Við sýnum frá helstu vendingum á Gasa í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. Þá hittum við mótmælendur sem fjölmenntu á samstöðufund með Palestínumönum á Austurvelli í dag. Krafan var skýr: Frjáls Palestína.
Við sýnum einnig frá björgun göngumanns á Skarðsheiði í nótt og ræðum svo við höfund nýútkominnar bókar um njósnara nasista á Íslandi á valdatíma Hitlers. Höfundurinn ályktar að þýskur flugkennari sem kom til Íslands að kenna Íslendingum svifflug í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar hafi verið myrtur í Reykjavík af útsendara nasista.
Þá verðum við í beinni útsendingu frá óperudögum og sýnum frá svokölluðu Sálumessu-singalong í Hallrímskirkju - og kíkjum á nýtt barnaleikrit í Aratungu.