Enski boltinn

„Havertz hefur ekkert gert og er í vandræðum“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arsenal keypti Kai Havertz frá Chelsea fyrir 65 milljónir punda í sumar.
Arsenal keypti Kai Havertz frá Chelsea fyrir 65 milljónir punda í sumar. getty/David Price

Arsenal gerði mistök með því að kaupa Kai Havertz frá Chelsea í sumar. Þetta segir fyrrverandi leikmaður Skyttanna.

Þjóðverjinn hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann kom til Arsenal í sumar og aðeins skorað eitt mark fyrir félagið. Það kom úr vítaspyrnu í 3-0 sigri á Bournemouth.

William Gallas, fyrrverandi leikmaður Arsenal og Chelsea, segir að Skytturnar hafi gert skyssu með því að kaupa Havertz í sumar.

„Ég hef ekki hrifist af Kai Havertz hingað til. Hann hefur ekkert gert síðan hann kom til Arsenal,“ sagði Gallas sem kom Arsenal frá Chelsea eins og Havertz.

„Hann skoraði kannski en það var bara vegna þess að Martin Ødegaard leyfði honum að taka víti! Havertz hefur ekkert gert og er í vandræðum.“

Havertz og félagar í Arsenal sækja einmitt Chelsea heim í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Skytturnar geta komist á topp deildarinnar með hagstæðum úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×