„Hreint út sagt algjör martröð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. október 2023 09:01 Nik Chamberlain segir afar erfitt að yfirgefa Þrótt eftir sjö ár hjá félaginu. Vísir/Hulda Margrét Englendingurinn Nik Chamberlain er nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta. Hann ætlaði sér að vera áfram með Þrótt sem hann hefur stýrt frá 2016 þar til Blikar bönkuðu upp á. Hann segir hins vegar ákvörðinina hafa verið þungbæra. Eftir langa leiktíð er Nik haldinn heim til Lundúna þar sem hann getur slappað af með vinum og fjölskyldu. Hann segist sakna ótrúlegustu hluta heima fyrir og þegar hann mætir til Bretlands er alltaf einn hlutur fyrstur á dagskrá. „Það fyrsta sem ég geri um leið og ég kem inn og legg frá mér ferðatöskurnar er að fá mér tebolla. Það er tebollinn, hundrað prósent, og ég sakna líka að fá mér fisk og franskar,“ segir Nik. „Og reyndar, veðrið í gær, það var rigning en það var 15 stiga hiti svo ég gekk um í stuttbuxum og bol í rigningunni. Það er betra veður hér en á Íslandi. Ég vissi ekki hvað ég saknaði mikið rigningar í logni,“ bætir Nik við sem saknar ekki íslenska haustsins. Stórt verkefni Nik þjálfaði Þrótt í sjö ár og umbreytti félaginu úr fyrstu deildarliði í stabílt úrvalsdeildarlið sem keppir við topp deildarinnar. Hann segir síðustu viku hafa reynst sér gríðarlega erfiðar er hann þurfti að velja á milli Þróttar og Breiðabliks. „Þegar leiktíðinni lauk leit ekki út fyrir að ég væri að fara neitt, en svo hafði Breiðablik samband í vikunni á eftir og síðasta vika var alger martröð, hreint út sagt. Ég seinkaði fluginu heim um nokkra daga af því ég gat ekki ákveðið mig.“ segir Nik. „En ég var svo tvístígandi að ég fór heim og talaði við foreldra mína sem þekkja mig best. Þar var miklu hlutlausara umhverfi en það tók mig tvo daga og það var ekki fyrr en á sunnudagskvöld eða mánudagsmorgun að ég tók loks ákvörðun um að fara frá Þrótti til Breiðabliks.“ Markmiðið að steypa Val af stóli Breiðablik er sigursælasta lið í sögu efstu deildar og því sjónum jafnan beint að titlinum. Valur hefur unnið síðustu þrjá Íslandsmeistaratitla og því vert að spyrja hvað Nik ætli að gera til að velta Val af stalli. „Með því að vinna þær, svo einfalt er það. Ég geri ekki ráð fyrir að mæta og vinna alla leiki frá upphafi og vinna deildina á næsta ári. Það væri frábært en málið er bara að skipuleggja okkur rétt og ná jafnvægi með því.“ „Við þurfum að ná þessu hugarfari og hungri aftur. Það hefur glatast aðeins, af hvaða ástæðu sem það er. Það er undir mér komið að ná því aftur inn í liðið og tryggja að það gangi á öllum strokkum. Á endanum snúast gæðin um það og það ætti að vera markmiðið.“ segir Nik. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira
Eftir langa leiktíð er Nik haldinn heim til Lundúna þar sem hann getur slappað af með vinum og fjölskyldu. Hann segist sakna ótrúlegustu hluta heima fyrir og þegar hann mætir til Bretlands er alltaf einn hlutur fyrstur á dagskrá. „Það fyrsta sem ég geri um leið og ég kem inn og legg frá mér ferðatöskurnar er að fá mér tebolla. Það er tebollinn, hundrað prósent, og ég sakna líka að fá mér fisk og franskar,“ segir Nik. „Og reyndar, veðrið í gær, það var rigning en það var 15 stiga hiti svo ég gekk um í stuttbuxum og bol í rigningunni. Það er betra veður hér en á Íslandi. Ég vissi ekki hvað ég saknaði mikið rigningar í logni,“ bætir Nik við sem saknar ekki íslenska haustsins. Stórt verkefni Nik þjálfaði Þrótt í sjö ár og umbreytti félaginu úr fyrstu deildarliði í stabílt úrvalsdeildarlið sem keppir við topp deildarinnar. Hann segir síðustu viku hafa reynst sér gríðarlega erfiðar er hann þurfti að velja á milli Þróttar og Breiðabliks. „Þegar leiktíðinni lauk leit ekki út fyrir að ég væri að fara neitt, en svo hafði Breiðablik samband í vikunni á eftir og síðasta vika var alger martröð, hreint út sagt. Ég seinkaði fluginu heim um nokkra daga af því ég gat ekki ákveðið mig.“ segir Nik. „En ég var svo tvístígandi að ég fór heim og talaði við foreldra mína sem þekkja mig best. Þar var miklu hlutlausara umhverfi en það tók mig tvo daga og það var ekki fyrr en á sunnudagskvöld eða mánudagsmorgun að ég tók loks ákvörðun um að fara frá Þrótti til Breiðabliks.“ Markmiðið að steypa Val af stóli Breiðablik er sigursælasta lið í sögu efstu deildar og því sjónum jafnan beint að titlinum. Valur hefur unnið síðustu þrjá Íslandsmeistaratitla og því vert að spyrja hvað Nik ætli að gera til að velta Val af stalli. „Með því að vinna þær, svo einfalt er það. Ég geri ekki ráð fyrir að mæta og vinna alla leiki frá upphafi og vinna deildina á næsta ári. Það væri frábært en málið er bara að skipuleggja okkur rétt og ná jafnvægi með því.“ „Við þurfum að ná þessu hugarfari og hungri aftur. Það hefur glatast aðeins, af hvaða ástæðu sem það er. Það er undir mér komið að ná því aftur inn í liðið og tryggja að það gangi á öllum strokkum. Á endanum snúast gæðin um það og það ætti að vera markmiðið.“ segir Nik. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira