Samherji borgar ekki laun starfsfólks í kvennaverkfalli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. október 2023 16:29 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm Norðlenska fiskvinnslufyrirtækið Samherji hyggst ekki greiða konum og kvárum sem vinna hjá fyrirtækinu laun mæti þau ekki til vinnu næsta þriðjudag, þegar boðað hefur verið til kvennaverkfalls. Starfsfólki er þó frjálst að skreppa á 45 mínútna mótmælafund á Akureyri. Heimildin greindi fyrst frá en Karl Eskil Pálsson, upplýsingafulltrúi Samherja, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að Samherji hafi skuldbindingum að gegna sem matvælafyrirtæki. Miklu máli skipti að afhenda vörur á réttum tíma og því geti fyrirtækið því miður ekki komið til móts við starfsfólk. Áður hefur komið fram að skipuleggjendur verkfallsins hafi í hyggju að birta tossalista yfir atvinnurekendur sem hamli þátttöku kvenna og kvára í kvennaverkfallinu. Þá hafa fyrirtæki líkt og Samkaup og Coca Cola á Íslandi sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem fyrirtækin lýsa því yfir að þau muni ekki skerða laun starfsfólks síns í verkfalli. Verði að standa við skuldbindingar Karl Eskil segir að stórir áhrifaþættir hafi orðið til þess að forsvarsmenn Samherja hafi orðið að taka þessa ákvörðun. Fyrirtækið hefur meðal annars sent starfsfólki dreifibréf vegna verkfallsins. Heimildin birtir dreifibréfið en þar eru konur fyrirtækisins sem vilja leggja niður störf hvattar til að láta yfirmann sinn vita. Ekki verði greidd laun vegna fjarveru þennan dag. Karl segir tvær breytur ráða mestu um ákvörðun fyrirtækisins. „Þetta er harður markaður, því miður. Við höfum gert samninga langt fram í tímann um að afhenda vörur á tilteknum tíma og við verðum að standa við þær skuldbindingar. Það er ein breytan, síðan er það vinnslan. Ef hún stöðvast í einn dag þá hefur það áhrif til dæmis á togaraflotann og stýringuna á honum.“ Geti mætt á útifund á launum Í dreifibréfi Samherja til starfsmanna kemur auk þess fram að hafi konur áhuga á að fara á skipulagða dagskrá þennan dag, séu þær beðnar um að gera það í samráði við sinn yfirmann. Sá tími verði ekki dreginn af launum. „Það er útifundur á Akureyri á milli 11 til 11:45 ef ég man þetta rétt. Þeir starfsmenn sem vilja mæta þangað geta gert það og það verður ekki dregið af launum,“ segir Karl. Hann segist ekki hafa það á hreinu hve hátt hlutfall kvenna og kvára vinni hjá Samherja. „En það er hátt hlutfall í landvinnslunni. Ef vinnsla stöðvast í einn dag myndi það hafa mikil áhrif á togaraflotann og flutninga, bara svo ég nefni dæmi. Við erum með okkar samninga við flutningafyrirtæki til dæmis, og löngu búið að panta pláss um borð í flutngaskipum eða í fraktvélum.“ Kvennaverkfall Sjávarútvegur Vinnumarkaður Akureyri Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Skerða þjónustu heilsugæslunnar vegna kvennaverkfalls Reikna má með að starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verði verulega skert þriðjudaginn 24. október næstkomandi vegna boðaðs kvennaverkfalls. Heilsugæslustöðvar verða opnar en munu eingöngu sinna bráðaerindum þennan dag. 18. október 2023 10:51 Mikilvægt að laun verði ekki dregin af fólki vegna kvennaverkfalls Mikilvægt er að atvinnurekendur gefi skýr skilaboð um að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf þann 24. október næstkomandi. Forsvarskonur kvennaverkfalls hvetja sem flesta til að virkja fólk í kringum sig til þátttöku, sérstaklega fólk af erlendum uppruna. 16. október 2023 14:50 Kallarðu þetta jafnrétti? Fyrir 48 árum boðuðu konur hér á landi í fyrsta sinn til Kvennafrís þar sem 90% kvenna lögðu niður ólaunuð sem launuð störf til að sýna fram á mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins. Alls hafa konur lagt niður vinnu í sex skipti til að mótmæla kynbundnu misrétti. 12. október 2023 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Heimildin greindi fyrst frá en Karl Eskil Pálsson, upplýsingafulltrúi Samherja, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að Samherji hafi skuldbindingum að gegna sem matvælafyrirtæki. Miklu máli skipti að afhenda vörur á réttum tíma og því geti fyrirtækið því miður ekki komið til móts við starfsfólk. Áður hefur komið fram að skipuleggjendur verkfallsins hafi í hyggju að birta tossalista yfir atvinnurekendur sem hamli þátttöku kvenna og kvára í kvennaverkfallinu. Þá hafa fyrirtæki líkt og Samkaup og Coca Cola á Íslandi sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem fyrirtækin lýsa því yfir að þau muni ekki skerða laun starfsfólks síns í verkfalli. Verði að standa við skuldbindingar Karl Eskil segir að stórir áhrifaþættir hafi orðið til þess að forsvarsmenn Samherja hafi orðið að taka þessa ákvörðun. Fyrirtækið hefur meðal annars sent starfsfólki dreifibréf vegna verkfallsins. Heimildin birtir dreifibréfið en þar eru konur fyrirtækisins sem vilja leggja niður störf hvattar til að láta yfirmann sinn vita. Ekki verði greidd laun vegna fjarveru þennan dag. Karl segir tvær breytur ráða mestu um ákvörðun fyrirtækisins. „Þetta er harður markaður, því miður. Við höfum gert samninga langt fram í tímann um að afhenda vörur á tilteknum tíma og við verðum að standa við þær skuldbindingar. Það er ein breytan, síðan er það vinnslan. Ef hún stöðvast í einn dag þá hefur það áhrif til dæmis á togaraflotann og stýringuna á honum.“ Geti mætt á útifund á launum Í dreifibréfi Samherja til starfsmanna kemur auk þess fram að hafi konur áhuga á að fara á skipulagða dagskrá þennan dag, séu þær beðnar um að gera það í samráði við sinn yfirmann. Sá tími verði ekki dreginn af launum. „Það er útifundur á Akureyri á milli 11 til 11:45 ef ég man þetta rétt. Þeir starfsmenn sem vilja mæta þangað geta gert það og það verður ekki dregið af launum,“ segir Karl. Hann segist ekki hafa það á hreinu hve hátt hlutfall kvenna og kvára vinni hjá Samherja. „En það er hátt hlutfall í landvinnslunni. Ef vinnsla stöðvast í einn dag myndi það hafa mikil áhrif á togaraflotann og flutninga, bara svo ég nefni dæmi. Við erum með okkar samninga við flutningafyrirtæki til dæmis, og löngu búið að panta pláss um borð í flutngaskipum eða í fraktvélum.“
Kvennaverkfall Sjávarútvegur Vinnumarkaður Akureyri Dalvíkurbyggð Tengdar fréttir Skerða þjónustu heilsugæslunnar vegna kvennaverkfalls Reikna má með að starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verði verulega skert þriðjudaginn 24. október næstkomandi vegna boðaðs kvennaverkfalls. Heilsugæslustöðvar verða opnar en munu eingöngu sinna bráðaerindum þennan dag. 18. október 2023 10:51 Mikilvægt að laun verði ekki dregin af fólki vegna kvennaverkfalls Mikilvægt er að atvinnurekendur gefi skýr skilaboð um að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf þann 24. október næstkomandi. Forsvarskonur kvennaverkfalls hvetja sem flesta til að virkja fólk í kringum sig til þátttöku, sérstaklega fólk af erlendum uppruna. 16. október 2023 14:50 Kallarðu þetta jafnrétti? Fyrir 48 árum boðuðu konur hér á landi í fyrsta sinn til Kvennafrís þar sem 90% kvenna lögðu niður ólaunuð sem launuð störf til að sýna fram á mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins. Alls hafa konur lagt niður vinnu í sex skipti til að mótmæla kynbundnu misrétti. 12. október 2023 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Skerða þjónustu heilsugæslunnar vegna kvennaverkfalls Reikna má með að starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verði verulega skert þriðjudaginn 24. október næstkomandi vegna boðaðs kvennaverkfalls. Heilsugæslustöðvar verða opnar en munu eingöngu sinna bráðaerindum þennan dag. 18. október 2023 10:51
Mikilvægt að laun verði ekki dregin af fólki vegna kvennaverkfalls Mikilvægt er að atvinnurekendur gefi skýr skilaboð um að laun verði ekki dregin af þeim sem hyggjast leggja niður störf þann 24. október næstkomandi. Forsvarskonur kvennaverkfalls hvetja sem flesta til að virkja fólk í kringum sig til þátttöku, sérstaklega fólk af erlendum uppruna. 16. október 2023 14:50
Kallarðu þetta jafnrétti? Fyrir 48 árum boðuðu konur hér á landi í fyrsta sinn til Kvennafrís þar sem 90% kvenna lögðu niður ólaunuð sem launuð störf til að sýna fram á mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins. Alls hafa konur lagt niður vinnu í sex skipti til að mótmæla kynbundnu misrétti. 12. október 2023 07:01