Ömurlegt að húsnæðiskreppan orsaki andlát Margrét Björk Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. október 2023 19:55 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hvetur þá félagsmenn Eflingar sem misstu húsnæði sitt í brunanum við Funahöfða að hafa samband við félagið. Vísir/Arnar Formaður Eflingar segir að andlát sem orðið hafa í kjölfar bruna í iðnaðarhúsnæði síðustu ár vera vegna þess að pólitísk valdastétt grípi ekki inn í. Hún segir að setja þurfi verulegar hömlur við AirBNB og ráðast í stórtæka uppbyggingu á ódýru húsnæði til að koma í veg fyrir að fleiri látist í eldsvoðum í ósamþykktu húsnæði Einn lést og tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna sem varð við Funahöfða í Reykjavík í gær. Tugir manna, mestmegnis erlent verkafólk, búa í húsnæðinu sem er ekki skráð sem íbúðarhúsnæði. „Það er náttúrlega ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það að sú húsnæðiskreppa sem er hér til staðar á höfuðborgarsvæðinu geri það að verkum að fólk lætur lífið,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru nokkur ár síðan að þrjár ungar manneskjur í blóma lífsins dóu við hræðilegar aðstæður. Aðrir misstu aleiguna eða slösuðust mjög illa,“ sagði Sólveig og vísaði til brunans á Bræðraborgarstíg í júní 2020. Auk þess sé stutt síðan fátækt verkafólk missti allt sem það átti í eldsvoða í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. „Og þetta er allt vegna þess að pólitísk valdastétt neitar að gera það sem þarf að gera.“ Veistu til þess að félagsmenn Eflingar búi þarna á Funahöfða? „Ég held að það sé mjög líklegt og ég vil þá fá að nota tækifærið og koma því áleiðis að ef einhverjir félagsmenn- eða konur Eflingar hafa búið þarna og hafa lent í þessum skelfilega eldsvoða að hafa endilega sem fyrst samband við félagið svo við getum reynt að liðsinna fólki.“ Sólveig segir að búið sé að grafa alvarlega undan mannréttindum fólks sem er neytt til að búa við þær ómannsæmandi aðstæður sem iðnaðarhúsnæði er. „Þarna erum við með fullvinnandi verkafólk, sem hér knýr áfram hagvaxtarhjólin, en er samt sett í þessa stöðu, að þurfa að sjá eftir mjög stórum hluta sem ráðstöfun á tekjum en þarf að leigja algjörlega óviðunandi húsnæði. Þannig að það er auðvitað margt sem að gerir það að verkum að þessi hópur, sá aljaðarsettasti, þetta eru innflytjendur, fátækt verkafólk, er látið búa við þessar aðstæður verður helst til viðbótar fyrir launaþjófnaði og vanvirðandi hegðun. Þannig að við erum þarna komin með þann hóp á íslenskum vinnumarkaði sem hefur það alverst,“ sagði Sólveig. Hvaða aðgerðir myndir þú telja að sé brýnastar að ráðast í núna? Það er auðvitað mjög góð spurning en svörin við henni eru ekkert sérstaklega flókin þó að þannig sé látið vera. Það þarf auðvitað að setja verulegar hömlur eða banna AirBNB og svo þarf auðvitað að fara hér í stórtæka uppbyggingu á ódýru og mannsæmandi húsnæði fyrir fólkið sem hér heldur öllu uppi með vinnu sinni. Bruni á Funahöfða Stéttarfélög Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Einn lést og tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna sem varð við Funahöfða í Reykjavík í gær. Tugir manna, mestmegnis erlent verkafólk, búa í húsnæðinu sem er ekki skráð sem íbúðarhúsnæði. „Það er náttúrlega ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það að sú húsnæðiskreppa sem er hér til staðar á höfuðborgarsvæðinu geri það að verkum að fólk lætur lífið,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru nokkur ár síðan að þrjár ungar manneskjur í blóma lífsins dóu við hræðilegar aðstæður. Aðrir misstu aleiguna eða slösuðust mjög illa,“ sagði Sólveig og vísaði til brunans á Bræðraborgarstíg í júní 2020. Auk þess sé stutt síðan fátækt verkafólk missti allt sem það átti í eldsvoða í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. „Og þetta er allt vegna þess að pólitísk valdastétt neitar að gera það sem þarf að gera.“ Veistu til þess að félagsmenn Eflingar búi þarna á Funahöfða? „Ég held að það sé mjög líklegt og ég vil þá fá að nota tækifærið og koma því áleiðis að ef einhverjir félagsmenn- eða konur Eflingar hafa búið þarna og hafa lent í þessum skelfilega eldsvoða að hafa endilega sem fyrst samband við félagið svo við getum reynt að liðsinna fólki.“ Sólveig segir að búið sé að grafa alvarlega undan mannréttindum fólks sem er neytt til að búa við þær ómannsæmandi aðstæður sem iðnaðarhúsnæði er. „Þarna erum við með fullvinnandi verkafólk, sem hér knýr áfram hagvaxtarhjólin, en er samt sett í þessa stöðu, að þurfa að sjá eftir mjög stórum hluta sem ráðstöfun á tekjum en þarf að leigja algjörlega óviðunandi húsnæði. Þannig að það er auðvitað margt sem að gerir það að verkum að þessi hópur, sá aljaðarsettasti, þetta eru innflytjendur, fátækt verkafólk, er látið búa við þessar aðstæður verður helst til viðbótar fyrir launaþjófnaði og vanvirðandi hegðun. Þannig að við erum þarna komin með þann hóp á íslenskum vinnumarkaði sem hefur það alverst,“ sagði Sólveig. Hvaða aðgerðir myndir þú telja að sé brýnastar að ráðast í núna? Það er auðvitað mjög góð spurning en svörin við henni eru ekkert sérstaklega flókin þó að þannig sé látið vera. Það þarf auðvitað að setja verulegar hömlur eða banna AirBNB og svo þarf auðvitað að fara hér í stórtæka uppbyggingu á ódýru og mannsæmandi húsnæði fyrir fólkið sem hér heldur öllu uppi með vinnu sinni.
Bruni á Funahöfða Stéttarfélög Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira