Vísir, Heimildin, Mogginn og Viðskiptablaðið undir góðri tónlist Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. október 2023 10:01 Tinni Sveinsson vaknar við morgunútvarpið á morgnana og skannar síðan alla helstu miðlana undir góðri tónlist áður en vinnudagurinn hefst. Í laumi væri Tinni til í að vera Teitur Magnússon söngvaskáld, væri hann sjálfur tónlistarstjarna. Vísir/Vilhelm Það fyrsta sem Tinni Sveinsson framkvæmdastjóri LóuLóu gerir á morgnana er að setja góða tónlist á fóninn og skanna síðan alla helstu miðlana. Jafn tæknivæddur og Tinni er, skrifar hann lista á gamla mátann til að halda utan um verkefnin sín. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég rumska við morgunútvarpið upp úr sjö. Það tekur mig smástund að sigla í gang og ég fer fram úr um klukkan átta.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja oftast á því að setja góða tónlist á fóninn. Það er gott að hlusta á tónlist á morgnana. Brynjan sem fylgir oft daglegu amstri er ekki komin upp og skilningarvitin eru opin. Svo les ég fréttir og það sem mér finnst forvitnilegt á Vísi og víðar. Ég sakna þess svolítið að fá dagblöð inn um lúguna á morgnana, enda var ég alinn upp við blöðin og vann lengi á þeim. Kann að meta það í byrjun dags að fara yfir fjölbreytta pakka sem ritstjórnir setja saman eftir kúnstarinnar reglum. En ég les þó Heimildina, Moggann og Viðskiptablaðið í spjaldtölvu.“ Hvaða tónlistarstjarna dreymir þig um í laumi að vera? „Ég er nú frekar sáttur í eigin skinni en gæti nefnt Teit Magnússon, sem er í uppáhaldi hjá mér. Hann er hæfileikaríkt söngvaskáld, djúpvitur og með tímalausa og heillandi sýn á jarðvistina.“ Tinni er alin upp við blöðin og starfaði lengi í fjölmiðlageiranum. Nú hefur hann söðlað um, er að koma á laggirnar sprotafyrirtækinu LóuLóu og segir íslenskt nýsköpunarumhverfi afar heillandi. Þótt Tinni starfi í hugbúnaðargeiranum er hann gamaldags þegar kemur að skipulaginu því þá er það bara gamli góði listinn sem virkar best.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er að koma hugbúnaðarfyrirtækinu Lóalóa á lappirnar með félögum mínum. Það er virkilega gaman og krefjandi. Við tókum þátt í viðskiptahraðlinum Startup Supernova hjá Klak núna í haust. Fengum þar góða innsýn til að koma okkur fyrir í sprota- og nýsköpunarumhverfinu á Íslandi, sem er á fleygiferð og ótrúlega heillandi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég skrifa lista eins og vindurinn. Þeir halda mér á beinu brautinni þannig að ég rati ekki af leið þegar hugurinn fer á flug. Ég tek mér oft smástund í skipulagningu í byrjun hvers dags. Þá eru markmiðin í hænuskrefum, svo stækka þau í listum sem ég skrifa fyrir vikur og mánuði.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Á miðnætti. Oftast eftir sjónvarpsgláp. Mig langar, eins og svo marga, að keyra bókalestur betur í gang. Náði mikilvægum áfanga í þessu plani mínu þegar ég fékk mér gleraugu fyrir ekki svo löngu. Var þá búinn að vera fattlaus í tómu brasi að reyna að lesa bækur úr fókus í nokkurn tíma.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Erfitt að setja „like“ á myndir af fólki í ræktinni klukkan sex B týpan Ásta Dís Óladóttir prófessor, stjórnarkona, formaður Jafnvægisvogar FKA og fleira, segist alveg eiga það til að hugleiða það í korter tuttugu mínútur á morgnana hvort nú sé tími til að fara á fætur, áður en hún síðan fer fram úr. 14. október 2023 10:01 Konan sér oft um hlátursköstin rétt fyrir svefninn Teitur H. Syen, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá Kynnisferðum, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, segir orkustuðullinn sinn bestan á morganana. Teitur fékk hláturskast í vinnunni um daginn, en segir konuna sína líka lunkna við að fá hann til að hlæja rétt fyrir svefninn. 7. október 2023 10:00 Forstjórinn sem endar stundum ein á dansgólfinu B týpan Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands, segir umferðateppuna úr Garðabæ alveg gefa frábærar gæðastundir á morgnana og þegar hún er spurð um tónlist og dans, segir hún það oftast frekar auðvelt að ná sér út á gólfið í sveiflu. 23. september 2023 10:00 „Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu“ Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi, segist háma í sig fréttir eins og sykurfíkill sælgæti. Og svo margar séu þær fjölmiðlaáskriftirnar að hann eiginlega vilji ekki telja þær. 16. september 2023 10:00 Byrjar daginn á því að pissa í sig af hlátri og eldar í háum hælum Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir þerapisti og höfundur Lærðu að elska þig eldar helst aldrei öðruvísi en í háhæluðum skóm og finnst lífið svo skemmtilegt að hún tímir því varla að fara snemma að sofa. 9. september 2023 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég rumska við morgunútvarpið upp úr sjö. Það tekur mig smástund að sigla í gang og ég fer fram úr um klukkan átta.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja oftast á því að setja góða tónlist á fóninn. Það er gott að hlusta á tónlist á morgnana. Brynjan sem fylgir oft daglegu amstri er ekki komin upp og skilningarvitin eru opin. Svo les ég fréttir og það sem mér finnst forvitnilegt á Vísi og víðar. Ég sakna þess svolítið að fá dagblöð inn um lúguna á morgnana, enda var ég alinn upp við blöðin og vann lengi á þeim. Kann að meta það í byrjun dags að fara yfir fjölbreytta pakka sem ritstjórnir setja saman eftir kúnstarinnar reglum. En ég les þó Heimildina, Moggann og Viðskiptablaðið í spjaldtölvu.“ Hvaða tónlistarstjarna dreymir þig um í laumi að vera? „Ég er nú frekar sáttur í eigin skinni en gæti nefnt Teit Magnússon, sem er í uppáhaldi hjá mér. Hann er hæfileikaríkt söngvaskáld, djúpvitur og með tímalausa og heillandi sýn á jarðvistina.“ Tinni er alin upp við blöðin og starfaði lengi í fjölmiðlageiranum. Nú hefur hann söðlað um, er að koma á laggirnar sprotafyrirtækinu LóuLóu og segir íslenskt nýsköpunarumhverfi afar heillandi. Þótt Tinni starfi í hugbúnaðargeiranum er hann gamaldags þegar kemur að skipulaginu því þá er það bara gamli góði listinn sem virkar best.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er að koma hugbúnaðarfyrirtækinu Lóalóa á lappirnar með félögum mínum. Það er virkilega gaman og krefjandi. Við tókum þátt í viðskiptahraðlinum Startup Supernova hjá Klak núna í haust. Fengum þar góða innsýn til að koma okkur fyrir í sprota- og nýsköpunarumhverfinu á Íslandi, sem er á fleygiferð og ótrúlega heillandi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég skrifa lista eins og vindurinn. Þeir halda mér á beinu brautinni þannig að ég rati ekki af leið þegar hugurinn fer á flug. Ég tek mér oft smástund í skipulagningu í byrjun hvers dags. Þá eru markmiðin í hænuskrefum, svo stækka þau í listum sem ég skrifa fyrir vikur og mánuði.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Á miðnætti. Oftast eftir sjónvarpsgláp. Mig langar, eins og svo marga, að keyra bókalestur betur í gang. Náði mikilvægum áfanga í þessu plani mínu þegar ég fékk mér gleraugu fyrir ekki svo löngu. Var þá búinn að vera fattlaus í tómu brasi að reyna að lesa bækur úr fókus í nokkurn tíma.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Erfitt að setja „like“ á myndir af fólki í ræktinni klukkan sex B týpan Ásta Dís Óladóttir prófessor, stjórnarkona, formaður Jafnvægisvogar FKA og fleira, segist alveg eiga það til að hugleiða það í korter tuttugu mínútur á morgnana hvort nú sé tími til að fara á fætur, áður en hún síðan fer fram úr. 14. október 2023 10:01 Konan sér oft um hlátursköstin rétt fyrir svefninn Teitur H. Syen, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá Kynnisferðum, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, segir orkustuðullinn sinn bestan á morganana. Teitur fékk hláturskast í vinnunni um daginn, en segir konuna sína líka lunkna við að fá hann til að hlæja rétt fyrir svefninn. 7. október 2023 10:00 Forstjórinn sem endar stundum ein á dansgólfinu B týpan Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands, segir umferðateppuna úr Garðabæ alveg gefa frábærar gæðastundir á morgnana og þegar hún er spurð um tónlist og dans, segir hún það oftast frekar auðvelt að ná sér út á gólfið í sveiflu. 23. september 2023 10:00 „Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu“ Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi, segist háma í sig fréttir eins og sykurfíkill sælgæti. Og svo margar séu þær fjölmiðlaáskriftirnar að hann eiginlega vilji ekki telja þær. 16. september 2023 10:00 Byrjar daginn á því að pissa í sig af hlátri og eldar í háum hælum Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir þerapisti og höfundur Lærðu að elska þig eldar helst aldrei öðruvísi en í háhæluðum skóm og finnst lífið svo skemmtilegt að hún tímir því varla að fara snemma að sofa. 9. september 2023 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Erfitt að setja „like“ á myndir af fólki í ræktinni klukkan sex B týpan Ásta Dís Óladóttir prófessor, stjórnarkona, formaður Jafnvægisvogar FKA og fleira, segist alveg eiga það til að hugleiða það í korter tuttugu mínútur á morgnana hvort nú sé tími til að fara á fætur, áður en hún síðan fer fram úr. 14. október 2023 10:01
Konan sér oft um hlátursköstin rétt fyrir svefninn Teitur H. Syen, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá Kynnisferðum, sem starfar undir vörumerkinu Icelandia, segir orkustuðullinn sinn bestan á morganana. Teitur fékk hláturskast í vinnunni um daginn, en segir konuna sína líka lunkna við að fá hann til að hlæja rétt fyrir svefninn. 7. október 2023 10:00
Forstjórinn sem endar stundum ein á dansgólfinu B týpan Brynja Baldursdóttir, forstjóri Greiðslumiðlunar Íslands, segir umferðateppuna úr Garðabæ alveg gefa frábærar gæðastundir á morgnana og þegar hún er spurð um tónlist og dans, segir hún það oftast frekar auðvelt að ná sér út á gólfið í sveiflu. 23. september 2023 10:00
„Í landinu er margt sem minnir á Ísland, ekki síst pólitíkin og umræðan í þjóðfélaginu“ Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi hjá fjölþjóðasveit Atlantshafsbandalagsins í Eistlandi, segist háma í sig fréttir eins og sykurfíkill sælgæti. Og svo margar séu þær fjölmiðlaáskriftirnar að hann eiginlega vilji ekki telja þær. 16. september 2023 10:00
Byrjar daginn á því að pissa í sig af hlátri og eldar í háum hælum Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir þerapisti og höfundur Lærðu að elska þig eldar helst aldrei öðruvísi en í háhæluðum skóm og finnst lífið svo skemmtilegt að hún tímir því varla að fara snemma að sofa. 9. september 2023 10:00