Rauð spjöld og dramatík á lokamínútunum í leikjum dagsins í enska boltanum Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2023 16:06 Hwang Hee-Chan lét reka mann af velli og lagði svo upp sigurmarkið fyrir Wolves Það var þéttur leikdagur í ensku úrvalsdeildinni í dag en fimm leikir fóru fram núna síðdegis. Newcastle gekk auðveldlega frá Palace, Wolves vann hádramatískan sigur gegn Bournemouth með marki á lokamínútunum, Chris Wood tryggði Forest sigur og Brentford unnu gegn tíu Burnley mönnum. Newcastle voru ekki lengi að opna markareiking sinn gegn Crystal Palace en Jacob Murphy kom boltanum í netið strax á 4. mínútu leiksins. Hann lagði svo upp annað mark leiksins á Anthony Gordon áður en Sean Longstaff bætti þriðja markinu við rétt fyrir hálfleiksflaut. Crystal Palace áttu mjög erfitt uppdráttar allan leikinn og komu ekki skoti á markið fyrr en langt var liðið á seinni hálfleikinn. Callum Wilson kórónaði svo sterkan sigur heimamanna með fjórða markinu á 66. mínútu. Dominic Solanke braut ísinn og tók forystuna fyrir Bournemouth gegn Wolves en Matheus Cunha jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks. Lewis Cook, leikmaður Bournemouth, fékk svo að líta á rautt spjald eftir átök við Hwang Hee-Chan. Þeir rifust eftir harkalega tæklingu þess fyrrnefnda, stungu saman höfðum og Cook ákvað á endanum að skalla Hwang hressilega í andlitið og var rekinn af velli á meðan Hwang fékk að líta gult fyrir sinn þátt í atvikinu. Hwang gaf svo góða fyrirgjöf á liðsfélaga sinn Kalajdzic sem skoraði sigurmarkið fyrir Wolves á 88. mínútu leiksins. Lokaniðurstaða 1-2 sigur Wolves. Bryan Mbuemo lagði fyrsta markið upp á Yoane Wissa áður en hann skoraði sjálfur í seinni hálfleik með glæsiskoti rétt fyrir utan teig og tvöfaldaði forystu Brentford gegn Burnley. Burnley fóru svo úr öskunni í eldinn þegar Connor Roberts fékk sitt seinna gula spjald og var rekinn af velli fyrir groddaralega tæklingu á Yoane Wissa. Manni fleiri tókst Brentford að setja þriðja markið, sem var engu síðra en skot Mbuemo. Boltinn hrökk til Saman Ghoddos sem dempaði hann niður með bringunni og klippti hann svo framhjá markverði Burnley. Chris Wood var á skotskónum í 2-1 sigri Nottingham Forest gegn Luton. Anthony Elanga lagði bæði mörkin upp fyrir framherjann, gestirnir minnkuðu svo muninn undir lokin með marki frá Chiedozie Ogbene en tókst ekki að sækja stigið. Úrslit dagsins úr ensku úrvalsdeildinni Liverpool - Everton 2-0 Man. City - Brighton 2-1 Newcastle - Crystal Palace 4-0 Bournemouth - Wolves 1-2 Brentford - Burnley 2-0 Nott. Forest - Luton 2-1 Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Man. City - Brighton | Rodri mætir aftur sem er frábært fyrir City Manchester City hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð en fær núna Rodri aftur úr leikbanni og meistararnir hafa ekki tapað í 35 síðustu leikjum sínum með hann í liðinu. 21. október 2023 13:31 Liverpool - Everton 2-0 | Salah skoraði tvö gegn tíu bláklæddum í nágrannaslag Liverpool tekur á móti nágrönnum sínum í Everton í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir landsleikjahlé og má búast við látum eins og vanalega þegar þau mætast. 21. október 2023 13:30 Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember Sjá meira
Newcastle voru ekki lengi að opna markareiking sinn gegn Crystal Palace en Jacob Murphy kom boltanum í netið strax á 4. mínútu leiksins. Hann lagði svo upp annað mark leiksins á Anthony Gordon áður en Sean Longstaff bætti þriðja markinu við rétt fyrir hálfleiksflaut. Crystal Palace áttu mjög erfitt uppdráttar allan leikinn og komu ekki skoti á markið fyrr en langt var liðið á seinni hálfleikinn. Callum Wilson kórónaði svo sterkan sigur heimamanna með fjórða markinu á 66. mínútu. Dominic Solanke braut ísinn og tók forystuna fyrir Bournemouth gegn Wolves en Matheus Cunha jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks. Lewis Cook, leikmaður Bournemouth, fékk svo að líta á rautt spjald eftir átök við Hwang Hee-Chan. Þeir rifust eftir harkalega tæklingu þess fyrrnefnda, stungu saman höfðum og Cook ákvað á endanum að skalla Hwang hressilega í andlitið og var rekinn af velli á meðan Hwang fékk að líta gult fyrir sinn þátt í atvikinu. Hwang gaf svo góða fyrirgjöf á liðsfélaga sinn Kalajdzic sem skoraði sigurmarkið fyrir Wolves á 88. mínútu leiksins. Lokaniðurstaða 1-2 sigur Wolves. Bryan Mbuemo lagði fyrsta markið upp á Yoane Wissa áður en hann skoraði sjálfur í seinni hálfleik með glæsiskoti rétt fyrir utan teig og tvöfaldaði forystu Brentford gegn Burnley. Burnley fóru svo úr öskunni í eldinn þegar Connor Roberts fékk sitt seinna gula spjald og var rekinn af velli fyrir groddaralega tæklingu á Yoane Wissa. Manni fleiri tókst Brentford að setja þriðja markið, sem var engu síðra en skot Mbuemo. Boltinn hrökk til Saman Ghoddos sem dempaði hann niður með bringunni og klippti hann svo framhjá markverði Burnley. Chris Wood var á skotskónum í 2-1 sigri Nottingham Forest gegn Luton. Anthony Elanga lagði bæði mörkin upp fyrir framherjann, gestirnir minnkuðu svo muninn undir lokin með marki frá Chiedozie Ogbene en tókst ekki að sækja stigið. Úrslit dagsins úr ensku úrvalsdeildinni Liverpool - Everton 2-0 Man. City - Brighton 2-1 Newcastle - Crystal Palace 4-0 Bournemouth - Wolves 1-2 Brentford - Burnley 2-0 Nott. Forest - Luton 2-1
Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Man. City - Brighton | Rodri mætir aftur sem er frábært fyrir City Manchester City hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð en fær núna Rodri aftur úr leikbanni og meistararnir hafa ekki tapað í 35 síðustu leikjum sínum með hann í liðinu. 21. október 2023 13:31 Liverpool - Everton 2-0 | Salah skoraði tvö gegn tíu bláklæddum í nágrannaslag Liverpool tekur á móti nágrönnum sínum í Everton í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir landsleikjahlé og má búast við látum eins og vanalega þegar þau mætast. 21. október 2023 13:30 Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember Sjá meira
Í beinni: Man. City - Brighton | Rodri mætir aftur sem er frábært fyrir City Manchester City hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð en fær núna Rodri aftur úr leikbanni og meistararnir hafa ekki tapað í 35 síðustu leikjum sínum með hann í liðinu. 21. október 2023 13:31
Liverpool - Everton 2-0 | Salah skoraði tvö gegn tíu bláklæddum í nágrannaslag Liverpool tekur á móti nágrönnum sínum í Everton í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir landsleikjahlé og má búast við látum eins og vanalega þegar þau mætast. 21. október 2023 13:30