Fótbolti

Arteta þögull sem gröfin um dómgæslu dagsins

Siggeir Ævarsson skrifar
Mikel Arteta var ekki sáttur við dómgæsluna í dag
Mikel Arteta var ekki sáttur við dómgæsluna í dag Vísir/Getty

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki á eitt sáttur við dómgæsluna í leik Arsenal og Chelsa í dag en heimamenn í Chelsea komust yfir með marki úr víti.

Cole Palmer skoraði úr vítaspyrnunni á 15. mínútu en Palmer fékk gult spjald í upphafi leiks sem hefði mögulega átt að vera rautt og öskraði svo á dómarann og heimtaði gult á Declan Rice, sem hefði átt að verðskulda gult spjald miðað við áherslur í dómgæslu í ensku deildinni í vetur.

Arteta var spurður út í dómgæsluna í viðtali eftir leik, bæði hvort honum hafi þótt vítaspyrnudómurinn vera réttur og hvort Palmer hefði átt að vera á vellinum til að taka spyrnuna.

„Ég hef þegar fengið áminningu fyrir að tjá þar sem mér liggur á hjarta um dómgæslu svo að ég kýs að tjá mig ekki en mér finnst þetta frekar augljóst.“

Blaðamaðurinn pressaði á Arteta að útskýra nánar hvað hann átti við en hann sagðist ekki geta tjáð sig.

Aðspurður um mikilvægi Declan Rice brosti Arteta eyrnanna á milli.

„Hann var frábær og átti virkilega góðan leik. Hann gefur liðinu mikið og breytir leiknum. Hann skoraði mikilvægt mark sem gaf okkur trú og meðbyr til að jafna leikinn.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×