Vísir greindi frá því fyrr í dag að Alda hefði verið markahæst allra á Íslandi í sumar. Óumdeilt markadrottning Íslands árið 2023. Hún skoraði alls 33 mörk fyrir Fjölnisliðið í 2. deild kvenna í sumar, þá skoraði hún eitt mark í Mjólkurbikarnum.
Nú hefur Fótbolti.net greint frá því að Alda sé að íhuga að færa sig um set. Þrátt fyrir að semja aðeins við Fjölni í janúar á þessu ári þá hefur hún rift samningi sínum við félagið þar sem hún er að skoða sín mál.
Alda lék síðast í efstu deild kvenna sumarið 2017, þá með uppeldisfélagi sínu FH. Alda hefur síðan þá spilað með ÍR og Aftureldingu en hún er uppalin í FH.
Alda er fædd árið 1996 og á því nóg eftir. Enn er óvíst hvert næsta skref verður en í íslenska slúðurpakkanum á Fótbolti.net var hún orðuð við FH, Fylki og Fram.