„Hreint út sagt algjör martröð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. október 2023 09:01 Nik Chamberlain segir afar erfitt að yfirgefa Þrótt eftir sjö ár hjá félaginu. Vísir/Hulda Margrét Englendingurinn Nik Chamberlain er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann ætlaði sér að vera áfram með Þrótt sem hann hefur stýrt frá 2016 þar til Blikar bönkuðu upp á. Hann segir hins vegar ákvörðinina hafa verið þungbæra. Eftir langa leiktíð er Nik haldinn heim til Lundúna þar sem hann getur slappað af með vinum og fjölskyldu. Hann segist sakna ótrúlegustu hluta heima fyrir og þegar hann mætir til Bretlands er alltaf einn hlutur fyrstur á dagskrá. „Það fyrsta sem ég geri um leið og ég kem inn og legg frá mér ferðatöskurnar er að fá mér tebolla. Það er tebollinn, hundrað prósent, og ég sakna líka að fá mér fisk og franskar,“ segir Nik. „Og reyndar, veðrið í gær, það var rigning en það var 15 stiga hiti svo ég gekk um í stuttbuxum og bol í rigningunni. Það er betra veður hér en á Íslandi. Ég vissi ekki hvað ég saknaði mikið rigningar í logni,“ bætir Nik við sem saknar ekki íslenska haustsins. Stórt verkefni Nik þjálfaði Þrótt í sjö ár og umbreytti félaginu úr fyrstu deildarliði í stabílt úrvalsdeildarlið sem keppir við topp deildarinnar. Hann segir síðustu viku hafa reynst sér gríðarlega erfiðar er hann þurfti að velja á milli Þróttar og Breiðabliks. „Þegar leiktíðinni lauk leit ekki út fyrir að ég væri að fara neitt, en svo hafði Breiðablik samband í vikunni á eftir og síðasta vika var alger martröð, hreint út sagt. Ég seinkaði fluginu heim um nokkra daga af því ég gat ekki ákveðið mig.“ segir Nik. „En ég var svo tvístígandi að ég fór heim og talaði við foreldra mína sem þekkja mig best. Þar var miklu hlutlausara umhverfi en það tók mig tvo daga og það var ekki fyrr en á sunnudagskvöld eða mánudagsmorgun að ég tók loks ákvörðun um að fara frá Þrótti til Breiðabliks.“ Markmiðið að steypa Val af stóli Breiðablik er sigursælasta lið í sögu efstu deildar og því sjónum jafnan beint að titlinum. Valur hefur unnið síðustu þrjá Íslandsmeistaratitla og því vert að spyrja hvað Nik ætli að gera til að velta Val af stalli. „Með því að vinna þær, svo einfalt er það. Ég geri ekki ráð fyrir að mæta og vinna alla leiki frá upphafi og vinna deildina á næsta ári. Það væri frábært en málið er bara að skipuleggja okkur rétt og ná jafnvægi með því.“ „Við þurfum að ná þessu hugarfari og hungri aftur. Það hefur glatast aðeins, af hvaða ástæðu sem það er. Það er undir mér komið að ná því aftur inn í liðið og tryggja að það gangi á öllum strokkum. Á endanum snúast gæðin um það og það ætti að vera markmiðið.“ segir Nik. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Eftir langa leiktíð er Nik haldinn heim til Lundúna þar sem hann getur slappað af með vinum og fjölskyldu. Hann segist sakna ótrúlegustu hluta heima fyrir og þegar hann mætir til Bretlands er alltaf einn hlutur fyrstur á dagskrá. „Það fyrsta sem ég geri um leið og ég kem inn og legg frá mér ferðatöskurnar er að fá mér tebolla. Það er tebollinn, hundrað prósent, og ég sakna líka að fá mér fisk og franskar,“ segir Nik. „Og reyndar, veðrið í gær, það var rigning en það var 15 stiga hiti svo ég gekk um í stuttbuxum og bol í rigningunni. Það er betra veður hér en á Íslandi. Ég vissi ekki hvað ég saknaði mikið rigningar í logni,“ bætir Nik við sem saknar ekki íslenska haustsins. Stórt verkefni Nik þjálfaði Þrótt í sjö ár og umbreytti félaginu úr fyrstu deildarliði í stabílt úrvalsdeildarlið sem keppir við topp deildarinnar. Hann segir síðustu viku hafa reynst sér gríðarlega erfiðar er hann þurfti að velja á milli Þróttar og Breiðabliks. „Þegar leiktíðinni lauk leit ekki út fyrir að ég væri að fara neitt, en svo hafði Breiðablik samband í vikunni á eftir og síðasta vika var alger martröð, hreint út sagt. Ég seinkaði fluginu heim um nokkra daga af því ég gat ekki ákveðið mig.“ segir Nik. „En ég var svo tvístígandi að ég fór heim og talaði við foreldra mína sem þekkja mig best. Þar var miklu hlutlausara umhverfi en það tók mig tvo daga og það var ekki fyrr en á sunnudagskvöld eða mánudagsmorgun að ég tók loks ákvörðun um að fara frá Þrótti til Breiðabliks.“ Markmiðið að steypa Val af stóli Breiðablik er sigursælasta lið í sögu efstu deildar og því sjónum jafnan beint að titlinum. Valur hefur unnið síðustu þrjá Íslandsmeistaratitla og því vert að spyrja hvað Nik ætli að gera til að velta Val af stalli. „Með því að vinna þær, svo einfalt er það. Ég geri ekki ráð fyrir að mæta og vinna alla leiki frá upphafi og vinna deildina á næsta ári. Það væri frábært en málið er bara að skipuleggja okkur rétt og ná jafnvægi með því.“ „Við þurfum að ná þessu hugarfari og hungri aftur. Það hefur glatast aðeins, af hvaða ástæðu sem það er. Það er undir mér komið að ná því aftur inn í liðið og tryggja að það gangi á öllum strokkum. Á endanum snúast gæðin um það og það ætti að vera markmiðið.“ segir Nik. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira