„Það skín af fólki þegar það er sátt með sig“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. október 2023 11:31 Diljá Pétursdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Tónlistarkonan og Eurovisionfarinn Diljá Pétursdóttir tjáir sig gjarnan í gegnum klæðaburð. Hún segir stíl sinn endurspegla eigið hugarástand hverju sinni og tók U-beygju í tískunni um átján ára aldur. Diljá Pétursdóttir er viðmælandi í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Diljá segir litagleðina hafa komið inn í sitt líf fyrir ekki svo löngu. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Af minni upplifun er hún form tjáningar. Mín persónulega tíska fer eftir tímabilum og í hvernig hugarástandi ég er á hverju tímabili. Persónulegur stíll Diljár endurspeglar hugarástand hennar hverju sinni. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Buxurnar sem ég var í í Söngvakeppninni. Sniðið á þeim er að mínu mati fullkomið. Mér fannst orkan í þeim hentar mínum persónuleika og orku lagsins og mér fannst ég ekkert eðlilega flott í þeim. Diljá var í skýjunum með Söngvakeppnis buxurnar sínar.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Alls ekki. Ég mætti í rauninni eyða meiri tíma í það. Það kemur fyrir að ég gleymi algjörlega að skipuleggja hvernig look ég vil hafa fyrir ákveðin tilefni og þá fer óþarfa orka í að stressa mig yfir að vera að því á seinustu stundu. Diljá er nýfarin að hugsa fötin sín út frá litasamsetningum. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Hann er svo breytilegur eftir hvernig mér líður og í hvaða aðstæðum ég er. Almennt séð myndi ég lýsa honum sem litríkum og gefur athyglissýkinni minni shoutout. Diljá segir að athyglissýkin geti notið sín vel í gegnum tískuna.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Á unglingsárunum gekk ég BARA í svörtum fötum og vildi hafa buxur eins þröngar og mögulegt var. Ég er 21 árs svo það er í rauninni alls ekki langt síðan þetta var. Um 18 ára aldur tók stíllinn minn hressilega U-beygju og ég fór að hugsa meira um samsetningar á litum og sniðum. Hann hefur haldist nokkuð stabíll frá því. Diljá sækir tískuinnblástur meðal annars til vinkvenna sinna.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Í mínum augum eru bestu vinkonur mínar alltaf með lookin sín á lás og ég verð fyrir miklum innblæstri frá þeim. Annars held ég að ég verði ómeðvitað fyrir innblæstri frá flestum sem ég lít upp til á einhvern máta. Eina bannið hjá Diljá er að klæðast óþægilegum flíkum.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Eina bannið mitt er föt sem mér líður ekki vel í. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ætli það sé ekki kjóllinn sem ég var í á útskriftardaginn minn. Ég eyddi svo galið miklum tíma í að reyna að panta hann því hann var ekki til í minni stærð en ég manifestaði svo harkalega að ég ætlaði að vera í honum í minni stærð á stóra deginum, sem gerðist svo. Útskriftarkjóllinn sem Diljá var svo glöð að hafa náð að klæðast.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Punkturinn yfir i-ið er að líða vel í því sem þú ert. Það skín af fólki þegar það er sátt með sig. Diljá segir að það skíni af fólki sem er sátt með sig.Aðsend Hér má fylgjast með Diljá Pétursdóttur á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Eurovision Tengdar fréttir Farinn að klæðast „kvenlegri“ fatnaði en áður Raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime veit ekkert hvaðan hann sækir tískuinnblásturinn sinn en er alltaf óhræddur við að vera hann sjálfur. Honum finnst ferlega leiðinlegt að versla og máta föt en elskar magaboli og segir sjálfstraustið alltaf besta lúkkið. Patrekur Jaime er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 14. október 2023 11:31 „Það getur verið skrýtið að venjast gjörbreyttum líkama“ Hagfræðingurinn, framleiðandinn og tískuskvísan Vaka Njálsdóttir segist alltaf klæða sig eftir fíling og sækir innblásturinn alls staðar að. Hún segir gríðarlega mikilvægt að klæða sig eftir veðri, sérstaklega þar sem íslenski veturinn er nú framundan, en Vaka er viðmælandi í Tískutali. 7. október 2023 11:30 „Reyni helst að vera ekki á rassinum“ Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn Kamilla Einarsdóttir segist ekki vita nokkurn skapaðan hlut um tísku en finnst mikilvægast að föt sé þægileg, hlý og örugg. Helsta tískureglan hennar er að vera helst ekki á rassinum og kaupa flíkur sem eru með marga vasa því þeir geri lífið skemmtilegra. Kamilla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. september 2023 11:30 „Lífið er of stutt til að eyða miklum tíma fyrir framan spegilinn“ Töffarinn og lífskúnstnerinn Sóley Kristjánsdóttir starfar sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni ásamt því að vera plötusnúður. Hún elskar tjáningarmáta tískunnar og nýtur þess að geta verið alls konar í klæðaburði. Sóley er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 23. september 2023 11:31 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Diljá segir litagleðina hafa komið inn í sitt líf fyrir ekki svo löngu. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Af minni upplifun er hún form tjáningar. Mín persónulega tíska fer eftir tímabilum og í hvernig hugarástandi ég er á hverju tímabili. Persónulegur stíll Diljár endurspeglar hugarástand hennar hverju sinni. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Buxurnar sem ég var í í Söngvakeppninni. Sniðið á þeim er að mínu mati fullkomið. Mér fannst orkan í þeim hentar mínum persónuleika og orku lagsins og mér fannst ég ekkert eðlilega flott í þeim. Diljá var í skýjunum með Söngvakeppnis buxurnar sínar.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Alls ekki. Ég mætti í rauninni eyða meiri tíma í það. Það kemur fyrir að ég gleymi algjörlega að skipuleggja hvernig look ég vil hafa fyrir ákveðin tilefni og þá fer óþarfa orka í að stressa mig yfir að vera að því á seinustu stundu. Diljá er nýfarin að hugsa fötin sín út frá litasamsetningum. Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Hann er svo breytilegur eftir hvernig mér líður og í hvaða aðstæðum ég er. Almennt séð myndi ég lýsa honum sem litríkum og gefur athyglissýkinni minni shoutout. Diljá segir að athyglissýkin geti notið sín vel í gegnum tískuna.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Á unglingsárunum gekk ég BARA í svörtum fötum og vildi hafa buxur eins þröngar og mögulegt var. Ég er 21 árs svo það er í rauninni alls ekki langt síðan þetta var. Um 18 ára aldur tók stíllinn minn hressilega U-beygju og ég fór að hugsa meira um samsetningar á litum og sniðum. Hann hefur haldist nokkuð stabíll frá því. Diljá sækir tískuinnblástur meðal annars til vinkvenna sinna.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Í mínum augum eru bestu vinkonur mínar alltaf með lookin sín á lás og ég verð fyrir miklum innblæstri frá þeim. Annars held ég að ég verði ómeðvitað fyrir innblæstri frá flestum sem ég lít upp til á einhvern máta. Eina bannið hjá Diljá er að klæðast óþægilegum flíkum.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Eina bannið mitt er föt sem mér líður ekki vel í. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ætli það sé ekki kjóllinn sem ég var í á útskriftardaginn minn. Ég eyddi svo galið miklum tíma í að reyna að panta hann því hann var ekki til í minni stærð en ég manifestaði svo harkalega að ég ætlaði að vera í honum í minni stærð á stóra deginum, sem gerðist svo. Útskriftarkjóllinn sem Diljá var svo glöð að hafa náð að klæðast.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Punkturinn yfir i-ið er að líða vel í því sem þú ert. Það skín af fólki þegar það er sátt með sig. Diljá segir að það skíni af fólki sem er sátt með sig.Aðsend Hér má fylgjast með Diljá Pétursdóttur á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Eurovision Tengdar fréttir Farinn að klæðast „kvenlegri“ fatnaði en áður Raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime veit ekkert hvaðan hann sækir tískuinnblásturinn sinn en er alltaf óhræddur við að vera hann sjálfur. Honum finnst ferlega leiðinlegt að versla og máta föt en elskar magaboli og segir sjálfstraustið alltaf besta lúkkið. Patrekur Jaime er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 14. október 2023 11:31 „Það getur verið skrýtið að venjast gjörbreyttum líkama“ Hagfræðingurinn, framleiðandinn og tískuskvísan Vaka Njálsdóttir segist alltaf klæða sig eftir fíling og sækir innblásturinn alls staðar að. Hún segir gríðarlega mikilvægt að klæða sig eftir veðri, sérstaklega þar sem íslenski veturinn er nú framundan, en Vaka er viðmælandi í Tískutali. 7. október 2023 11:30 „Reyni helst að vera ekki á rassinum“ Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn Kamilla Einarsdóttir segist ekki vita nokkurn skapaðan hlut um tísku en finnst mikilvægast að föt sé þægileg, hlý og örugg. Helsta tískureglan hennar er að vera helst ekki á rassinum og kaupa flíkur sem eru með marga vasa því þeir geri lífið skemmtilegra. Kamilla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. september 2023 11:30 „Lífið er of stutt til að eyða miklum tíma fyrir framan spegilinn“ Töffarinn og lífskúnstnerinn Sóley Kristjánsdóttir starfar sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni ásamt því að vera plötusnúður. Hún elskar tjáningarmáta tískunnar og nýtur þess að geta verið alls konar í klæðaburði. Sóley er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 23. september 2023 11:31 Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Farinn að klæðast „kvenlegri“ fatnaði en áður Raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime veit ekkert hvaðan hann sækir tískuinnblásturinn sinn en er alltaf óhræddur við að vera hann sjálfur. Honum finnst ferlega leiðinlegt að versla og máta föt en elskar magaboli og segir sjálfstraustið alltaf besta lúkkið. Patrekur Jaime er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 14. október 2023 11:31
„Það getur verið skrýtið að venjast gjörbreyttum líkama“ Hagfræðingurinn, framleiðandinn og tískuskvísan Vaka Njálsdóttir segist alltaf klæða sig eftir fíling og sækir innblásturinn alls staðar að. Hún segir gríðarlega mikilvægt að klæða sig eftir veðri, sérstaklega þar sem íslenski veturinn er nú framundan, en Vaka er viðmælandi í Tískutali. 7. október 2023 11:30
„Reyni helst að vera ekki á rassinum“ Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn Kamilla Einarsdóttir segist ekki vita nokkurn skapaðan hlut um tísku en finnst mikilvægast að föt sé þægileg, hlý og örugg. Helsta tískureglan hennar er að vera helst ekki á rassinum og kaupa flíkur sem eru með marga vasa því þeir geri lífið skemmtilegra. Kamilla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. september 2023 11:30
„Lífið er of stutt til að eyða miklum tíma fyrir framan spegilinn“ Töffarinn og lífskúnstnerinn Sóley Kristjánsdóttir starfar sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni ásamt því að vera plötusnúður. Hún elskar tjáningarmáta tískunnar og nýtur þess að geta verið alls konar í klæðaburði. Sóley er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 23. september 2023 11:31