Skrúfa niður í djamminu á Prikinu Árni Sæberg skrifar 20. október 2023 14:21 Prikið er eitt elsta veitingahús landsins. Vísir/Vilhelm Mikið stendur til á veitingahúsinu Prikinu í hjarta miðbæjar Reykjavíkur þessa dagana. Staðurinn gengur í gengum endurnýjun lífdaga og verður hér eftir aðeins á einni hæð. Skrúfað verður niður í djamminu sem hefur einkennt starfsemina síðusta áratug. „Ár breytinga, hinn sívinsæli spennubálkur heldur áfram. Við erum að stíga inní fyrsta fasa breytinga á Prikinu. Breytingar sem hafa verið á leiðinni í langan tíma. Í stuttu máli, þá erum við að standsetja Prikið sem stað á einni hæð. Já þið heyrðuð rétt,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins, á Facebook. Hann segir að Prikið fá algera bólstrun og innviðir verði dekraðir. Eldhús verðu gangsett á ný og Vörubíllinn þekkti mæti aftur á seðil. „Við tökum stökk og skrúfum aðeins niður í djamminu eins og það hefur verið á staðnum undanfarinn áratug og lengur. Opnum fyrr, en lokum fyrr. Dúkur í loftinu lagaður, bætt við borðum og ljósum, líftími þessarar stofnunar endurræstur, Prikið þúsund ár og allt það.“ Engar áhyggjur þurfi að hafa af stuðinu, það verði alltaf á sínum stað. „Gleðigutl, egg og beikon, bagg og Akon, Blóðugar Maríur og barnavagnar.“ Stórefla plötuútgáfuna í staðinn Á móti komi að Sticky Plötuútgáfa muni þróast í meira viðburðarmiðað verkefni ásamt útgáfu, hönnunarvinnu og tónlistarumsýslu; aðstandendur hennar muni styðjast við aðra viðburðarsali sem þeir hafa umráð yfir fyrir stærri verkefni hverju sinni. „Næsta útgáfa okkar er á handan við hornið, nýtt verkefni með rapparanum Krabbamane sem við getum ekki beðið eftir að kynna betur fyrir ykkur auk tónleikaraðar sem hefst í desember.“ Efri hæðin taki miklum sviptingum, og verði opinn vinnustofukjarni með sérinngang að aftanverðu. Höfuðstöðvar Sticky verði á efri hæðinni og portið nýtt sem tónleikastaður og viðburðarrými undir markaði og útitónleika þegar vel viðrar. Aðstandendur hafi mikla reynslu af standsetningu og uppsetningu á vinnustofum og stúdíóum, skapandi nærumhverfi sé þeirra sérsvið frábært verði að fá þá orku og starfsemi í þetta aldargamla rými. „Finni [Guðfinnur Karlsson] tók við Prikinu árið 2003, og erum við ein elsta kennitala miðborgarinnar ótrúlegt en satt, vel við hæfi að 2023 sé árið sem við stígum þetta skref. Bara gaman, sé sveifla, allir á Prikið,“ segir Geoffrey að lokum. Næturlíf Menning Tónlist Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
„Ár breytinga, hinn sívinsæli spennubálkur heldur áfram. Við erum að stíga inní fyrsta fasa breytinga á Prikinu. Breytingar sem hafa verið á leiðinni í langan tíma. Í stuttu máli, þá erum við að standsetja Prikið sem stað á einni hæð. Já þið heyrðuð rétt,“ segir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, einn eigenda Priksins, á Facebook. Hann segir að Prikið fá algera bólstrun og innviðir verði dekraðir. Eldhús verðu gangsett á ný og Vörubíllinn þekkti mæti aftur á seðil. „Við tökum stökk og skrúfum aðeins niður í djamminu eins og það hefur verið á staðnum undanfarinn áratug og lengur. Opnum fyrr, en lokum fyrr. Dúkur í loftinu lagaður, bætt við borðum og ljósum, líftími þessarar stofnunar endurræstur, Prikið þúsund ár og allt það.“ Engar áhyggjur þurfi að hafa af stuðinu, það verði alltaf á sínum stað. „Gleðigutl, egg og beikon, bagg og Akon, Blóðugar Maríur og barnavagnar.“ Stórefla plötuútgáfuna í staðinn Á móti komi að Sticky Plötuútgáfa muni þróast í meira viðburðarmiðað verkefni ásamt útgáfu, hönnunarvinnu og tónlistarumsýslu; aðstandendur hennar muni styðjast við aðra viðburðarsali sem þeir hafa umráð yfir fyrir stærri verkefni hverju sinni. „Næsta útgáfa okkar er á handan við hornið, nýtt verkefni með rapparanum Krabbamane sem við getum ekki beðið eftir að kynna betur fyrir ykkur auk tónleikaraðar sem hefst í desember.“ Efri hæðin taki miklum sviptingum, og verði opinn vinnustofukjarni með sérinngang að aftanverðu. Höfuðstöðvar Sticky verði á efri hæðinni og portið nýtt sem tónleikastaður og viðburðarrými undir markaði og útitónleika þegar vel viðrar. Aðstandendur hafi mikla reynslu af standsetningu og uppsetningu á vinnustofum og stúdíóum, skapandi nærumhverfi sé þeirra sérsvið frábært verði að fá þá orku og starfsemi í þetta aldargamla rými. „Finni [Guðfinnur Karlsson] tók við Prikinu árið 2003, og erum við ein elsta kennitala miðborgarinnar ótrúlegt en satt, vel við hæfi að 2023 sé árið sem við stígum þetta skref. Bara gaman, sé sveifla, allir á Prikið,“ segir Geoffrey að lokum.
Næturlíf Menning Tónlist Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira