Enski boltinn

Everton náði í fyrstu stigin á Anfield

Smári Jökull Jónsson skrifar
Finnigan sést hér skora sigurmarkið í dag.
Finnigan sést hér skora sigurmarkið í dag. Vísir/Getty

Kvennalið Liverpool og Everton mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á Anfield fyrir framan rúmlega 20.000 áhorfendur.

Liverpool hefur farið vel af stað í ensku kvennadeildinni og unnið sigur í báðum leikjum sínum til þessa en Everton var án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Liverpool hefur hins vegar gengið illa í leikjum gegn Everton á heimavelli síðustu tímabilin og engin breyting varð þar á í dag. Megan Finnigan skoraði eina mark leiksins á 31. mínútu og tryggði Everton fyrstu stig sín á tímabilinu.

„Þetta eru risastór þrjú stig og stórt að vinna nágrannaslag. Þetta hvetur okkur áfram því fólk spáði Liverpool sigri. Þú þarft að mæta til leiks í nágrannaslag,“ sagði markaskorarinn Finnigan í viðtali eftir leik.

Karlalið félagsins mætast í ensku úrvalsdeild á Anfield á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×