Parið mætti saman á frumsýningu ítölsku bíómyndarinnar Diabolik Chi Sei?, þar sem Bellucci fer með eitt aðalhlutverka, á kvikmyndahátíðinni í Róm á dögunum.
Sextán ár eru frá fyrstu kynnum Burton og Bellucci en erlendir slúðurmiðlar herma að þau hafi farið að stinga saman nefjum eftir Lumiére Film Festival í Lyon í október. Samband þeirra hafi þó ekki verið opinberað fyrr en í sumar, þegar franskir miðlar greindu frá því.
Bæði eiga þau farsælan feril að baki en Burton hefur leikstýrt og framleitt tugi kvikmynda og sjónvarpsþátta, þar á meðal Edward Scissorhands, Beetlejuice og síðast Wednesday, sem nutu gríðarlegra vinsælda á streymisveitunni Netflix.
Þá er Bellucci einna þekktust fyrir leik sinn í kvikmyndunum The Matrix Revolutions, The Matrix Reloaded og Malena.
Saman vinna þau nú að kvikmyndinni Beetlejuice 2, sem Burton leikstýrir. Bellucci fer þar með hlutverk eiginkonu titilpersónunnar Beetlejuice.