Enski boltinn

Stuðningsmenn Manchester United minnast Sir Bobby Charlton

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mynd af United Trinity styttunni fyrir utan Old Trafford í morgun. Sir Bobby Charlton hægra megin með trefil sér um háls, Denis Law er fyrir miðju og George Best vinstra megin.
Mynd af United Trinity styttunni fyrir utan Old Trafford í morgun. Sir Bobby Charlton hægra megin með trefil sér um háls, Denis Law er fyrir miðju og George Best vinstra megin. SkySports

Stuðningsmenn og aðdáendur Manchester United þyrpast að Old Trafford, heimavelli liðsins, til að votta Sir Bobby Charlton virðingu sína, eftir að knattspyrnugoðsögnin lést í gær. 

Charlton lék fyrir félagið í sautján ár, frá 1956 til 1973, og skoraði 249 mörk fyrir félagið í 758 leikjum. Hann var hluti af Manchester liðinu sem vann tvöfalt árið 1957, ári síðar lést svo stór hluti liðsins í flugslysi. Charlton lifði af og átti eftir að eiga stóran þátt í að byggja félagið upp á nýjan leik. 

Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, bar blómakrans að velli fyrir leik liðsins í gærkvöldi, til minningar um Sir Bobby. 

Bobby Charlton varð heimsmeistari með enska landsliðinu árið 1966, hann var valinn besti leikmaður mótsins og í lok árs hneppti hann gullboltann eftirsótta, Ballon d'Or. 

Knattspyrnuáhugamenn um allan heim votta honum virðingu sína, en meðal stuðningsmanna Manchester United og enska landsliðsins er hann í dýrlingatölu. 

Eins og sjá má á þessum myndum þar sem raðir hafa myndast fyrir utan leikvanginn til að votta honum virðingu og merkja nafn sitt við minningargrein hans. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×