Hringrásarhagkerfið: Fyrirtæki sem ekki eru sjálfbær verði einfaldlega ekki með starfsleyfi Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. október 2023 07:01 Hólmfríður Kristín Árnadóttir sjálfbærnistjóri hjá VAXA býst við að kröfur markaðarins verði á endanum þær að annað hvort uppfylli fyrirtæki sjálfbærniskilyrði eða ekki og ef ekki verði þau hreinlega ekki með. Svona eins og Licence to operate. Vísir/Vilhelm Hringrásarkerfið byggir meðal annars á því að suma hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. „Undir það fellur gríðarlega margt. Allt frá verkefnum sem snúast um að lækka kolefnissporið okkar, finna leiðir til að minnka plastnotkun, að ná að lækka rafmagnsreikninginn okkar eða sinna einhverju sem hefur það að markmið að okkar starfsfólki líði betur,“ svarar Hólmfríður Kristín aðspurð um það í hverju starfið sjálfbærnistjóri felst, en Hólmfríður er sjálfbærnistjóri hjá VAXA Sem ræktar grænmeti í stýrðu umhverfi án sólarljóss og eiturefna allt árið um kring. Og það í Reykjavík. VAXA er dæmi um nýja tegund landbúnaðar þar sem hringrásarkerfið er í fyrirrúmi og allt það sem snýr að sjálfbærni. „Sjálfbærni hljómar oft svolítið flókin en margt af þessu þekkjum við eins og starfsmanna- og umhverfismál, gagnaöryggi, góðir stjórnarhættir og fleira“ segir Hólmfríður. Stærsta hringrásarráðstefna á Norðurlöndunum var haldin í Reykjavík í þessari viku, Nordic Circular Summit. Af því tilefni fjallar Atvinnulífið um sjálfbærnimálin í gær og í dag. Hvorki eiturefni né heimsreisa Að starfa við sjálfbærni er stöðugildi sem er frekar nýtt af nálinni. Enda aðeins á síðustu misserum sem þeim hefur fjölgað sem bera þann titil. „Þetta starf er eiginlega þvert á öll svið eða verkefni sem koma að rekstrinum með einhverjum hætti. Á ensku er oft talað um skammstöfunina ESG , Environmental, social and corporate governance. Á íslensku hefur það verið þýtt sem Umhverfis- og félagslegir þættir og stjórnarhættir, eða UFS,“ skýrir Hólmfríður út og segir starf sem kemur að öllum þessum þáttum ekki aðeins endurspegla stefnu fyrirtækisins, heldur tryggi að þeir virki eins og nokkurs konar hryggjastykki í rekstrinum. Þar sem allir þættirnir skipta máli í rekstri. Ekki bara umhverfismálin, heldur líka atriði eins og jafnrétti eða vellíðan á vinnustað. Dag frá degi segir Hólmfríður þó starfið sitt fyrst og fremst keimlíkt því sem flestir þekkja í dæmigerðum nýsköpunar fyrirtækjum: „Við erum öll með marga hatta og því eru verkefnin mín alls konar.“ Hólmfríður var ein þeirra sem tók þátt í umræðum á Nordic Circular Summit ráðstefnunni í þessari viku. Þar var hún gestur í umræðupanel. „Umræðupanellinn sem ég tók þátt nefndist From Nature For Nature og þar talaði ég um hvernig við náum að nota hringrásarhagkerfið í okkar rekstri,“ segir Hólmfríður. Gróðurhús VAXA nýtir ekki sólarljós heldur ljós frá grænu rafmagni sem sjá plöntum fyrir ljósi sama hvernig viðrar. „Með því að stýra öllum þáttum í ferlinu er grænmetið ræktað án allra varnar- og eiturefna sem eru þörf við hefðbundna erlenda ræktun á grænmeti og ávöxtum sem Íslendingar kaupa út í búð. Þessi varnar efni eru ekki aðeins vond fyrir umhverfið heldur einnig fyrir okkur mannfólkið.“ Annað dæmi er síðan ferskleikinn. „Síðan tryggir aðferðin og nálægð okkar við markaðinn það að VAXA getur boðið uppá ferskara grænmeti sem hefur lengri líftíma og kemur þannig í veg fyrir matarsóun. Því grænmetið okkar þarf ekki að fara í þessa heimsreisu sem mikið af innfluttu grænmeti og ávöxtum þarf að fara í áður en það endar á matardisknum okkar,“ segir Hólmfríður og bætir við: Ímyndum okkur til dæmis grænmeti sem er ræktað sunnarlega í Evrópu. Það er síðan flutt með bílum í vöruhús. Þar er það þvegið og mögulega keyrt í annað vöruhús þar sem því er pakkað. Fer þaðan aftur í flutningabíl, síðan í flugvél eða skip til Íslands, aftur í flutningabíl í vöruhús á Íslandi áður en það keyrist síðan út í verslanir. Þetta ferðalag styttir bæði líftíma og gæði vörunnar og flutningurinn hefur einnig gríðarlega hátt kolefnisspor sem hefur bein áhrif á umhverfið.“ Því meira sem hægt er að rækta á Íslandi, í nálægð við neytendur og á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt, því betra segir Hólmfríður. Hólmfríður segir grænmetið hjá VAXA haldast ferskt lengur í hillum verslana einfaldlega vegna þess að það fer ekki í langa heimsreisu eins og algengt er með ávexti og grænmeti sem selt er hér. Það ferðalag stytti þó ekki aðeins líftíma og gæði vörunnar heldur hafi flutningurinn gríðarlega hátt kolefnisspor.Vísir/Vilhelm Sjálfbærni í eðli sínu góður rekstur Hólmfríður segir ráðstefnu eins og Nordic Circular Summit gefa mikið af sér. „Það er auðvitað frábært að hitta allt þetta fólk og sjá og heyra hvað fyrirtæki í allt öðrum geirum eru að gera til þess að vinna að aukinni sjálfbærni. Þess vegna fær maður alltaf svo mikinn innblástur af því að sækja svona ráðstefnur.“ Sjálf segist Hólmfríður telja að neytendur muni hafa mikl áhrif á þær breytingar sem framundan eru. „Ég hugsa að kröfur markaðarins verði á endanum þannig að annað hvort uppfylla vörur ákveðin skilyrði eða ekki. Þau sem uppfylla ekki ákveðin sjálfbærniskilyrði, verða hreinlega ekki með.“ „Svona eins og Licence to operate.“ Af mörgu er að taka í sjálfbærnimálunum segir Hólmfríður. Ekki aðeins því sem snýr að loftlagsmálunum. „Mannréttindi og vinnuskilyrði fólks í landbúnaðarstörfum á heimsvísu hafa ekki alltaf verið mannsæmandi. Þar starfar upp til hópa mikill fjöldi farandverkamanna sem oft býr og starfar við afar slæman aðbúnað í gríðarlegum hita. Ekki síst þar sem eitrið er mikið í umhverfinu og verkamenn oft að verða fyrir miklum áhrifum af þessum eiturefnum og er því erfitt að treysta því að innflutta grænmetið og ávextirnir sem maður borðar virði mannréttindi.” Margt er síðan í daglegu streði byggt á þekktum breytum og staðreyndum. „Til dæmis það að starfsfólkinu líði vel þannig að vinnustaðurinn geti ráðið til sín vel menntað og hæft fólk og haldið góðu starfsfólki hjá sér í vinnu.“ Góðir stjórnarhættir snúist síðan um gegnsærri og betri rekstur og upplýsingar. „Þannig að það er sama hvert er litið. Sjálfbærni á að snúast um góðan rekstur og er því í eðli sínu ekkert annað en bara góður business.“ Samfélagsleg ábyrgð Landbúnaður Umhverfismál Nýsköpun Mannréttindi Stjórnun Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hringrásarhagkerfið: Þurfum að huga betur að heilsu hafsins „Ég held að við Íslendingar séum gjörn á að horfa á hafið að einhverju leyti sem gefnum hlut. Að hafið sé óþrjótandi auðlind,“ segir Þórður Reynisson lögfræðingur og Head of the Ocean Economy program hjá Nordic Innovation. 18. október 2023 07:00 Markmiðið að gefa notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf „Við höfum verið svo lánsöm að vinna með sterkum samstarfsaðilum og erum núna að safna að okkur stórskotaliði til þess að efla slagkraftinn,“ segir Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri Alor og vísar þar í ný og spennandi verkefni sem fyrirtækið vinnur nú að. 18. september 2023 07:00 Kaupmaðurinn á horninu endurvakinn með snjalltækni „Mér finnst oft gaman að segja frá því að Pikkoló sé í raun sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. Því í áratugi sótti fólk alltaf vörurnar sínar í nærumhverfinu með því að versla hjá honum og nú getur fólk að vissu leyti gert það aftur með tilkomu Pikkoló,“ segir Ragna M. Guðmundsdóttir og brosir. 11. september 2023 07:01 Sjálfbærniskýrslan 2023: Verðlaunin staðfesta hvað Marel er að gera í sjálfbærnimálum „Við erum mjög hreykin af þessum verðlaunum sem staðfesta hvað við erum að gera í sjálfbærnimálum. Það hefur líka sýnt sig að það er leitni á milli þess að standa sig vel í sjálfbærnimálum og góðs reksturs,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og formaður Nordic CEOs for a Sustainable Future, en rétt í þessu var tilkynnt að Marel er verðlaunahafi Sjálfbærniskýrslu ársins 2023. 8. júní 2023 13:00 Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Undir það fellur gríðarlega margt. Allt frá verkefnum sem snúast um að lækka kolefnissporið okkar, finna leiðir til að minnka plastnotkun, að ná að lækka rafmagnsreikninginn okkar eða sinna einhverju sem hefur það að markmið að okkar starfsfólki líði betur,“ svarar Hólmfríður Kristín aðspurð um það í hverju starfið sjálfbærnistjóri felst, en Hólmfríður er sjálfbærnistjóri hjá VAXA Sem ræktar grænmeti í stýrðu umhverfi án sólarljóss og eiturefna allt árið um kring. Og það í Reykjavík. VAXA er dæmi um nýja tegund landbúnaðar þar sem hringrásarkerfið er í fyrirrúmi og allt það sem snýr að sjálfbærni. „Sjálfbærni hljómar oft svolítið flókin en margt af þessu þekkjum við eins og starfsmanna- og umhverfismál, gagnaöryggi, góðir stjórnarhættir og fleira“ segir Hólmfríður. Stærsta hringrásarráðstefna á Norðurlöndunum var haldin í Reykjavík í þessari viku, Nordic Circular Summit. Af því tilefni fjallar Atvinnulífið um sjálfbærnimálin í gær og í dag. Hvorki eiturefni né heimsreisa Að starfa við sjálfbærni er stöðugildi sem er frekar nýtt af nálinni. Enda aðeins á síðustu misserum sem þeim hefur fjölgað sem bera þann titil. „Þetta starf er eiginlega þvert á öll svið eða verkefni sem koma að rekstrinum með einhverjum hætti. Á ensku er oft talað um skammstöfunina ESG , Environmental, social and corporate governance. Á íslensku hefur það verið þýtt sem Umhverfis- og félagslegir þættir og stjórnarhættir, eða UFS,“ skýrir Hólmfríður út og segir starf sem kemur að öllum þessum þáttum ekki aðeins endurspegla stefnu fyrirtækisins, heldur tryggi að þeir virki eins og nokkurs konar hryggjastykki í rekstrinum. Þar sem allir þættirnir skipta máli í rekstri. Ekki bara umhverfismálin, heldur líka atriði eins og jafnrétti eða vellíðan á vinnustað. Dag frá degi segir Hólmfríður þó starfið sitt fyrst og fremst keimlíkt því sem flestir þekkja í dæmigerðum nýsköpunar fyrirtækjum: „Við erum öll með marga hatta og því eru verkefnin mín alls konar.“ Hólmfríður var ein þeirra sem tók þátt í umræðum á Nordic Circular Summit ráðstefnunni í þessari viku. Þar var hún gestur í umræðupanel. „Umræðupanellinn sem ég tók þátt nefndist From Nature For Nature og þar talaði ég um hvernig við náum að nota hringrásarhagkerfið í okkar rekstri,“ segir Hólmfríður. Gróðurhús VAXA nýtir ekki sólarljós heldur ljós frá grænu rafmagni sem sjá plöntum fyrir ljósi sama hvernig viðrar. „Með því að stýra öllum þáttum í ferlinu er grænmetið ræktað án allra varnar- og eiturefna sem eru þörf við hefðbundna erlenda ræktun á grænmeti og ávöxtum sem Íslendingar kaupa út í búð. Þessi varnar efni eru ekki aðeins vond fyrir umhverfið heldur einnig fyrir okkur mannfólkið.“ Annað dæmi er síðan ferskleikinn. „Síðan tryggir aðferðin og nálægð okkar við markaðinn það að VAXA getur boðið uppá ferskara grænmeti sem hefur lengri líftíma og kemur þannig í veg fyrir matarsóun. Því grænmetið okkar þarf ekki að fara í þessa heimsreisu sem mikið af innfluttu grænmeti og ávöxtum þarf að fara í áður en það endar á matardisknum okkar,“ segir Hólmfríður og bætir við: Ímyndum okkur til dæmis grænmeti sem er ræktað sunnarlega í Evrópu. Það er síðan flutt með bílum í vöruhús. Þar er það þvegið og mögulega keyrt í annað vöruhús þar sem því er pakkað. Fer þaðan aftur í flutningabíl, síðan í flugvél eða skip til Íslands, aftur í flutningabíl í vöruhús á Íslandi áður en það keyrist síðan út í verslanir. Þetta ferðalag styttir bæði líftíma og gæði vörunnar og flutningurinn hefur einnig gríðarlega hátt kolefnisspor sem hefur bein áhrif á umhverfið.“ Því meira sem hægt er að rækta á Íslandi, í nálægð við neytendur og á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt, því betra segir Hólmfríður. Hólmfríður segir grænmetið hjá VAXA haldast ferskt lengur í hillum verslana einfaldlega vegna þess að það fer ekki í langa heimsreisu eins og algengt er með ávexti og grænmeti sem selt er hér. Það ferðalag stytti þó ekki aðeins líftíma og gæði vörunnar heldur hafi flutningurinn gríðarlega hátt kolefnisspor.Vísir/Vilhelm Sjálfbærni í eðli sínu góður rekstur Hólmfríður segir ráðstefnu eins og Nordic Circular Summit gefa mikið af sér. „Það er auðvitað frábært að hitta allt þetta fólk og sjá og heyra hvað fyrirtæki í allt öðrum geirum eru að gera til þess að vinna að aukinni sjálfbærni. Þess vegna fær maður alltaf svo mikinn innblástur af því að sækja svona ráðstefnur.“ Sjálf segist Hólmfríður telja að neytendur muni hafa mikl áhrif á þær breytingar sem framundan eru. „Ég hugsa að kröfur markaðarins verði á endanum þannig að annað hvort uppfylla vörur ákveðin skilyrði eða ekki. Þau sem uppfylla ekki ákveðin sjálfbærniskilyrði, verða hreinlega ekki með.“ „Svona eins og Licence to operate.“ Af mörgu er að taka í sjálfbærnimálunum segir Hólmfríður. Ekki aðeins því sem snýr að loftlagsmálunum. „Mannréttindi og vinnuskilyrði fólks í landbúnaðarstörfum á heimsvísu hafa ekki alltaf verið mannsæmandi. Þar starfar upp til hópa mikill fjöldi farandverkamanna sem oft býr og starfar við afar slæman aðbúnað í gríðarlegum hita. Ekki síst þar sem eitrið er mikið í umhverfinu og verkamenn oft að verða fyrir miklum áhrifum af þessum eiturefnum og er því erfitt að treysta því að innflutta grænmetið og ávextirnir sem maður borðar virði mannréttindi.” Margt er síðan í daglegu streði byggt á þekktum breytum og staðreyndum. „Til dæmis það að starfsfólkinu líði vel þannig að vinnustaðurinn geti ráðið til sín vel menntað og hæft fólk og haldið góðu starfsfólki hjá sér í vinnu.“ Góðir stjórnarhættir snúist síðan um gegnsærri og betri rekstur og upplýsingar. „Þannig að það er sama hvert er litið. Sjálfbærni á að snúast um góðan rekstur og er því í eðli sínu ekkert annað en bara góður business.“
Samfélagsleg ábyrgð Landbúnaður Umhverfismál Nýsköpun Mannréttindi Stjórnun Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hringrásarhagkerfið: Þurfum að huga betur að heilsu hafsins „Ég held að við Íslendingar séum gjörn á að horfa á hafið að einhverju leyti sem gefnum hlut. Að hafið sé óþrjótandi auðlind,“ segir Þórður Reynisson lögfræðingur og Head of the Ocean Economy program hjá Nordic Innovation. 18. október 2023 07:00 Markmiðið að gefa notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf „Við höfum verið svo lánsöm að vinna með sterkum samstarfsaðilum og erum núna að safna að okkur stórskotaliði til þess að efla slagkraftinn,“ segir Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri Alor og vísar þar í ný og spennandi verkefni sem fyrirtækið vinnur nú að. 18. september 2023 07:00 Kaupmaðurinn á horninu endurvakinn með snjalltækni „Mér finnst oft gaman að segja frá því að Pikkoló sé í raun sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. Því í áratugi sótti fólk alltaf vörurnar sínar í nærumhverfinu með því að versla hjá honum og nú getur fólk að vissu leyti gert það aftur með tilkomu Pikkoló,“ segir Ragna M. Guðmundsdóttir og brosir. 11. september 2023 07:01 Sjálfbærniskýrslan 2023: Verðlaunin staðfesta hvað Marel er að gera í sjálfbærnimálum „Við erum mjög hreykin af þessum verðlaunum sem staðfesta hvað við erum að gera í sjálfbærnimálum. Það hefur líka sýnt sig að það er leitni á milli þess að standa sig vel í sjálfbærnimálum og góðs reksturs,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og formaður Nordic CEOs for a Sustainable Future, en rétt í þessu var tilkynnt að Marel er verðlaunahafi Sjálfbærniskýrslu ársins 2023. 8. júní 2023 13:00 Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Hringrásarhagkerfið: Þurfum að huga betur að heilsu hafsins „Ég held að við Íslendingar séum gjörn á að horfa á hafið að einhverju leyti sem gefnum hlut. Að hafið sé óþrjótandi auðlind,“ segir Þórður Reynisson lögfræðingur og Head of the Ocean Economy program hjá Nordic Innovation. 18. október 2023 07:00
Markmiðið að gefa notuðum rafbílarafhlöðum framhaldslíf „Við höfum verið svo lánsöm að vinna með sterkum samstarfsaðilum og erum núna að safna að okkur stórskotaliði til þess að efla slagkraftinn,“ segir Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastjóri Alor og vísar þar í ný og spennandi verkefni sem fyrirtækið vinnur nú að. 18. september 2023 07:00
Kaupmaðurinn á horninu endurvakinn með snjalltækni „Mér finnst oft gaman að segja frá því að Pikkoló sé í raun sjálfbær þróun kaupmannsins á horninu. Því í áratugi sótti fólk alltaf vörurnar sínar í nærumhverfinu með því að versla hjá honum og nú getur fólk að vissu leyti gert það aftur með tilkomu Pikkoló,“ segir Ragna M. Guðmundsdóttir og brosir. 11. september 2023 07:01
Sjálfbærniskýrslan 2023: Verðlaunin staðfesta hvað Marel er að gera í sjálfbærnimálum „Við erum mjög hreykin af þessum verðlaunum sem staðfesta hvað við erum að gera í sjálfbærnimálum. Það hefur líka sýnt sig að það er leitni á milli þess að standa sig vel í sjálfbærnimálum og góðs reksturs,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og formaður Nordic CEOs for a Sustainable Future, en rétt í þessu var tilkynnt að Marel er verðlaunahafi Sjálfbærniskýrslu ársins 2023. 8. júní 2023 13:00
Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00