Fótbolti

Stríðinu á Gaza mót­mælt á fót­bolta­völlum víða um Evrópu

Siggeir Ævarsson skrifar
Stuðningsmenn Osasuna grjótharðir
Stuðningsmenn Osasuna grjótharðir Twitter@UneJuventina

Stuðningsmenn Osasuna virtu að vettugi bann spænsku deildarinnar og mættu með palestínska fána á leik liðsins gegn Granada í gær. Shon Weissman, leikmaður Granada, er frá Ísrael og hefur látið ýmis ófögur orð falla á samfélagsmiðlum um fólk frá Palestínu.

Weismann ferðaðist ekki með liðinu til Osasuna þar sem óttast var um öryggi hans. Hann hefur nú eytt öllum vafasömum færslum á samfélagsmiðlum um átökin en framferði hans hefur þegar verið tilkynnt til yfirvalda sem hatursáróður. Hann hafði m.a. kallað eftir því að óbreyttir borgarar frá Palestínu væru skotnir á færi.

Palestínski fáninn hefur einnig verið bannaður á leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni en það stoppaði þó ekki stuðningsmenn Liverpool í að mótmæla í dag og þá sást fáninn einnig á völlum í Skotlandi og Írlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×