herjar­á­rás

Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi.

Tvennum sögum fer af leynifundi Netanjahús og MBS

Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja ekkert að marka fréttir um að Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi ferðast til konungsríkisins í gær og átt þar leynilegan fund með krónprinsinum Mohammed bin Salman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×