Innlent

Gengu fylktu liði frá utan­ríkis­ráðu­neytinu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Nokkur fjöldi tók þátt í göngunni en á Austurvelli hófst samstöðufundur klukkan 15.15.
Nokkur fjöldi tók þátt í göngunni en á Austurvelli hófst samstöðufundur klukkan 15.15. Vísir/Bjarki

Nokkur fjöldi gekk fylktu liði frá utanríkisráðuneytinu á Rauðarárstíg niður á Austurvöll til stuðnings Palestínu í dag. Klukkan 15.15. hófst samstöðufundur.

Bjarki Sigurðsson, fréttamaður okkar, var á vettvangi í dag og segir töluverðan fjölda hafa verið mættan á Austurvöll þegar fundurinn hófst. Ræður flytja Drífa Snædal talskona Stígamóta og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingkona.

Eins og sjá má á myndinni var töluverður fjöldi mættur á Austurvöll þegar fundurinn hófst.Vísir/Ívar
Fáni Palestínu var áberandi.Vísir/Hjalti
„Frjáls, frjáls Palestína,“ kölluðu þeir sem mættir voru.Vísir/Bjarki




Fleiri fréttir

Sjá meira


×