Fékk höfuðhögg fyrir sex árum: „Enn þá dagar þar sem að ég á erfitt með að fara upp úr rúminu“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. október 2023 08:00 Valgerður Laufey Guðmundsdóttir fékk höfuðhögg á fótboltaæfingu fyrir rúmum sex árum. Hún segir afleiðingar höggsins hafa verið miklar. Vísir/Einar Rúmum sex árum eftir að hafa fengið höfuðhögg á fótboltaæfingu glímir Valgerður Laufey Guðmundsdóttir enn við afleiðingarnar. Reglulega koma dagar þar sem hún á erfitt með að fara upp úr rúminu vegna höfuðverkja. Valgerður á tvo eldri bræður sem æfðu fótbolta, handbolta og körfubolta á sínum yngri árum. Hún segir íþróttaáhuga bræða sinna hafa haft töluverð áhrif á hana og orðið til þess að hún fór að æfa fótbolta. „Þegar ég var níu ára þá fór ég að æfa og það var ekkert aftur snúið. Vinkonur mínar í hverfinu og vinir voru að æfa það var ótrúlega skemmtilegt.“ Valgerður æfði með ÍR til að byrja með en fór síðar að æfa með Breiðabliki. Hún var strax með það markmið að ná langt. „Maður stefndi alltaf að því að verða atvinnumaður þó það sé ekkert mjög líklegt að það gerist.“ Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Vorið 2017 þegar hún var sextán ára var hún á góðum stað. Hafði æft mikið og lagt sig alla fram við að reyna að bæta sig. „Þetta var svona aldurinn sem maður var nýbyrjaður að æfa með Augnabliki sem er svona venslalið hjá Breiðablik. Svona ungir og efnilegir leikmenn að fá kannski fyrstu skrefin sín í meistaraflokki. Maður var að byrjaður að æfa með þeim og spila eitthvað svona smá á undirbúningstímabilinu. Þannig að maður stefndi alveg hátt. Hafði miklar væntingar og bara ætlaði að ná langt.“ Fékk boltann í gagnaugað Sumarið lagðist vel í hana og hún var sannfærð um að það myndi ganga vel. Það var því mikið áfall þegar hún meiddist á æfingu. „Ég var á æfingu og ég hleyp inn í og það kemur fyrirgjöf frá hægri og ég fæ hann í gagnaugað boltann sem sagt mjög fast og ég man eiginlega ekkert eftir það. Ég man bara eftir því að mamma sótti mig og ég var komin heim upp í sófa. “ Vinkonur hennar segja hana hafa verið mjög ólíka sér eftir að hún fékk höggið. „Það var ein sem sagði að ég hafi verið ráfandi um á æfingunni og bara verið ótrúlega reið einhvern veginn og labbað fyrir út um allt og verið hringsóla um.“ Valgerður æfði með Breiðabliki þegar hún fékk höfuðhöggið fyrir um sex árum. Erfitt þegar veikindi sjást ekki utan á fólki Á þessum tíma hafi vitneskjan um afleiðingar höfuðhögga í íþróttum verið minni en nú og hún því ekki farið til læknis fyrr en daginn eftir. Þá hitti hún heimilislækninn sinn. „Þá segir hann að ég hafi fengið heilahristing og í framhaldinu þá fæ ég mjög góða hjálp á heilsugæslunni minni. Það er einn læknir sem tekur bara við mér og hjálpar mér að fara með þetta í ferli og fá aðstoð.“ Við tóku reglulegar skoðanir hjá læknum og sjúkraþjálfun. „Svo var maður einhvern veginn alltaf svona þetta er allt í lagi. Það er allt í lagi með mig en fattaði ekki hvað litlu einkennin voru að spila inn í eftir þetta. Maður var alltaf geðveikt jákvæður og já það er allt í góðu með mig og ég get alveg spilað í sumar en svo kom alltaf bakslag.“ Valgerður hafði æft stíft áður en hún fékk höfuðhöggið og hafði háleit markmið fyrir keppnistímabilið. Hún segir segir ekki alla hafa áttað sig á hversu veik hún var þar sem veikindin sáust ekki utan á henni. „Þetta hafði mjög mikil andleg áhrif og ég held að það sé bara þannig að þá spilar þetta oft inn í hormónakerfið hjá konum. Líkamleg einkennin voru líka mjög mikil. Ég var endalaust með hausverk og bara svona þungan mikinn. Bara ótrúlega ljósfælin og ef ég var úti þá var erfitt fyrir mig að vera í birtu. Erfitt að horfa til hliðar. Ótrúlega viðkvæm fyrir hljóðum og hávaða. Þó það væru bara lítil hljóð eða fólk bara að tala og svo var mjög mikill dagamunur samt. Stundum var ég allt í lagi og síðan tók við einhver vika sem ég var hræðileg.“ Hún saknaði félagsskaparins úr fótboltanum og reyndi hvað hún gat að komast aftur á æfingar en þurfti jafnan að borga fyrir hverja æfingu með því að komast varla fram úr rúminu í nokkra daga á eftir. Valgerður reynir enn þá að æfa fótbolta þar sem félagsskapurinn þar gefur henni mikið. Hún spilar í dag með Smáranum í 2. deild.Vísir/Einar „Ég var bara ekkert að sofa“ Tveimur árum eftir höfuðhöggið þá fann hún enn mikið fyrir afleiðingum höggsins og átti erfitt með svefn. „Þá fæ ég einhver svona lyf til að hjálpa mér að sofa af því ég var bara ekkert að sofa. Ég náði ekki að sofa á næturnar og svo kannski kom ég heim úr skólanum og það var erfiður dagur. Svaf kannski í tvo tíma og svo var ég kannski vakandi alla nóttina eða var endalaust að vakna yfir nóttina.“ Þrátt fyrir að vera orðin betri í dag segir hún höfuðhöggið enn hafa áhrif á líf sitt. „Það eru enn þá dagar þar sem að ég á erfitt með að fara upp úr rúminu út af höfuðverkjum og þetta hefur áhrif á mig í skólanum. Bara áhrif á hvernig einkunnir ég er að fá af því að dagsformið er bara mismunandi.“ Þá þurfi þurfi hún að passa vel upp á svefninn til að henni líði vel. „Núna er svefnþörf mín mjög mikil og ef ég sef ekki í átta níu tíma þá er ég bara óróleg og líður mjög illa.“ Valgerður gerir sér grein fyrir að draumurinn um að verða atvinnumaður verður líklega ekki að veruleika úr þessu en þrátt fyrir það reynir hún að halda áfram að æfa fótbolta. „Maður reynir alltaf og ég er núna í hóp hjá Smára kvenna í annarri deild en maður er alltaf með á æfingum og reynir sitt besta og svo kemur dagur þar ég er að drepast í hausnum og þá fæ ég frí og þjálfaranum finnst það ekkert mál. Ég myndi aldrei verða sami fótboltamaður og ég hefði geta orðið ef þetta hefði ekki gerst.“ Fjallað var sérstaklega um meiðsli barna í íþróttum í öðrum þætti af Hliðarlínunni. Nýr þáttur af Hliðarlínunni verður sýndur á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í kvöld. Hliðarlínan Íþróttir barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. 20. október 2023 12:16 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 „Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys“ Tannlæknar sjá slys í hverri viku á tönnum barna út frá íþróttaiðkun. Stundum getur skaðinn orðið varanlegur og haft töluverðan kostnað í för með sér. 10. október 2023 23:00 „Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Valgerður á tvo eldri bræður sem æfðu fótbolta, handbolta og körfubolta á sínum yngri árum. Hún segir íþróttaáhuga bræða sinna hafa haft töluverð áhrif á hana og orðið til þess að hún fór að æfa fótbolta. „Þegar ég var níu ára þá fór ég að æfa og það var ekkert aftur snúið. Vinkonur mínar í hverfinu og vinir voru að æfa það var ótrúlega skemmtilegt.“ Valgerður æfði með ÍR til að byrja með en fór síðar að æfa með Breiðabliki. Hún var strax með það markmið að ná langt. „Maður stefndi alltaf að því að verða atvinnumaður þó það sé ekkert mjög líklegt að það gerist.“ Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+ en hann er sýndur bæði á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Vorið 2017 þegar hún var sextán ára var hún á góðum stað. Hafði æft mikið og lagt sig alla fram við að reyna að bæta sig. „Þetta var svona aldurinn sem maður var nýbyrjaður að æfa með Augnabliki sem er svona venslalið hjá Breiðablik. Svona ungir og efnilegir leikmenn að fá kannski fyrstu skrefin sín í meistaraflokki. Maður var að byrjaður að æfa með þeim og spila eitthvað svona smá á undirbúningstímabilinu. Þannig að maður stefndi alveg hátt. Hafði miklar væntingar og bara ætlaði að ná langt.“ Fékk boltann í gagnaugað Sumarið lagðist vel í hana og hún var sannfærð um að það myndi ganga vel. Það var því mikið áfall þegar hún meiddist á æfingu. „Ég var á æfingu og ég hleyp inn í og það kemur fyrirgjöf frá hægri og ég fæ hann í gagnaugað boltann sem sagt mjög fast og ég man eiginlega ekkert eftir það. Ég man bara eftir því að mamma sótti mig og ég var komin heim upp í sófa. “ Vinkonur hennar segja hana hafa verið mjög ólíka sér eftir að hún fékk höggið. „Það var ein sem sagði að ég hafi verið ráfandi um á æfingunni og bara verið ótrúlega reið einhvern veginn og labbað fyrir út um allt og verið hringsóla um.“ Valgerður æfði með Breiðabliki þegar hún fékk höfuðhöggið fyrir um sex árum. Erfitt þegar veikindi sjást ekki utan á fólki Á þessum tíma hafi vitneskjan um afleiðingar höfuðhögga í íþróttum verið minni en nú og hún því ekki farið til læknis fyrr en daginn eftir. Þá hitti hún heimilislækninn sinn. „Þá segir hann að ég hafi fengið heilahristing og í framhaldinu þá fæ ég mjög góða hjálp á heilsugæslunni minni. Það er einn læknir sem tekur bara við mér og hjálpar mér að fara með þetta í ferli og fá aðstoð.“ Við tóku reglulegar skoðanir hjá læknum og sjúkraþjálfun. „Svo var maður einhvern veginn alltaf svona þetta er allt í lagi. Það er allt í lagi með mig en fattaði ekki hvað litlu einkennin voru að spila inn í eftir þetta. Maður var alltaf geðveikt jákvæður og já það er allt í góðu með mig og ég get alveg spilað í sumar en svo kom alltaf bakslag.“ Valgerður hafði æft stíft áður en hún fékk höfuðhöggið og hafði háleit markmið fyrir keppnistímabilið. Hún segir segir ekki alla hafa áttað sig á hversu veik hún var þar sem veikindin sáust ekki utan á henni. „Þetta hafði mjög mikil andleg áhrif og ég held að það sé bara þannig að þá spilar þetta oft inn í hormónakerfið hjá konum. Líkamleg einkennin voru líka mjög mikil. Ég var endalaust með hausverk og bara svona þungan mikinn. Bara ótrúlega ljósfælin og ef ég var úti þá var erfitt fyrir mig að vera í birtu. Erfitt að horfa til hliðar. Ótrúlega viðkvæm fyrir hljóðum og hávaða. Þó það væru bara lítil hljóð eða fólk bara að tala og svo var mjög mikill dagamunur samt. Stundum var ég allt í lagi og síðan tók við einhver vika sem ég var hræðileg.“ Hún saknaði félagsskaparins úr fótboltanum og reyndi hvað hún gat að komast aftur á æfingar en þurfti jafnan að borga fyrir hverja æfingu með því að komast varla fram úr rúminu í nokkra daga á eftir. Valgerður reynir enn þá að æfa fótbolta þar sem félagsskapurinn þar gefur henni mikið. Hún spilar í dag með Smáranum í 2. deild.Vísir/Einar „Ég var bara ekkert að sofa“ Tveimur árum eftir höfuðhöggið þá fann hún enn mikið fyrir afleiðingum höggsins og átti erfitt með svefn. „Þá fæ ég einhver svona lyf til að hjálpa mér að sofa af því ég var bara ekkert að sofa. Ég náði ekki að sofa á næturnar og svo kannski kom ég heim úr skólanum og það var erfiður dagur. Svaf kannski í tvo tíma og svo var ég kannski vakandi alla nóttina eða var endalaust að vakna yfir nóttina.“ Þrátt fyrir að vera orðin betri í dag segir hún höfuðhöggið enn hafa áhrif á líf sitt. „Það eru enn þá dagar þar sem að ég á erfitt með að fara upp úr rúminu út af höfuðverkjum og þetta hefur áhrif á mig í skólanum. Bara áhrif á hvernig einkunnir ég er að fá af því að dagsformið er bara mismunandi.“ Þá þurfi þurfi hún að passa vel upp á svefninn til að henni líði vel. „Núna er svefnþörf mín mjög mikil og ef ég sef ekki í átta níu tíma þá er ég bara óróleg og líður mjög illa.“ Valgerður gerir sér grein fyrir að draumurinn um að verða atvinnumaður verður líklega ekki að veruleika úr þessu en þrátt fyrir það reynir hún að halda áfram að æfa fótbolta. „Maður reynir alltaf og ég er núna í hóp hjá Smára kvenna í annarri deild en maður er alltaf með á æfingum og reynir sitt besta og svo kemur dagur þar ég er að drepast í hausnum og þá fæ ég frí og þjálfaranum finnst það ekkert mál. Ég myndi aldrei verða sami fótboltamaður og ég hefði geta orðið ef þetta hefði ekki gerst.“ Fjallað var sérstaklega um meiðsli barna í íþróttum í öðrum þætti af Hliðarlínunni. Nýr þáttur af Hliðarlínunni verður sýndur á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í kvöld.
Hliðarlínan Íþróttir barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. 20. október 2023 12:16 „Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00 „Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys“ Tannlæknar sjá slys í hverri viku á tönnum barna út frá íþróttaiðkun. Stundum getur skaðinn orðið varanlegur og haft töluverðan kostnað í för með sér. 10. október 2023 23:00 „Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
„Við getum ekki neitað börnum um að kaupa lyf“ Formaður Lyfjafræðingafélagsins kallar eftir því að reglur um lyfjakaup verði skýrðar þar sem lyfjafræðingar geti í raun ekki neitað börnum um að kaupa lyf eins og reglurnar eru núna. 20. október 2023 12:16
„Ég brýt á mér átta fingur af tíu“ Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 17. október 2023 08:00
„Örugglega í hverri viku sem að við sjáum íþróttaslys“ Tannlæknar sjá slys í hverri viku á tönnum barna út frá íþróttaiðkun. Stundum getur skaðinn orðið varanlegur og haft töluverðan kostnað í för með sér. 10. október 2023 23:00
„Það þurfti að halda á mér út af vellinum“ Um sjötíu krossbandaaðgerðir voru gerðar á börnum og ungmennum hér á landi á síðasta ári. Bæklunarlæknir segir óhugnanlegt hversu algengt það sé að börn slasist við íþróttaiðkun. 10. október 2023 08:01
Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00