Algjör geðshræring á Twitter er San Marínó jafnaði gegn Dönum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. október 2023 07:00 Leikmenn San Marínó leyfðu sér að fagna vel og innilega er liðið jafnaði gegn Dönum í gær. Emmanuele Ciancaglini/Ciancaphoto Studio/Getty Images Landslið San Marínó er líklega síst þekkt fyrir afrek sín á knattspyrnuvellinum, enda situr liðið sem fastast í neðsta sæti styrkleikalista FIFA. Það kom því líklega mörgum á óvart er liðið jafnaði metin gegn Dönum í undankeppni EM 2024 í gærkvöldi. San Marínó hefur aðeins unnið einn landsleik frá upphafi, en sá sigur kom í vináttulandsleik gegn Liechtenstein árið 2004. Liðið á því enn eftir að vinna keppnisleik. Á Wikipedia-síðu liðsins er stuttur listi sem telur saman alla þá leiki sem San Marínó hefur leikið án þess að tapa og eru þeir leikir aðeins níu talsins. Hér má sjá þá níu leiki San Marínó í sögunni sem ekki hafa endað með tapi.Skjáskot/Wikipedia Það var því ljóst að liðið sem situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA myndi líklega eiga í vandræðum með Dani er liðin mættust í H-riðli undankeppni EM 2024 í gær kvöldi. Danir sitja í 18. sæti styrkleikalistans og höfðu þegar tryggt sér sæti á EM, en San Marínó sat á botni riðilsins, án stiga og með markatöluna 0-24. Danir voru heldur lengi í gang gegn San Marínó í gær og liðið náði ekki forystunni fyrr en á 42. mínútu þegar Rasmus Højlund kom boltanum í netið. Alessandro Golinucci jafnaði þó metin fyrir San Marínó eftir um klukkutíma leik og á vinsælum stuðningsmannareikningi liðsins á X, áður Twitter, ætlaði allt um koll að keyra eins og sjá má hér fyrir neðan. OMGOMGOMGOGMFMFOFNSIAODMELSURBWOLANDKDKCMRKDKDNDSNOSPWELEM— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 WE SCORED AND WE EQUALIZED AGAINST FUCKING DENMARK— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 OH MY FUCKING GOD I LOVE YOU ALESSANDRO ALESSANDRO YOU GOAT— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 ITS STILL POSSIBLE TO GET A RESULT AGAINST THE NUMBER 18 OF THE WORLD— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 WE SCORED A FUCKING GOAL I STILL CANT BELIEVE IT— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 Gleðin var þó ekki langlíf því aðeins tíu mínútum síðar kom varamaðurinn Yussuf Poulsen Dönum yfir á nýjan leik og tryggði liðinu 1-2 sigur. Stuðningsmaður San Marínó sem stendur á bakvið reikninginn gat þó ekki annað en verið stoltur af sínum mönnum. 69’ Fuck.🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 90+’ Denmark with a time wasting substitution in extra time. What a night.🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 ⏱️FT: WHAT. A. TEAM. WE SCORED A GOAL.I have never been so proud of our lads. They were so confident and daring against the number 18 of the world. Every match we are closer to our first competitive win. I fucking love this team till I die. Forza Titani! 🇸🇲🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 Eins og við var að búast endaði San Marínó þó í neðsta sæti H-riðils, án stiga. Liðið fagnar því þó líklega vel og innilega að hafa skorað eitt mark í leikjunum átta sem San Marínó lék í riðlinum, enda kom markið gegn Dönum sem sitja í 18. sæti heimslista FIFA, 189 sætum ofar en San Marínó. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
San Marínó hefur aðeins unnið einn landsleik frá upphafi, en sá sigur kom í vináttulandsleik gegn Liechtenstein árið 2004. Liðið á því enn eftir að vinna keppnisleik. Á Wikipedia-síðu liðsins er stuttur listi sem telur saman alla þá leiki sem San Marínó hefur leikið án þess að tapa og eru þeir leikir aðeins níu talsins. Hér má sjá þá níu leiki San Marínó í sögunni sem ekki hafa endað með tapi.Skjáskot/Wikipedia Það var því ljóst að liðið sem situr í neðsta sæti styrkleikalista FIFA myndi líklega eiga í vandræðum með Dani er liðin mættust í H-riðli undankeppni EM 2024 í gær kvöldi. Danir sitja í 18. sæti styrkleikalistans og höfðu þegar tryggt sér sæti á EM, en San Marínó sat á botni riðilsins, án stiga og með markatöluna 0-24. Danir voru heldur lengi í gang gegn San Marínó í gær og liðið náði ekki forystunni fyrr en á 42. mínútu þegar Rasmus Højlund kom boltanum í netið. Alessandro Golinucci jafnaði þó metin fyrir San Marínó eftir um klukkutíma leik og á vinsælum stuðningsmannareikningi liðsins á X, áður Twitter, ætlaði allt um koll að keyra eins og sjá má hér fyrir neðan. OMGOMGOMGOGMFMFOFNSIAODMELSURBWOLANDKDKCMRKDKDNDSNOSPWELEM— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 WE SCORED AND WE EQUALIZED AGAINST FUCKING DENMARK— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 OH MY FUCKING GOD I LOVE YOU ALESSANDRO ALESSANDRO YOU GOAT— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 ITS STILL POSSIBLE TO GET A RESULT AGAINST THE NUMBER 18 OF THE WORLD— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 WE SCORED A FUCKING GOAL I STILL CANT BELIEVE IT— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 Gleðin var þó ekki langlíf því aðeins tíu mínútum síðar kom varamaðurinn Yussuf Poulsen Dönum yfir á nýjan leik og tryggði liðinu 1-2 sigur. Stuðningsmaður San Marínó sem stendur á bakvið reikninginn gat þó ekki annað en verið stoltur af sínum mönnum. 69’ Fuck.🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 90+’ Denmark with a time wasting substitution in extra time. What a night.🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 ⏱️FT: WHAT. A. TEAM. WE SCORED A GOAL.I have never been so proud of our lads. They were so confident and daring against the number 18 of the world. Every match we are closer to our first competitive win. I fucking love this team till I die. Forza Titani! 🇸🇲🇸🇲1-2🇩🇰 #SMRden— San Marino fan account (@SanMarino_FA) October 17, 2023 Eins og við var að búast endaði San Marínó þó í neðsta sæti H-riðils, án stiga. Liðið fagnar því þó líklega vel og innilega að hafa skorað eitt mark í leikjunum átta sem San Marínó lék í riðlinum, enda kom markið gegn Dönum sem sitja í 18. sæti heimslista FIFA, 189 sætum ofar en San Marínó.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira