Arsenal enn taplausir eftir endurkomujafntefli Siggeir Ævarsson skrifar 21. október 2023 18:45 Leandro Trossard fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir Arsenal Vísir/Getty Arsenal björguðu stigi með frábærri endurkomu á Stamford Bridge í dag en Chelsea komust í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks. Cole Palmer kom Chelsea yfir með marki úr vítaspyrnu sem var dæmt með aðstoð VAR þar sem boltinn fór greinilega í hönd varnarmanns en af stuttu færi. Slík atvik hafa ekki alltaf gefið víti í vetur en hendin var augljós og víti dæmt. Hálfleiksræðan hjá Mikel Arteta skilaði sér greinilega ekki strax en Arsenal menn virtust vera sofandi í upphafi hálfleiks þar sem þeir misstu boltann klaufalega á miðjum vellinum og Mykhaylo Mudryk skoraði í kjölfarið glæsilegt mark sem átti þó mögulega að vera fyrirgjöf. Arsenal menn náðu þó smám saman að vinna sig aftur inn í leikinn en Robert Sanchez, markvörður Chelsea, færði Declan Rice galopið færi á silfurfati þegar hann sendi boltann beint í fætur hans og Rice þakkaði fyrir sig með því að skora í tómt markið. Leandro Trossard bjargaði svo stiginu þegar hann afgreiddi frábæra fyrirgjöf frá Saka í markið á fjærstönginni. Arsenal því áfram taplausir og fara upp að hlið Manchester City en bæði lið eru með 21 stig eftir níu leiki. Enski boltinn Fótbolti
Arsenal björguðu stigi með frábærri endurkomu á Stamford Bridge í dag en Chelsea komust í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks. Cole Palmer kom Chelsea yfir með marki úr vítaspyrnu sem var dæmt með aðstoð VAR þar sem boltinn fór greinilega í hönd varnarmanns en af stuttu færi. Slík atvik hafa ekki alltaf gefið víti í vetur en hendin var augljós og víti dæmt. Hálfleiksræðan hjá Mikel Arteta skilaði sér greinilega ekki strax en Arsenal menn virtust vera sofandi í upphafi hálfleiks þar sem þeir misstu boltann klaufalega á miðjum vellinum og Mykhaylo Mudryk skoraði í kjölfarið glæsilegt mark sem átti þó mögulega að vera fyrirgjöf. Arsenal menn náðu þó smám saman að vinna sig aftur inn í leikinn en Robert Sanchez, markvörður Chelsea, færði Declan Rice galopið færi á silfurfati þegar hann sendi boltann beint í fætur hans og Rice þakkaði fyrir sig með því að skora í tómt markið. Leandro Trossard bjargaði svo stiginu þegar hann afgreiddi frábæra fyrirgjöf frá Saka í markið á fjærstönginni. Arsenal því áfram taplausir og fara upp að hlið Manchester City en bæði lið eru með 21 stig eftir níu leiki.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti