„Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. október 2023 07:30 Björg Ingadóttir í Spaksmannsspjörum er einn þekktasti fatahönnuður landsins. Hún segir stafræna fatahönnun bjóða upp á mikla möguleika fyrir íslenska fatahönnuði, allt gamalt sé úrelt, viðskiptamódelið sem fylgi gömlum aðferðum virki ekki lengur og kröfur um sjálfbærni, rekjanleika og gagnsæi verði brátt algjört skilyrði allrar framleiðslu. Vísir/Einar Árnason „Mér fannst ég vera algjörlega besti starfsmaður í heimi. Það gekk svo vel. En einn daginn bankaði stjórnarformaðurinn upp á heima hjá mér og ég var rekin,“ segir Björg Ingadóttir og skellihlær. Eða Björg í Spaksmannsspjörum því það er nánast eins og nafnið Spaksmannsspjarir séu áfast við nafn Bjargar. Eins og einhvers konar millinafn. Því hver hefur ekki heyrt um Björgu í Spaksmannsspjörum? Jú eflaust allir, sem yfir höfuð hafa eitthvað fylgst með tísku og hönnun síðustu áratugina. Nú stendur þessi flotta kona á sextugu. „Mér finnst reyndar alltaf jafn tjúllað að gera,“ segir Björg og hlær. „En ég efast um að nokkur maður myndi nenna þessari vitleysu í dag,“ segir hún og brosir í kampinn, þegar við rifjum upp starfsferilinn og framann. Sem einfaldlega hófst á Akureyri þegar Björg var 12 ára. Verslanir og gamlar aðferðir að úreldast Það hefur ótrúlega margt breyst frá því að Björg fór fyrst að hanna föt. Því sjálf segir hún að allar gamlar aðferðir séu í raun úreltar, þó að aðferðafærðin sé ekki úreld. Að byrja á að teikna upp hönnunina og síðan að gera snið. Senda sniðin til útlanda. Fá prufur sendar heim. Laga þær og senda aftur út. Fá aftur heim og svo framvegis. Þar til flíkin er tilbúin í framleiðslu. „Lengi vel gat maður gert miklu meira hérna heima. Það voru litlar saumastofur hér og þar og margskonar hrávara, en þeim fór smátt og smátt fækkandi, hurfu nánast á endanum og þá var ekkert val um annað en að láta framleiða erlendis ,“ útskýrir Björg. Allt hefur þó breyst. Í stað sníðaborðs og fullt af sniðumteikningum á pappír situr Björg við tölvu. „Þar hannar maður flíkina og gerið sniðin, saumar, mátar og lagar sem sagt allt ferlið allt til. Stutt er í að fólk geta mátað á sjálfan sig í vefverslunum, þannig að verslanir í núverandi mynd þurfa að vera verulega spennandi til að geta keppt við slíkar netverslanir.” Þessa dagana er Björg að gera kennsluefni fyrir stafræna fatahönnun við Háskólann á Bifröst, eða græna fatahönnun eins og hún kallast í dag. „Stafræn fatahönnun er umhverfisvæn og verða öll föt hönnuð með stafrænum aðferðum mjög fljótlega. Með stafrænum hönnunaraðferðum sér maður fyrir sér hvernig nýsköpun og ýmislegt henni tengdri mun loks ná að fara að sporna við þessari gífurlegu fatasóun sem er í heiminum í dag sem er svo mengandi. Ég sé fyrir mér að á endanum verði flíkur aðeins framleiddar eftir að þær eru seldar. Sem þýðir að framleiðslan verður ekkert í líkingu við þá offramleiðslu sem er í dag.“ En hvenær byrjaðir þú að hanna? „Ætli ég hafi ekki verið svona 11-12 ára,“ svarar Björg og brosir. „Mér fannst mamma kaupa frekar ljót föt þannig að ég þurfti að bjarga mér. Ég fór að verkstýra alls kyns tilraunum hjá okkur vinkonunum í allskonar framleiðslu. Allt frá því að búa til hvíta serki úr lökum sem mæður okkar voru sem alls ekki hrifnir af, eða sólderi úr vinnubóka pokaplasti. Margar tilraunirnar voru auðvitað skelfilegar en ljóst að það vantaði ekkert upp á áhugan og sköpunarþörfin var mikil,“ segir Björg og hlær. Lyktar-sinfónían fyrir Norðan Björg er fædd og uppalin á Akureyri þar sem hún bjó til sautján ára aldurs, ein sex systkina. Akureyri er í minni minningu sannkölluð lyktar-sinfónía því á þessum árum var Akureyri iðnaðarbær. Að hjóla í gegnum bæinn þýddi að maður fann lyktina af líminu í Iðunni, af sýrunni í gilinu frá Samlaginu, lyktina af bræddum sykri í Flóru, súkkulaðikeiminn frá Lindu sælgæti, ullarlyktin frá Gefjun af skinna lyktina af sútuninni, lykt af brenndum viður frá húsgagnaframleiðslufyrirtækjunum og lyktina af kaffinu sem var verið að mala í Braga. Fyrsta starfsmanninn réði Björg þegar hún var 12 ára. „Þá réði ég Ingibjörgu í Munkaþverárstræti til að sauma fyrir mig. Síðan seldi ég Vikuna til að geta borgað henni,“ segir Björg og hlær. Björg var dugleg að þræða fyrirtækin og fékk oft að nýta gallað efni og flíkur sem átti að henda. Og hafði gaman af því að hanna eitthvað úr þeim. „En mér fannst Ingibjörg svolítið dýr og til að draga úr rekstrarkostnaðinum spurði ég hana hvort hún gæti ekki ráðið mig í vinnu. Sem hún gerði og kenndi mér líka margt. Auðvitað var ég suma daga bara í verkum eins og að vökva blómin og svona, en aðra daga var ég að þræða og strauja og lærði helling.“ Björg réði fyrsta starfsmanninn sinn þegar hún var 12 ára og seldi þá Vikuna til að geta greitt launin. Á Akureyri þræddi hún fyrirtækin til að fá gallað efni eða flíkur sem átti að henda og hannaði úr þeim. Eftir nám í Danmörku stofnaði hún fyrst fyrirtæki þar en Spakmannsspjarir var stofnað fyrir þrjátíu árum.Vísir/Einar Árnason „Þú ert svo klár og getur þetta allt“ Björg segist svo heppin að hafa byrjað að vinna hjá Gerði í Flónni fljótlega eftir að hún flutti til Reykjavíkur. Þar fór hún í Iðnskólann því það var ekkert fata hönnunarnám í boði þá. „Það var frábært pepp að vinna hjá Gerði, henni fannst allt svo magnað sem ég var að gera! Enda lét hún mann gera alls konar. Sendi mig kannski á saumastofur til að stjórna einhverri framleiðslu. Þar sem allir vissu meira en ég en Gerður sagði „þú ert svo klár og getur þetta allt.”“ Draumurinn var að fara erlendis í fatahönnunarnám. „En það voru engin námslán og þess vegna sá maður ekki hvernig maður ætti að geta gert þetta. Ég fór oft og mörgum sinnum til Alberts Guðmundssonar sem þá var ráðherra til að ræða við hann um að það þyrfti að gera fatahönnunarnám .“ Björg lét þó peningaleysið ekki stoppa sig heldur fór út til Danmerkur. „Ég fór út með Eimskip og tók með mér þrjá kassa og hjól sem ég hafði keypt hjá lögreglunni og málað rosalega smart. Því það var auðvitað alltaf lúkkið sem skipti máli,“ segir Björg og skellihlær. „Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í og átti enga peninga. Kærastinn kom heldur seinna og fljótlega kom í ljós að ég var orðin ólétt, sem var auðvitað ekki planað. Ég byrjaði á því að vera í eitt ár á myndlistar námskeiði.” Björg á fjögur börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, Sigurjóni Arthuri Friðjónssyni. Börnin eru: Margrét Rós fædd árið 1985, Friðjón Ingi fæddur 1992, Sigurjón Kári fæddur 1993 og Jón Jökull sem fæddist árið 2003. „Ég var því komin með eitt barn þegar að ég byrjaði í fatahönnunni og var eina í mínum bekk með barn. Þetta var fáránlega dýrt og þegar að námslánin loksins byrjuðu, var kerfið þannig að skólagjöldin voru ekki innifalin. Í skólanum sem ég var í þurfti maður að borga skólagjöld mánaðarlega.“ Björg náði þó að bjarga gjöldunum. „Ég vann að tjúlluðu verkefni í skólanum sem var heilt dress: Kápa og allt í stíl, höfuðfat og skór og allt. Kápan var samt aðalflíkin og ég gerði hana margoft. Var alltaf að byrja upp á nýtt og breyta. Loks benti kennarinn mér á að ég væri í rauninni búin að breyta svo oft að ég væri búin að framkvæma allar aðferðir sem hún ætlaði að kenna mér í náminu í og þó bara að búa til eina flík,“ segir Björg og bætir við: „Þetta var auðvitað frekar fyndið en kápan gafst mjög vel því skólastjórinn endaði með að kaupa hana. Það var í nóvember og nam greiðslan skólagjöldunum fram að vori eða 140.000 á þeim tíma .“ Björg segir að auðvitað hafi kaupin fyrst og fremst verið styrkur. En svona gekk þetta fyrir sig á þessum tíma. „Maður vann fram á nótt og allar helgar. Ég fékk íslenska stelpu í blokkinni til að vera dagmamma á meðan ég var í skólanum.” Björg útskrifast árið 1984 og fer strax út í fyrirtækjarekstur. „Við vorum tvær saman í fyrstu en síðan var ég ein. Og það var brjálað að gera. Við framleiddum allt sjálfar vorum að selja föt í 12-14 búðum og í fjórum til fimm löndum,“ segir Björg og bætir við: Ég man að eitt sinn var ég að selja pils í nokkrar verslanir og þar sem ég sat og saumaði, bunuðust út pantanirnar úr faxtækinu. Þetta var augnablikið þar sem ég fattaði: Ef það verður eitthvað svona vinsælt, þá er maður bara fastur í að framleiða í staðinn fyrir að hanna. Ég átti ekki bíl þannig að maður var að ferðast með lest að sækja efni, bera það í svörtum ruslapoka til að fara með það heim að sauma fram á nótt.“ Keypti sjálf lager af fatalínunni sinni Þegar Sigurjóni bauðst góð vinna á Íslandi flutti kærustuparið heim. „Ég fékk líka boð um vinnu og maðurinn minn samdi fyrir mig. Þetta leit mjög vel út og mér fannst þetta spennandi.“ Við tók að Björg varð verslunarstjóri í Punktinum á Laugaveginum sem var í eigu saumastofu á Höfða. Eigendurnir vildu koma að íslenskri hönnun og fengu Björg og Valgerði Torfadóttur textíl hönnuð til að hanna sínar eigin línur. Viðtökurnar voru frábærar og vörurnar hreinlega rokseldust. „Ég var öflug í markaðssetningu, gerði samning við starfsfólkið á Gauk og Stöng sem var aðalstaðurinn þá, var í viðtölum í útvarpinu, bjó til auglýsingar, málaði búðina og innréttaði og fannst allt ganga rosa vel.” Það breytti því þó ekki að einn daginn mætti stjórnarformaðurinn heim og rak hana. „Samningurinn minn var nefnilega þannig að ég var á prósentum og satt best að segja var ég orðin frekar dýr því það seldist svo vel. Þannig að ég held að þeim hafi bara fundist ég vera óþarfi. Það var síðan eiginkona eins í stjórninni ráðin sem verslunarstjóri í staðinn fyrir mig.“ En viðskiptavinirnir voru Björgu trygglindir. „Það fór smám saman allt í vitleysu og á endanum þurfti að blása til allsherjar útsölu á öllum vörum því verslunin var að loka. Ég fór þá og keypti alla fatalínuna mína upp og borgaði hana með Vísa kortinu. Þannig tókst mér í raun að eignast fyrsta lagerinn minn,“ segir Björg og hlær. Í dag situr Björg við tölvu þegar hún hannar og hún segir stutt í að fólk geti farið að máta á sig föt í vefverslunum. Þá verði erfitt fyrir verslanir í núverandi mynd að keppa við slíkar netverslanir. Björg segist telja að þau fyrirtæki sem ekki búi sig undir breytingar núna, geti allt eins skellt í lás strax. Svo miklar breytingar séu framundan.Vísir/Einar Árnason Spaksmannsspjarir fæðast Svo heppilega vildi til að fljótlega hringir Eva Vilhelms fatahönnuður í Björgu og stingur upp á að þær geri eitthvað saman. Stuttu síðar bætist Valgerður Torfadóttir við. Úr varð að árið 1993 eru Spaksmannsspjarir stofnað. „Þetta var auðvitað töff. Ég vann lengi samhliða á næturvöktum á Skálatúni og síðan saumaði maður á daginn. Nokkrum mánuðum eftir að við opnuðum fæddist líka þriðja barnið.” Fyrsta verslunin var lítil búð á Skólavörðustíg og skiptu eigendurnir með sér vikum. Unnu í viku og saumuðu og framleiddu sína línu þess á milli. Maður var bara með ávísanaheftið og gúmmaði tékka 30 daga fram í tímann fyrir efnum. Krossaði síðan fingur og tær í von um að fötin myndu seljast áður en maður kæmist í vanda með gúmmítékkana.“ Svo mikið var að gera að þegar börnin voru orðin þrjú, að Björg ákvað að raka af sér hárið. „Ég var að ég held bara rosalega dugleg og kraftmikil kona. Þetta voru allt aðrir tímar en nú. Og ég man að mér reiknaðist einfaldlega til að ég hefði ekki tíma til að standa í hárblæstri reglulega. Með þrjú börn, rekstur og að hanna og sauma föt. Þegar maður hugsar til baka er eins og maður hafi einfaldlega verið á einhverjum sterum!“ Björg er sannfærð um að ungt fólk myndi alls ekki standa í svona löguðu í dag. „Þegar ég varð þrítug man ég samt að mér fannst ég í fyrsta og eina skiptið vera orðin gömul. Það þyrmdi yfir mig að ég væri nú orðin þrítug og hreinlega ekki búin að áorka neinu!“ segir Björg sem þó hafði fyrir þrítugt eignast þrjú börn, klárað að mennta sig og stofnað fyrirtæki bæði í Danmörku og á Íslandi. Konur höfðu ekki áhuga á útivist Um tíma vann Björg í hlutastarfi hjá MAX sem staðsett var í Skeifunni og keypt var af 66Norður síðar. „MAX framleiddi vinnufatnað og útivistarfatnað og ég vildi endilega fara í það að hanna útivistarfatnað fyrir konur. En var sagt að konur væru ekkert að ganga á fjöll. Þær væru meira að passa börnin og smyrja flatkökur,“ segir Björg og bætir við: „Á endanum var mér þó gefið grænt ljós og fékk ég að hanna úr þeim efnum sem voru til á lager, metnaðurinn var mikill og ég gerði heila fatalínu á stuttum tíma. sem fór öll í framleiðslu. Í þessari línu voru til dæmis fyrstu að sniðnu flíspeysurnar fyrir konur.“ Loks kom að því að 66Norður keyptu Max og þar hélt framleiðslan áfram á fatalínu Bjargar og ýmsum flíkum sem hannaðar voru út frá hennar upprunalegu hönnun. „Þarna hefði nú margborgað sig að vera með prósentusamning eins og í Punktinum,“ segir Björg og hlær. „Enda kom Sigmundur fyrrverandi eigandi MAX til mín í Spaksmannsspjarir um jólin í mörg ár á eftir og þakkaði mér alltaf fyrir að hafa selt fyrir hann MAX til 66Norður. Svo mikil áhrif hefði fatalínan mín fyrir konur í útivist haft á þann kaupsamning.“ Sem betur fer segist Björg hafa haft vit á því að fá sér loks aupair stúlku til að létta á álaginu. Það hafi verið ein mesta snilldin sem hún hafi gert. Þegar Björg starfaði í hlutastarfi hjá MAX var henni sagt að konur hefðu ekki áhuga á útivist, þær væru meira í að passa börnin og smyrja flatkökur. Björg fékk þó grænt ljós á að hanna fatalínu fyrir konur í útivist en þessi fatalína var síðar sögð lykilatriði í því að 66Norður keypti fyrirtækið MAX.Vísir/Einar Árnason Árin fyrir og eftir bankahrun Björg segir að árin fyrir bankahrun hafi verið algjörlega frábær. Salan hafi verið þvílík. „Við vorum með útlendinga en fyrst og fremst Íslendinga sem voru og eru okkur mjög tryggir. Alltaf þegar það voru stórveislur eins og brúðkaup, fermingar eða stórafmæli var komið til okkar. Þannig að þau eru ófá hátíðarhöldin sem Spaksmannsspjarir hafa verið partur af.“ Erlendir fjárfestar sýndu fyrirtækinu áhuga. „Annars vegar fjárfestir í Kanada en hins vegar ísraelskur bankaeigandi í Bandaríkjunum. Þetta voru þreifingar sem við sjálfar höfðum mikinn áhuga á. Sérstaklega við ísraelska bankaeigandann, það samningaferli fór nokkuð langt.” En hvað gerðist? „Við fengum allt í einu tölvupóst um að bankinn hans væri í einhverjum algjörum vandræðum og stuttu síðar hrundi allt.“ Bankahrunið hafði auðvitað áhrif á Spaksmannsspjarir eins og önnur fyrirtæki. „En við vorum samt heppnar því að útlendingarnir sem við vorum með sem viðskiptavini var ekki massatúrisminn og eins hrundi krónan svo mikið á þessum tíma að útlendingunum fannst verðið okkar bara hagstætt. Íslendingarnir voru tryggur viðskiptavinahópur áfram en það urðu öll aðföng svo rosalega dýr og verðlagið hjá okkur eftir því.“ Árið 2014 keypti Björg Völu út úr fyrirtækinu en Eva var þá löngu hætt. Spaksmannsspjarir voru þá staðsett í Bankastrætinu. Dóttir Björgu og tengdasonur keyptu sig inn í fyrirtækið á sama tíma en Björg segir umhverfið hafa verið orðið mjög breytt. „Þegar innflutningsgjöld á þeim voru lögð af árið 2017 sáum við mikla breytingu á verslunarmynstri neytenda. Föt urðu ódýrari og hraðtískan meiri.” Mest var framleitt fyrir Spaksmannsspjarir í Tékklandi en einnig á Ítalíu og í Kína en framleiðslulöndin völdust aðallega eftir því hvar uppruni efnisins var. Um tíma voru vörur frá Spaksmannsspjörum seldar í Selfridges í London. Björg segir að miðað við gömlu aðferðirnar í fatahönnun þá sé þolinmótt fjármagn eiginlega forsenda fyrir því að hlutirnir geti gengið upp. „Því þú kannski hannar línu í maí til júlí, færð framleiðsluverð í júlí, selur í ágúst og september, framleiðir vöruna í október til janúar. Sendir í verslanir í lok janúar og febrúar og færð greidd. Á svona löngum tíma getur breyting á krónunni verið svo mikil að hagnaðurinn sem lagt var upp með að yrði, getur verið allt annar.” Þetta segir Björg einna helst skýringuna á því hvers vegna mörg flott íslensk fatahönnunarmerki hafa lagt upp laupana. ,,Við erum að súpa seiðið af framleiðslumenningunni núna,” segir Björg og vísar til þeirrar mengunar og af nýtingu á auðlindum sem fylgir offramleiðslu á fatnaði í heiminum. Frá árinu 2017 hefur Björg því statt og stöðugt unnið að breytingum. Það hefur verið fyrirséð í nokkurn tíma að viðskiptamódelið er ekki að virka. Og nú þegar ríður á breytingar vegna loftlagsmála er bara spurning um hvort það séu fimm eða tíu ár þar til allt það gamla er orðið úrelt. Það verður einfaldlega að hugsa allt upp á nýtt.” Framtíðin er komin Árið 2020 tók Björg kennsluréttindi í list- og verkmenntaþáttum í meistaranámi í LHÍ. Lokaritgerðin fjallaði um sjálfbærni í starfsháttum fatahönnuða. „Ég kafaði ofan í þetta í smáatriðum. Velti öllu fyrir mér. Eins og hverjir eru flöskuhálsarnir eða hagræðingarnar, í hvaða verkþáttum spörum við mestan tíma og fjármagn og hvernig drögum við úr sóun og umhverfissporum.” Svo heppilega vildi til að rétt fyrir Covid ákvað Björg að flytja úr Bankastrætinu. „Ég var fyrst að horfa á svæði eins og upp á Höfða eða Skeifuna og víðar. En datt þá í hug að í staðinn fyrir að vera með vinnustofuna í atvinnuhúsnæði að kaupa frekar íbúð. Sem ég gerði og er á Háaleitisbraut þar sem Spaksmannsspjarir og vinnustofan mín er í dag.“ Þá fékk hún styrk til að búa til kennsluefni um stafræna fatahönnun fyrir framhaldsskóla og kenndi þetta efni sem frumraun í Fjölbrautarskóla Garðabæjar. „Þetta eru ótrúlega spennandi tímar sem við lifum þótt þeir séu krefjandi. En ég vill meina að þeir sem ekki skipta um gír núna, geti allt eins farið að undirbúa það strax að skella í lás því þeir geta ekki verið með. Það er stutt í að sjálfbærni, rekjanleiki og gagnsæi verði algjört skilyrði fyrir alla framleiðslu eins og við erum farin að sjá í EU Taxonomy.” Björg segir breytingarnar þó ekki auðveldar. „Auðvitað er þetta stór og mikil áskorun fyrir öll fyrirtæki. Enda ekki auðvelt að vera að fjárfesta í einhverju í dag sem enginn hefur í hendi með hvernig muni skila sér. Ég líki þessu gjarnan við að vera í lítilli höfn að snúa við stóru skemmtiferðaskipi.“ Sjálf segist hún afar þakklát fyrir þá þekkingu sem hún hefur sérhæft sig í síðustu árin. „Stafrænt umhverfi snýst allt um gögnin og ég er ánægð með að geta nýtt gamlar og góðar vinnuaðferðir sem maður hefur lært síðustu áratugina og innleiða þær inn í tækniforrit. Þannig byggir maður ofan á þá þekkingu sem maður hefur með nýrri tækni og nýjum verkfærum.” Stafræna fatahönnunin sem Björg er að kenna á Bifröst telst 12 ECTS eininga örnám en örnám hefur verið að sækja mikið á í Evrópu undanfarin ár. „Það hafa aldrei verið jafn mörg tækifæri fyrir fatahönnuði á Íslandi. Því allt sem áður hamlaði okkur skiptir ekki lengur máli. Atriði eins og lítill markaður, ótraustur gjaldmiðill, engar verksmiðjur eða lítil sem engin hrávara. Það er allt í bullandi skalanlegum nýsköpunartækifærum í heiminum og í Metaversinu fyrir fatahönnuði.” Björg er með skýrar hugmyndir um hver draumalínan sín væri í dag. „Mig langar sjúklega að fara að hanna mína eigin línu en það gerist allt svo hratt og það kemur alltaf eitthvað meira sem þarf að skoða, læra og prufa. Mín eigin hönnun hefur setið á hakanum á meðan ég hef verið að finna út hvað og hvernig ég vil gera hlutina. Upp á síðkastið hefur tíminn líka farið í að hanna ný námskeið og þar þarf að skoða hvernig skólar og fyrirtæki eru að takast á við þá áskorun sem nýjum viðmiðum og aðferðum fylgir í kennslunni” segir Björg og bætir við að bæði skólar og atvinnulífið standi frammi fyrir miklum áskorunum en spennandi möguleikum. Draumalínan sem ég myndi vilja hanna kæmi ekki nálægt neinum gömlu aðferðum. Þær tel ég einfaldlega þegar úreldar. Draumalínan mín yrði algjörlega stafræn hönnun sem væri tilbúin í ný viðmið í netverslun, væri gagnsæ og rekjanleg og tilbúin í hringrásarhagkerfi. Bæði í endursölukerfi fatnaðar og hringrás efna. Svo væri auðvitað stafrænt líki af fatnaðinum fyrir viðburði á metaversinu. Því við erum ekki einu sinni farin að sjá nema broddinn af þeirri nýsköpun sem framundan er í þessari stafrænu veröld.” Tíska og hönnun Tækni Nýsköpun Starfsframi Stjórnun Samfélagsleg ábyrgð Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Svo gaman: „Ég vakna upp alveg skelfingu lostin á hverjum morgni!“ „Um tíma ætlaði ég í lækninn. Eftir að ég skildi við barnsföður minn ákvað ég síðan að fara í lögfræðina. Ég held að það hafi verið vegna þess að ég ætlaði mér að verða rík. Einhleyp með þrjú lítil börn og svona,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir rekstrarstjóri Wolt og skellihlær. 9. október 2023 07:01 „Síðan var ég auðvitað rekinn þaðan reglulega“ „Ég var ekki einu sinni kominn með bílpróf og viðurkenni svo sem að fyrsti útsendingartíminn minn var ekkert sérstakur. Því ég var á um helgar frá klukkan 03-09 um nótt til morguns,“ segir Bjarni Haukur Þórsson og skellihlær þegar hann rifjar upp þá tíma þegar hann taldist yngsti dagskrárgerðarmaður landsins í útvarpi. 25. september 2023 07:00 „Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00 Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00 Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00 Mest lesið Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Eða Björg í Spaksmannsspjörum því það er nánast eins og nafnið Spaksmannsspjarir séu áfast við nafn Bjargar. Eins og einhvers konar millinafn. Því hver hefur ekki heyrt um Björgu í Spaksmannsspjörum? Jú eflaust allir, sem yfir höfuð hafa eitthvað fylgst með tísku og hönnun síðustu áratugina. Nú stendur þessi flotta kona á sextugu. „Mér finnst reyndar alltaf jafn tjúllað að gera,“ segir Björg og hlær. „En ég efast um að nokkur maður myndi nenna þessari vitleysu í dag,“ segir hún og brosir í kampinn, þegar við rifjum upp starfsferilinn og framann. Sem einfaldlega hófst á Akureyri þegar Björg var 12 ára. Verslanir og gamlar aðferðir að úreldast Það hefur ótrúlega margt breyst frá því að Björg fór fyrst að hanna föt. Því sjálf segir hún að allar gamlar aðferðir séu í raun úreltar, þó að aðferðafærðin sé ekki úreld. Að byrja á að teikna upp hönnunina og síðan að gera snið. Senda sniðin til útlanda. Fá prufur sendar heim. Laga þær og senda aftur út. Fá aftur heim og svo framvegis. Þar til flíkin er tilbúin í framleiðslu. „Lengi vel gat maður gert miklu meira hérna heima. Það voru litlar saumastofur hér og þar og margskonar hrávara, en þeim fór smátt og smátt fækkandi, hurfu nánast á endanum og þá var ekkert val um annað en að láta framleiða erlendis ,“ útskýrir Björg. Allt hefur þó breyst. Í stað sníðaborðs og fullt af sniðumteikningum á pappír situr Björg við tölvu. „Þar hannar maður flíkina og gerið sniðin, saumar, mátar og lagar sem sagt allt ferlið allt til. Stutt er í að fólk geta mátað á sjálfan sig í vefverslunum, þannig að verslanir í núverandi mynd þurfa að vera verulega spennandi til að geta keppt við slíkar netverslanir.” Þessa dagana er Björg að gera kennsluefni fyrir stafræna fatahönnun við Háskólann á Bifröst, eða græna fatahönnun eins og hún kallast í dag. „Stafræn fatahönnun er umhverfisvæn og verða öll föt hönnuð með stafrænum aðferðum mjög fljótlega. Með stafrænum hönnunaraðferðum sér maður fyrir sér hvernig nýsköpun og ýmislegt henni tengdri mun loks ná að fara að sporna við þessari gífurlegu fatasóun sem er í heiminum í dag sem er svo mengandi. Ég sé fyrir mér að á endanum verði flíkur aðeins framleiddar eftir að þær eru seldar. Sem þýðir að framleiðslan verður ekkert í líkingu við þá offramleiðslu sem er í dag.“ En hvenær byrjaðir þú að hanna? „Ætli ég hafi ekki verið svona 11-12 ára,“ svarar Björg og brosir. „Mér fannst mamma kaupa frekar ljót föt þannig að ég þurfti að bjarga mér. Ég fór að verkstýra alls kyns tilraunum hjá okkur vinkonunum í allskonar framleiðslu. Allt frá því að búa til hvíta serki úr lökum sem mæður okkar voru sem alls ekki hrifnir af, eða sólderi úr vinnubóka pokaplasti. Margar tilraunirnar voru auðvitað skelfilegar en ljóst að það vantaði ekkert upp á áhugan og sköpunarþörfin var mikil,“ segir Björg og hlær. Lyktar-sinfónían fyrir Norðan Björg er fædd og uppalin á Akureyri þar sem hún bjó til sautján ára aldurs, ein sex systkina. Akureyri er í minni minningu sannkölluð lyktar-sinfónía því á þessum árum var Akureyri iðnaðarbær. Að hjóla í gegnum bæinn þýddi að maður fann lyktina af líminu í Iðunni, af sýrunni í gilinu frá Samlaginu, lyktina af bræddum sykri í Flóru, súkkulaðikeiminn frá Lindu sælgæti, ullarlyktin frá Gefjun af skinna lyktina af sútuninni, lykt af brenndum viður frá húsgagnaframleiðslufyrirtækjunum og lyktina af kaffinu sem var verið að mala í Braga. Fyrsta starfsmanninn réði Björg þegar hún var 12 ára. „Þá réði ég Ingibjörgu í Munkaþverárstræti til að sauma fyrir mig. Síðan seldi ég Vikuna til að geta borgað henni,“ segir Björg og hlær. Björg var dugleg að þræða fyrirtækin og fékk oft að nýta gallað efni og flíkur sem átti að henda. Og hafði gaman af því að hanna eitthvað úr þeim. „En mér fannst Ingibjörg svolítið dýr og til að draga úr rekstrarkostnaðinum spurði ég hana hvort hún gæti ekki ráðið mig í vinnu. Sem hún gerði og kenndi mér líka margt. Auðvitað var ég suma daga bara í verkum eins og að vökva blómin og svona, en aðra daga var ég að þræða og strauja og lærði helling.“ Björg réði fyrsta starfsmanninn sinn þegar hún var 12 ára og seldi þá Vikuna til að geta greitt launin. Á Akureyri þræddi hún fyrirtækin til að fá gallað efni eða flíkur sem átti að henda og hannaði úr þeim. Eftir nám í Danmörku stofnaði hún fyrst fyrirtæki þar en Spakmannsspjarir var stofnað fyrir þrjátíu árum.Vísir/Einar Árnason „Þú ert svo klár og getur þetta allt“ Björg segist svo heppin að hafa byrjað að vinna hjá Gerði í Flónni fljótlega eftir að hún flutti til Reykjavíkur. Þar fór hún í Iðnskólann því það var ekkert fata hönnunarnám í boði þá. „Það var frábært pepp að vinna hjá Gerði, henni fannst allt svo magnað sem ég var að gera! Enda lét hún mann gera alls konar. Sendi mig kannski á saumastofur til að stjórna einhverri framleiðslu. Þar sem allir vissu meira en ég en Gerður sagði „þú ert svo klár og getur þetta allt.”“ Draumurinn var að fara erlendis í fatahönnunarnám. „En það voru engin námslán og þess vegna sá maður ekki hvernig maður ætti að geta gert þetta. Ég fór oft og mörgum sinnum til Alberts Guðmundssonar sem þá var ráðherra til að ræða við hann um að það þyrfti að gera fatahönnunarnám .“ Björg lét þó peningaleysið ekki stoppa sig heldur fór út til Danmerkur. „Ég fór út með Eimskip og tók með mér þrjá kassa og hjól sem ég hafði keypt hjá lögreglunni og málað rosalega smart. Því það var auðvitað alltaf lúkkið sem skipti máli,“ segir Björg og skellihlær. „Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í og átti enga peninga. Kærastinn kom heldur seinna og fljótlega kom í ljós að ég var orðin ólétt, sem var auðvitað ekki planað. Ég byrjaði á því að vera í eitt ár á myndlistar námskeiði.” Björg á fjögur börn með fyrrverandi eiginmanni sínum, Sigurjóni Arthuri Friðjónssyni. Börnin eru: Margrét Rós fædd árið 1985, Friðjón Ingi fæddur 1992, Sigurjón Kári fæddur 1993 og Jón Jökull sem fæddist árið 2003. „Ég var því komin með eitt barn þegar að ég byrjaði í fatahönnunni og var eina í mínum bekk með barn. Þetta var fáránlega dýrt og þegar að námslánin loksins byrjuðu, var kerfið þannig að skólagjöldin voru ekki innifalin. Í skólanum sem ég var í þurfti maður að borga skólagjöld mánaðarlega.“ Björg náði þó að bjarga gjöldunum. „Ég vann að tjúlluðu verkefni í skólanum sem var heilt dress: Kápa og allt í stíl, höfuðfat og skór og allt. Kápan var samt aðalflíkin og ég gerði hana margoft. Var alltaf að byrja upp á nýtt og breyta. Loks benti kennarinn mér á að ég væri í rauninni búin að breyta svo oft að ég væri búin að framkvæma allar aðferðir sem hún ætlaði að kenna mér í náminu í og þó bara að búa til eina flík,“ segir Björg og bætir við: „Þetta var auðvitað frekar fyndið en kápan gafst mjög vel því skólastjórinn endaði með að kaupa hana. Það var í nóvember og nam greiðslan skólagjöldunum fram að vori eða 140.000 á þeim tíma .“ Björg segir að auðvitað hafi kaupin fyrst og fremst verið styrkur. En svona gekk þetta fyrir sig á þessum tíma. „Maður vann fram á nótt og allar helgar. Ég fékk íslenska stelpu í blokkinni til að vera dagmamma á meðan ég var í skólanum.” Björg útskrifast árið 1984 og fer strax út í fyrirtækjarekstur. „Við vorum tvær saman í fyrstu en síðan var ég ein. Og það var brjálað að gera. Við framleiddum allt sjálfar vorum að selja föt í 12-14 búðum og í fjórum til fimm löndum,“ segir Björg og bætir við: Ég man að eitt sinn var ég að selja pils í nokkrar verslanir og þar sem ég sat og saumaði, bunuðust út pantanirnar úr faxtækinu. Þetta var augnablikið þar sem ég fattaði: Ef það verður eitthvað svona vinsælt, þá er maður bara fastur í að framleiða í staðinn fyrir að hanna. Ég átti ekki bíl þannig að maður var að ferðast með lest að sækja efni, bera það í svörtum ruslapoka til að fara með það heim að sauma fram á nótt.“ Keypti sjálf lager af fatalínunni sinni Þegar Sigurjóni bauðst góð vinna á Íslandi flutti kærustuparið heim. „Ég fékk líka boð um vinnu og maðurinn minn samdi fyrir mig. Þetta leit mjög vel út og mér fannst þetta spennandi.“ Við tók að Björg varð verslunarstjóri í Punktinum á Laugaveginum sem var í eigu saumastofu á Höfða. Eigendurnir vildu koma að íslenskri hönnun og fengu Björg og Valgerði Torfadóttur textíl hönnuð til að hanna sínar eigin línur. Viðtökurnar voru frábærar og vörurnar hreinlega rokseldust. „Ég var öflug í markaðssetningu, gerði samning við starfsfólkið á Gauk og Stöng sem var aðalstaðurinn þá, var í viðtölum í útvarpinu, bjó til auglýsingar, málaði búðina og innréttaði og fannst allt ganga rosa vel.” Það breytti því þó ekki að einn daginn mætti stjórnarformaðurinn heim og rak hana. „Samningurinn minn var nefnilega þannig að ég var á prósentum og satt best að segja var ég orðin frekar dýr því það seldist svo vel. Þannig að ég held að þeim hafi bara fundist ég vera óþarfi. Það var síðan eiginkona eins í stjórninni ráðin sem verslunarstjóri í staðinn fyrir mig.“ En viðskiptavinirnir voru Björgu trygglindir. „Það fór smám saman allt í vitleysu og á endanum þurfti að blása til allsherjar útsölu á öllum vörum því verslunin var að loka. Ég fór þá og keypti alla fatalínuna mína upp og borgaði hana með Vísa kortinu. Þannig tókst mér í raun að eignast fyrsta lagerinn minn,“ segir Björg og hlær. Í dag situr Björg við tölvu þegar hún hannar og hún segir stutt í að fólk geti farið að máta á sig föt í vefverslunum. Þá verði erfitt fyrir verslanir í núverandi mynd að keppa við slíkar netverslanir. Björg segist telja að þau fyrirtæki sem ekki búi sig undir breytingar núna, geti allt eins skellt í lás strax. Svo miklar breytingar séu framundan.Vísir/Einar Árnason Spaksmannsspjarir fæðast Svo heppilega vildi til að fljótlega hringir Eva Vilhelms fatahönnuður í Björgu og stingur upp á að þær geri eitthvað saman. Stuttu síðar bætist Valgerður Torfadóttir við. Úr varð að árið 1993 eru Spaksmannsspjarir stofnað. „Þetta var auðvitað töff. Ég vann lengi samhliða á næturvöktum á Skálatúni og síðan saumaði maður á daginn. Nokkrum mánuðum eftir að við opnuðum fæddist líka þriðja barnið.” Fyrsta verslunin var lítil búð á Skólavörðustíg og skiptu eigendurnir með sér vikum. Unnu í viku og saumuðu og framleiddu sína línu þess á milli. Maður var bara með ávísanaheftið og gúmmaði tékka 30 daga fram í tímann fyrir efnum. Krossaði síðan fingur og tær í von um að fötin myndu seljast áður en maður kæmist í vanda með gúmmítékkana.“ Svo mikið var að gera að þegar börnin voru orðin þrjú, að Björg ákvað að raka af sér hárið. „Ég var að ég held bara rosalega dugleg og kraftmikil kona. Þetta voru allt aðrir tímar en nú. Og ég man að mér reiknaðist einfaldlega til að ég hefði ekki tíma til að standa í hárblæstri reglulega. Með þrjú börn, rekstur og að hanna og sauma föt. Þegar maður hugsar til baka er eins og maður hafi einfaldlega verið á einhverjum sterum!“ Björg er sannfærð um að ungt fólk myndi alls ekki standa í svona löguðu í dag. „Þegar ég varð þrítug man ég samt að mér fannst ég í fyrsta og eina skiptið vera orðin gömul. Það þyrmdi yfir mig að ég væri nú orðin þrítug og hreinlega ekki búin að áorka neinu!“ segir Björg sem þó hafði fyrir þrítugt eignast þrjú börn, klárað að mennta sig og stofnað fyrirtæki bæði í Danmörku og á Íslandi. Konur höfðu ekki áhuga á útivist Um tíma vann Björg í hlutastarfi hjá MAX sem staðsett var í Skeifunni og keypt var af 66Norður síðar. „MAX framleiddi vinnufatnað og útivistarfatnað og ég vildi endilega fara í það að hanna útivistarfatnað fyrir konur. En var sagt að konur væru ekkert að ganga á fjöll. Þær væru meira að passa börnin og smyrja flatkökur,“ segir Björg og bætir við: „Á endanum var mér þó gefið grænt ljós og fékk ég að hanna úr þeim efnum sem voru til á lager, metnaðurinn var mikill og ég gerði heila fatalínu á stuttum tíma. sem fór öll í framleiðslu. Í þessari línu voru til dæmis fyrstu að sniðnu flíspeysurnar fyrir konur.“ Loks kom að því að 66Norður keyptu Max og þar hélt framleiðslan áfram á fatalínu Bjargar og ýmsum flíkum sem hannaðar voru út frá hennar upprunalegu hönnun. „Þarna hefði nú margborgað sig að vera með prósentusamning eins og í Punktinum,“ segir Björg og hlær. „Enda kom Sigmundur fyrrverandi eigandi MAX til mín í Spaksmannsspjarir um jólin í mörg ár á eftir og þakkaði mér alltaf fyrir að hafa selt fyrir hann MAX til 66Norður. Svo mikil áhrif hefði fatalínan mín fyrir konur í útivist haft á þann kaupsamning.“ Sem betur fer segist Björg hafa haft vit á því að fá sér loks aupair stúlku til að létta á álaginu. Það hafi verið ein mesta snilldin sem hún hafi gert. Þegar Björg starfaði í hlutastarfi hjá MAX var henni sagt að konur hefðu ekki áhuga á útivist, þær væru meira í að passa börnin og smyrja flatkökur. Björg fékk þó grænt ljós á að hanna fatalínu fyrir konur í útivist en þessi fatalína var síðar sögð lykilatriði í því að 66Norður keypti fyrirtækið MAX.Vísir/Einar Árnason Árin fyrir og eftir bankahrun Björg segir að árin fyrir bankahrun hafi verið algjörlega frábær. Salan hafi verið þvílík. „Við vorum með útlendinga en fyrst og fremst Íslendinga sem voru og eru okkur mjög tryggir. Alltaf þegar það voru stórveislur eins og brúðkaup, fermingar eða stórafmæli var komið til okkar. Þannig að þau eru ófá hátíðarhöldin sem Spaksmannsspjarir hafa verið partur af.“ Erlendir fjárfestar sýndu fyrirtækinu áhuga. „Annars vegar fjárfestir í Kanada en hins vegar ísraelskur bankaeigandi í Bandaríkjunum. Þetta voru þreifingar sem við sjálfar höfðum mikinn áhuga á. Sérstaklega við ísraelska bankaeigandann, það samningaferli fór nokkuð langt.” En hvað gerðist? „Við fengum allt í einu tölvupóst um að bankinn hans væri í einhverjum algjörum vandræðum og stuttu síðar hrundi allt.“ Bankahrunið hafði auðvitað áhrif á Spaksmannsspjarir eins og önnur fyrirtæki. „En við vorum samt heppnar því að útlendingarnir sem við vorum með sem viðskiptavini var ekki massatúrisminn og eins hrundi krónan svo mikið á þessum tíma að útlendingunum fannst verðið okkar bara hagstætt. Íslendingarnir voru tryggur viðskiptavinahópur áfram en það urðu öll aðföng svo rosalega dýr og verðlagið hjá okkur eftir því.“ Árið 2014 keypti Björg Völu út úr fyrirtækinu en Eva var þá löngu hætt. Spaksmannsspjarir voru þá staðsett í Bankastrætinu. Dóttir Björgu og tengdasonur keyptu sig inn í fyrirtækið á sama tíma en Björg segir umhverfið hafa verið orðið mjög breytt. „Þegar innflutningsgjöld á þeim voru lögð af árið 2017 sáum við mikla breytingu á verslunarmynstri neytenda. Föt urðu ódýrari og hraðtískan meiri.” Mest var framleitt fyrir Spaksmannsspjarir í Tékklandi en einnig á Ítalíu og í Kína en framleiðslulöndin völdust aðallega eftir því hvar uppruni efnisins var. Um tíma voru vörur frá Spaksmannsspjörum seldar í Selfridges í London. Björg segir að miðað við gömlu aðferðirnar í fatahönnun þá sé þolinmótt fjármagn eiginlega forsenda fyrir því að hlutirnir geti gengið upp. „Því þú kannski hannar línu í maí til júlí, færð framleiðsluverð í júlí, selur í ágúst og september, framleiðir vöruna í október til janúar. Sendir í verslanir í lok janúar og febrúar og færð greidd. Á svona löngum tíma getur breyting á krónunni verið svo mikil að hagnaðurinn sem lagt var upp með að yrði, getur verið allt annar.” Þetta segir Björg einna helst skýringuna á því hvers vegna mörg flott íslensk fatahönnunarmerki hafa lagt upp laupana. ,,Við erum að súpa seiðið af framleiðslumenningunni núna,” segir Björg og vísar til þeirrar mengunar og af nýtingu á auðlindum sem fylgir offramleiðslu á fatnaði í heiminum. Frá árinu 2017 hefur Björg því statt og stöðugt unnið að breytingum. Það hefur verið fyrirséð í nokkurn tíma að viðskiptamódelið er ekki að virka. Og nú þegar ríður á breytingar vegna loftlagsmála er bara spurning um hvort það séu fimm eða tíu ár þar til allt það gamla er orðið úrelt. Það verður einfaldlega að hugsa allt upp á nýtt.” Framtíðin er komin Árið 2020 tók Björg kennsluréttindi í list- og verkmenntaþáttum í meistaranámi í LHÍ. Lokaritgerðin fjallaði um sjálfbærni í starfsháttum fatahönnuða. „Ég kafaði ofan í þetta í smáatriðum. Velti öllu fyrir mér. Eins og hverjir eru flöskuhálsarnir eða hagræðingarnar, í hvaða verkþáttum spörum við mestan tíma og fjármagn og hvernig drögum við úr sóun og umhverfissporum.” Svo heppilega vildi til að rétt fyrir Covid ákvað Björg að flytja úr Bankastrætinu. „Ég var fyrst að horfa á svæði eins og upp á Höfða eða Skeifuna og víðar. En datt þá í hug að í staðinn fyrir að vera með vinnustofuna í atvinnuhúsnæði að kaupa frekar íbúð. Sem ég gerði og er á Háaleitisbraut þar sem Spaksmannsspjarir og vinnustofan mín er í dag.“ Þá fékk hún styrk til að búa til kennsluefni um stafræna fatahönnun fyrir framhaldsskóla og kenndi þetta efni sem frumraun í Fjölbrautarskóla Garðabæjar. „Þetta eru ótrúlega spennandi tímar sem við lifum þótt þeir séu krefjandi. En ég vill meina að þeir sem ekki skipta um gír núna, geti allt eins farið að undirbúa það strax að skella í lás því þeir geta ekki verið með. Það er stutt í að sjálfbærni, rekjanleiki og gagnsæi verði algjört skilyrði fyrir alla framleiðslu eins og við erum farin að sjá í EU Taxonomy.” Björg segir breytingarnar þó ekki auðveldar. „Auðvitað er þetta stór og mikil áskorun fyrir öll fyrirtæki. Enda ekki auðvelt að vera að fjárfesta í einhverju í dag sem enginn hefur í hendi með hvernig muni skila sér. Ég líki þessu gjarnan við að vera í lítilli höfn að snúa við stóru skemmtiferðaskipi.“ Sjálf segist hún afar þakklát fyrir þá þekkingu sem hún hefur sérhæft sig í síðustu árin. „Stafrænt umhverfi snýst allt um gögnin og ég er ánægð með að geta nýtt gamlar og góðar vinnuaðferðir sem maður hefur lært síðustu áratugina og innleiða þær inn í tækniforrit. Þannig byggir maður ofan á þá þekkingu sem maður hefur með nýrri tækni og nýjum verkfærum.” Stafræna fatahönnunin sem Björg er að kenna á Bifröst telst 12 ECTS eininga örnám en örnám hefur verið að sækja mikið á í Evrópu undanfarin ár. „Það hafa aldrei verið jafn mörg tækifæri fyrir fatahönnuði á Íslandi. Því allt sem áður hamlaði okkur skiptir ekki lengur máli. Atriði eins og lítill markaður, ótraustur gjaldmiðill, engar verksmiðjur eða lítil sem engin hrávara. Það er allt í bullandi skalanlegum nýsköpunartækifærum í heiminum og í Metaversinu fyrir fatahönnuði.” Björg er með skýrar hugmyndir um hver draumalínan sín væri í dag. „Mig langar sjúklega að fara að hanna mína eigin línu en það gerist allt svo hratt og það kemur alltaf eitthvað meira sem þarf að skoða, læra og prufa. Mín eigin hönnun hefur setið á hakanum á meðan ég hef verið að finna út hvað og hvernig ég vil gera hlutina. Upp á síðkastið hefur tíminn líka farið í að hanna ný námskeið og þar þarf að skoða hvernig skólar og fyrirtæki eru að takast á við þá áskorun sem nýjum viðmiðum og aðferðum fylgir í kennslunni” segir Björg og bætir við að bæði skólar og atvinnulífið standi frammi fyrir miklum áskorunum en spennandi möguleikum. Draumalínan sem ég myndi vilja hanna kæmi ekki nálægt neinum gömlu aðferðum. Þær tel ég einfaldlega þegar úreldar. Draumalínan mín yrði algjörlega stafræn hönnun sem væri tilbúin í ný viðmið í netverslun, væri gagnsæ og rekjanleg og tilbúin í hringrásarhagkerfi. Bæði í endursölukerfi fatnaðar og hringrás efna. Svo væri auðvitað stafrænt líki af fatnaðinum fyrir viðburði á metaversinu. Því við erum ekki einu sinni farin að sjá nema broddinn af þeirri nýsköpun sem framundan er í þessari stafrænu veröld.”
Tíska og hönnun Tækni Nýsköpun Starfsframi Stjórnun Samfélagsleg ábyrgð Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Svo gaman: „Ég vakna upp alveg skelfingu lostin á hverjum morgni!“ „Um tíma ætlaði ég í lækninn. Eftir að ég skildi við barnsföður minn ákvað ég síðan að fara í lögfræðina. Ég held að það hafi verið vegna þess að ég ætlaði mér að verða rík. Einhleyp með þrjú lítil börn og svona,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir rekstrarstjóri Wolt og skellihlær. 9. október 2023 07:01 „Síðan var ég auðvitað rekinn þaðan reglulega“ „Ég var ekki einu sinni kominn með bílpróf og viðurkenni svo sem að fyrsti útsendingartíminn minn var ekkert sérstakur. Því ég var á um helgar frá klukkan 03-09 um nótt til morguns,“ segir Bjarni Haukur Þórsson og skellihlær þegar hann rifjar upp þá tíma þegar hann taldist yngsti dagskrárgerðarmaður landsins í útvarpi. 25. september 2023 07:00 „Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00 Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00 Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00 Mest lesið Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Svo gaman: „Ég vakna upp alveg skelfingu lostin á hverjum morgni!“ „Um tíma ætlaði ég í lækninn. Eftir að ég skildi við barnsföður minn ákvað ég síðan að fara í lögfræðina. Ég held að það hafi verið vegna þess að ég ætlaði mér að verða rík. Einhleyp með þrjú lítil börn og svona,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir rekstrarstjóri Wolt og skellihlær. 9. október 2023 07:01
„Síðan var ég auðvitað rekinn þaðan reglulega“ „Ég var ekki einu sinni kominn með bílpróf og viðurkenni svo sem að fyrsti útsendingartíminn minn var ekkert sérstakur. Því ég var á um helgar frá klukkan 03-09 um nótt til morguns,“ segir Bjarni Haukur Þórsson og skellihlær þegar hann rifjar upp þá tíma þegar hann taldist yngsti dagskrárgerðarmaður landsins í útvarpi. 25. september 2023 07:00
„Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00
Kvenskörungurinn Fida: „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg“ „Fyrstu þrjú árin á Íslandi voru ógeðsleg,“ segir Fida Abu Libdeh og hlær. Að sjálfsögðu ekki í orðsins fyllstu merkingu og þó: Þessi fyrstu ár voru vægast sagt ótrúlega erfið. 28. ágúst 2023 07:00
Sendur ungur til Danmerkur vegna agaleysis á Akureyri Fyrir tveimur árum síðan kom netfataverslunin Boozt inn á íslenska markaðinn. Með látum má segja. Velti til dæmis netversluninni Asos úr sessi með markaðshlutdeild á aðeins örfáum vikum. Og samkvæmt frétt Innherja Vísis haustið 2021, versluðu Íslendingar fatnað hjá Boozt fyrir tæpan milljarð fyrsta hálfa árið. „Það ætlaði allt um koll að keyra,“ er kannski orðatiltæki sem ætti vel við hér. 4. júní 2023 08:00