Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2023 13:42 Gunnar formaður Bændasamtakanna segir menn leika sér með tollnúmerin nánast eins og þeim hentar. vísir/sigurjón Manni nokkrum sem var að versla í Krónunni á dögunum var brugðið þegar hann skoðaði verðmiðann á íslensku lambakjöti. 5,999 krónur kílóið en við hliðina var sambærilegt lamb frá Nýja Sjálandi talsvert ódýrara. Verðmiðinn á kílóverðinu þar var 3.499 krónur per kíló. Vísir heyrði í Gunnari Þorgeirssyni formanni Bændasamtakanna og spurði hann hvernig þetta megi vera? Hann segir þetta vanda. Menn leika sér með tollnúmerin „Jújú, það er verið að flytja þetta hingað yfir hálfan hnöttinn með tilheyrandi kolefnisspori,“ segir Gunnar og dæsir. Gunnar segir þetta langa sögu. Þegar þau hjá Bændasamtökunum fóru að skoða innflutning á lambakjöti frá Nýja Sjálandi voru allskonar flokkar til undir lambakjöt, innflutt. „Læri, hryggur nefndu það. Og svo er það frosið annað. Og það er nánast án gjalda. Ég velti fyrir mér á hvaða grunni þetta er flutt inn?“ Gunnar segir að þau hjá Bændasamtökunum hafi ítrekað gagnrýnt hvernig eftirliti með innflutningi á landbúnaðarvörum er háttað. Eins og þessir verðmiðar sýna er nýsjálenska lambasteikin talsvert ódýrari. „Það er algjörlega í molum. Við vitum ekkert hvað er verið að flytja inn. Menn virðast geta flutt hvað sem er, hvenær sem er, inn undir allskyns tollanúmerum. Uppi sitjum við með Svarta Pétur. Við höfum ítrekað óskað eftir þessu við fjármálaráðuneytið og skattinn, sem hét nú þegar við byrjuðum að pönkast í þessu hét þetta tollstjóraembættið. nú er búið að sameina þetta, að þau hlutist til um málið. En ekkert gerist.“ Eitt að búa til leikreglur, annað að fara eftir þeim Gunnar segir þetta ekki á grundvelli þeirra milliríkjasamninga sem gerðir hafi verið. Þetta standist enga skoðun nema menn séu að flytja þetta inn undir öðru tollanúmeri og svo virðist vera í þessu tiltekna dæmi. Gunnar segir sem dæmi að gerðar hafi verið athugasemdir við innflutning á blómum nú á vordögum, sem stóðst enga skoðun miðað við þá samninga sem við erum með við EES og þá samninga sem eru í gildi. Gunnar segir eitt að setja sér lög en annað að fara eftir þeim.vísir/ívar „Jájá, þetta verður tekið til skoðunar var sagt og því svo vísað til yfirskattanefndar. En það var ekkert gert í þessu. heldur fluttum menn þessi blóm inn og bændur sátu uppi með skaðann. Eitt er að búa til einhverjar leikreglur í okkar samfélagi og annað að fara eftir þeim.“ Gunnar segist ítrekað hafa bent á að starfsumhverfi íslensks landbúnaðar grundvallist á því að framleiddar séu heilnæmar og sjálfbærar afurðir. Svo séu tollasamningar við erlend ríki til að flytja inn afurðir en meðan menn fara ekki eftir leikreglum sé okkur vandi á höndum. Landbúnaður Skattar og tollar Lambakjöt Neytendur Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Verðmiðinn á kílóverðinu þar var 3.499 krónur per kíló. Vísir heyrði í Gunnari Þorgeirssyni formanni Bændasamtakanna og spurði hann hvernig þetta megi vera? Hann segir þetta vanda. Menn leika sér með tollnúmerin „Jújú, það er verið að flytja þetta hingað yfir hálfan hnöttinn með tilheyrandi kolefnisspori,“ segir Gunnar og dæsir. Gunnar segir þetta langa sögu. Þegar þau hjá Bændasamtökunum fóru að skoða innflutning á lambakjöti frá Nýja Sjálandi voru allskonar flokkar til undir lambakjöt, innflutt. „Læri, hryggur nefndu það. Og svo er það frosið annað. Og það er nánast án gjalda. Ég velti fyrir mér á hvaða grunni þetta er flutt inn?“ Gunnar segir að þau hjá Bændasamtökunum hafi ítrekað gagnrýnt hvernig eftirliti með innflutningi á landbúnaðarvörum er háttað. Eins og þessir verðmiðar sýna er nýsjálenska lambasteikin talsvert ódýrari. „Það er algjörlega í molum. Við vitum ekkert hvað er verið að flytja inn. Menn virðast geta flutt hvað sem er, hvenær sem er, inn undir allskyns tollanúmerum. Uppi sitjum við með Svarta Pétur. Við höfum ítrekað óskað eftir þessu við fjármálaráðuneytið og skattinn, sem hét nú þegar við byrjuðum að pönkast í þessu hét þetta tollstjóraembættið. nú er búið að sameina þetta, að þau hlutist til um málið. En ekkert gerist.“ Eitt að búa til leikreglur, annað að fara eftir þeim Gunnar segir þetta ekki á grundvelli þeirra milliríkjasamninga sem gerðir hafi verið. Þetta standist enga skoðun nema menn séu að flytja þetta inn undir öðru tollanúmeri og svo virðist vera í þessu tiltekna dæmi. Gunnar segir sem dæmi að gerðar hafi verið athugasemdir við innflutning á blómum nú á vordögum, sem stóðst enga skoðun miðað við þá samninga sem við erum með við EES og þá samninga sem eru í gildi. Gunnar segir eitt að setja sér lög en annað að fara eftir þeim.vísir/ívar „Jájá, þetta verður tekið til skoðunar var sagt og því svo vísað til yfirskattanefndar. En það var ekkert gert í þessu. heldur fluttum menn þessi blóm inn og bændur sátu uppi með skaðann. Eitt er að búa til einhverjar leikreglur í okkar samfélagi og annað að fara eftir þeim.“ Gunnar segist ítrekað hafa bent á að starfsumhverfi íslensks landbúnaðar grundvallist á því að framleiddar séu heilnæmar og sjálfbærar afurðir. Svo séu tollasamningar við erlend ríki til að flytja inn afurðir en meðan menn fara ekki eftir leikreglum sé okkur vandi á höndum.
Landbúnaður Skattar og tollar Lambakjöt Neytendur Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira