Ráðist á átta ára dreng á Selfossi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. október 2023 14:21 Málið er komið á borð lögreglu. Vísir Ráðist var á átta ára dreng við róluvöll á Selfossi í gær. Málið er komið á borð lögreglu. Faðir drengsins greinir frá því í íbúahóp Selfyssinga á Facebook að ráðist hafi verið á son hans rétt fyrir utan Gráhellu klukkan 19.50 í gær. Árásarmennirnir hafi verið fjórir hávaxnir unglingar, einn í rauðri peysu, annar í svartri og tveir í grárri. Hann biður vitni vinsamlegast að stíga fram. Varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé komið á borð lögreglu og sé í rannsókn. Elí Kristberg Hilmarsson, faðir drengsins, segir í samtali við Vísi að sonur hans hafi komið heim í miklu uppnámi. Hann telur að árásarmennirnir hafi verið fimmtán eða sextán ára. „Hann var bara að labba heim frá vini sínum og gengur fram hjá róló sem er hérna nálægt okkur. Þá sér hann fjóra unglinga á vappinu í kringum rólóinn, það er náttúrulega orðið dimmt á þessum tíma. Þetta er rétt fyrir átta og hann er á leiðinni heim. Þá bendir einn þeirra á hann og þeir segja eitthvað á pólsku sem hann náttúrulega skilur ekki.“ „Svo æða þeir á móti honum og hann frýs, einn rífur í hettuna á honum, annar tekur í hann og hrindir honum og svo byrja þeir að sparka ítrekað í hann: bakið á honum, löppina, síðuna og annað. Hann er alveg með áverka eftir þetta. Eins og hann sagði sjálfur: „Ég var bara að labba og bjóst ekkert við því að þeir myndu koma og ráðast á mig,“ enda bara að labba heim til sín.“ Elí segist hafa fengið ábendingar fá íbúum á Selfossi en hafi enn ekki fundið árásarmennina. Hann fór sjálfur á vettvang í gærkvöldi en þá voru unglingarnir á bak og burt. Eins og fyrr segir er málið komið á borð lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð. Árborg Lögreglumál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Faðir drengsins greinir frá því í íbúahóp Selfyssinga á Facebook að ráðist hafi verið á son hans rétt fyrir utan Gráhellu klukkan 19.50 í gær. Árásarmennirnir hafi verið fjórir hávaxnir unglingar, einn í rauðri peysu, annar í svartri og tveir í grárri. Hann biður vitni vinsamlegast að stíga fram. Varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé komið á borð lögreglu og sé í rannsókn. Elí Kristberg Hilmarsson, faðir drengsins, segir í samtali við Vísi að sonur hans hafi komið heim í miklu uppnámi. Hann telur að árásarmennirnir hafi verið fimmtán eða sextán ára. „Hann var bara að labba heim frá vini sínum og gengur fram hjá róló sem er hérna nálægt okkur. Þá sér hann fjóra unglinga á vappinu í kringum rólóinn, það er náttúrulega orðið dimmt á þessum tíma. Þetta er rétt fyrir átta og hann er á leiðinni heim. Þá bendir einn þeirra á hann og þeir segja eitthvað á pólsku sem hann náttúrulega skilur ekki.“ „Svo æða þeir á móti honum og hann frýs, einn rífur í hettuna á honum, annar tekur í hann og hrindir honum og svo byrja þeir að sparka ítrekað í hann: bakið á honum, löppina, síðuna og annað. Hann er alveg með áverka eftir þetta. Eins og hann sagði sjálfur: „Ég var bara að labba og bjóst ekkert við því að þeir myndu koma og ráðast á mig,“ enda bara að labba heim til sín.“ Elí segist hafa fengið ábendingar fá íbúum á Selfossi en hafi enn ekki fundið árásarmennina. Hann fór sjálfur á vettvang í gærkvöldi en þá voru unglingarnir á bak og burt. Eins og fyrr segir er málið komið á borð lögreglu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Árborg Lögreglumál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira