Bæði lið unnu sigra í fyrstu umferð deildakeppninnar en leikurinn í dag fór fram á heimavelli Leyma Coruna.
Heimamenn leiddu 36-30 að loknum fyrri hálfleiknum en Jón Axel og félagar hans voru sterkari í þriðja leikhlutanum og skoruðu þá fleiri stig en þeir höfðu gert allan fyrri hálfleikinn.
Fyrir lokafjórðunginn munaði aðeins tveimur stigum. Heimaliðið var þó sterkara á endasprettinum og tryggðu sér að lokum fimm stiga sigur. Lokatölur 79-74.
Jón Axel átti eins og áður segir góðan leik í liði Alicante. Hann var stigahæstur á vellinum með 21 stig og tók þar að auki þrjú fráköst og gaf sex stoðsendingar.