Hinn tvítugi Højlund gekk í raðir Manchester United frá ítalska félaginu Atalanta í sumar fyrir 75 milljónir evra. Hann hefur nú þegar skorað þrjú mörk í átta leikjum fyrir félagið, en á enn eftir að skora í ensku úrvalsdeildinni.
Þá hefur hann skorað sex mörk í átta leikjum fyrir danska landsliðið og er í byrjunarliði liðsins gegn San Marínó í leik sem nú þegar er hafinn.
Højlund hefur stundum verið líkt við annan norðurlandabúa sem kom eins og stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina fyrir síðasta tímabil, Erling Braut Haaland. Daninn hefur þó engann áhuga á slíkum samanburði eins og er.
„Haaland? Það er betra að vera ekkert að líkja mér við hann. Hann er í sinni eigin deild,“ sagði Højlund í samtali við TV2 í aðdraganda leiks kvöldsins.
„Ég vona að einn daginn komist ég á sama stall og hann, en eins og er finnst mér það of snemmt. Erling er besti framherji heims og mögulega besti knattspyrnumaður heims.“
🔴 Rasmus Højlund: “Haaland? Better not to be compared, he’s in a class of his own”.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 17, 2023
“I hope one day I can reach his level, but right now I think it's too early. Erling is the world's best striker, if not the world's best footballer!”, told TV2. pic.twitter.com/fS5Jnwc5L8