Hæstiréttur Indlands neitar að lögleiða hjónabönd samkynja para Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2023 09:02 Niðurstöðunnar var beðið með mikilli eftirvæntingu en þegar dómurinn var lesinn upphátt varð ljóst að sigur yrði ekki unninn í dag. AP/Rafiq Maqbool Hæstiréttur Indlands hefur úrskurðað gegn lögleiðingu hjónabands samkynja para, með þeim rökum að dómstóllinn hafi ekki vald til að taka þá ákvörðun. Niðurstöðunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en indverska þjóðin er ein sú fjölmennasta í heimi og gera má ráð fyrir að þar af séu tugmilljónir samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir. Yfir 20 mál lágu fyrir í málinu, bæði frá pörum og aðgerðasinnum, sem sögðu núgildandi lög sem gera ekki ráð fyrir hjónabandi samkynja einstaklinga gera þá að annars flokks borgurum. Bæði stjórnvöld og trúarleiðtogar hafa sett sig mjög upp á móti því að samkynja pör fái að ganga í hjónaband og segja það meðal annars myndu brjóta gegn menningu og hefðum landsins. Samhliða neikvæðri niðurstöðu sinni lagði Hæstiréttur hins vegar blessun sína yfir tillögu stjórnvalda um skipun nefndar sem mun skoða að veita samkynja pörum sömu félagslegu og lagalegu réttindi og gagnkynhneigð pör njóta. Þeir sem höfðu vonast eftir annarri niðurstöðu hafa lýst vonbrigðum sínum og saka dómstólinn meðal annars um að hafa viljað koma vandamálinu yfir á einhvern annan. Margir þeirra sem höfðu safnast saman fyrir utan dómshúsið sögðist hins vegar verða að vona að um væri að ræða skref í átt að auknum réttindum. Indland Hinsegin Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Niðurstöðunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en indverska þjóðin er ein sú fjölmennasta í heimi og gera má ráð fyrir að þar af séu tugmilljónir samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir. Yfir 20 mál lágu fyrir í málinu, bæði frá pörum og aðgerðasinnum, sem sögðu núgildandi lög sem gera ekki ráð fyrir hjónabandi samkynja einstaklinga gera þá að annars flokks borgurum. Bæði stjórnvöld og trúarleiðtogar hafa sett sig mjög upp á móti því að samkynja pör fái að ganga í hjónaband og segja það meðal annars myndu brjóta gegn menningu og hefðum landsins. Samhliða neikvæðri niðurstöðu sinni lagði Hæstiréttur hins vegar blessun sína yfir tillögu stjórnvalda um skipun nefndar sem mun skoða að veita samkynja pörum sömu félagslegu og lagalegu réttindi og gagnkynhneigð pör njóta. Þeir sem höfðu vonast eftir annarri niðurstöðu hafa lýst vonbrigðum sínum og saka dómstólinn meðal annars um að hafa viljað koma vandamálinu yfir á einhvern annan. Margir þeirra sem höfðu safnast saman fyrir utan dómshúsið sögðist hins vegar verða að vona að um væri að ræða skref í átt að auknum réttindum.
Indland Hinsegin Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira