Fæðingarorlof í anda jafnaðarmennsku Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 23. október 2023 10:01 Hvernig sköpum við réttlátara og sterkara fæðingarorlofskerfi á Íslandi? Nýlega mælti ég fyrir frumvarpi á Alþingi sem felur í sér eftirfarandi fimm breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof: 1. Fyrstu 350 þúsund krónur af viðmiðunartekjum fæðingarorlofsgreiðslna verða óskertar og 80%-reglan mun einvörðungu taka til tekna umfram þá fjárhæð. Þetta er lykilaðgerð til að verja afkomuöryggi foreldra, enda má launalægsta fólkið á Íslandi ekki við 20% tekjuskerðingu þegar það eignast barn. 2. Barnshafandi foreldri öðlast rétt til launaðs meðgönguorlofs allt að fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag án þess að sá tími komi til frádráttar þeim tíma sem foreldri á rétt á til launaðs fæðingarorlofs eftir fæðingu. Slíkur réttur er tryggður í Noregi og Danmörku. Að breytingunni hníga sterk heilsufarsleg rök, enda fylgir seinni hluta meðgöngu jafnan mikið álag og veikindaréttur fólks er mismunandi. 3. Fæðingarstyrkir til námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar hækka um 50%. Fjárhæðirnar eru smánarlegar í dag og duga hvergi nærri til framfærslu. Að auki er lagt til að námsmenn sem eiga rétt á fæðingarstyrk fái einnig styrk til framfærslu annarra barna undir 18 ára aldri sem nemur einföldum barnalífeyri eins og gildir um lánþega hjá Menntasjóði námsmanna. 4. Þak á fæðingarorlofsgreiðslur hækkar úr 600 þúsund krónum í 800 þúsund krónur á mánuði, en þakið hefur staðið í stað frá því að núgildandi lög tóku gildi árið 2020. Þetta er mikilvægt jafnréttismál og raunar ætti þakið að vera umtalsvert hærra í tekjutengdu fæðingarorlofskerfi. 5. Foreldrar barna fram að grunnskólaaldri öðlast rétt til 20% vinnutímastyttingar með stuðningi úr Fæðingarorlofssjóði í allt að sex mánuði. Greiðslurnar reiknast á sama hátt og greiðslur vegna fæðingarorlofs en í hlutfalli við skerðingu á starfshlutfalli. Í dag er Ísland eftirbátur annarra Evrópuríkja hvað varðar jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs og raunar er Tyrkland eina Evrópulandið sem kemur verr út að þessu leyti í lífsgæðasamanburði OECD. Með þessari réttarbót yrði stigið mikilvægt skref í átt að fjölskylduvænni vinnumarkaði á Íslandi. Hér má lesa frumvarpið í heild ásamt greinargerð um tillögurnar og útfærslu þeirra. Best væri ef kerfisbreytingar í þessa veru yrðu lögfestar samhliða frekari lengingu fæðingarorlofs með fjölgun orlofsmánaða sem hvort foreldri á sjálfstæðan rétt til. Á meðal þeirra sem lýst hafa stuðningi við frumvarpið eru Alþýðusamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Félag íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna, Ljósmæðrafélag Íslands og samtökin Fyrstu fimm. Ég hlakka til að fylgja málinu eftir á vettvangi velferðarnefndar Alþingis. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Fæðingarorlof Samfylkingin Félagsmál Alþingi Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hvernig sköpum við réttlátara og sterkara fæðingarorlofskerfi á Íslandi? Nýlega mælti ég fyrir frumvarpi á Alþingi sem felur í sér eftirfarandi fimm breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof: 1. Fyrstu 350 þúsund krónur af viðmiðunartekjum fæðingarorlofsgreiðslna verða óskertar og 80%-reglan mun einvörðungu taka til tekna umfram þá fjárhæð. Þetta er lykilaðgerð til að verja afkomuöryggi foreldra, enda má launalægsta fólkið á Íslandi ekki við 20% tekjuskerðingu þegar það eignast barn. 2. Barnshafandi foreldri öðlast rétt til launaðs meðgönguorlofs allt að fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag án þess að sá tími komi til frádráttar þeim tíma sem foreldri á rétt á til launaðs fæðingarorlofs eftir fæðingu. Slíkur réttur er tryggður í Noregi og Danmörku. Að breytingunni hníga sterk heilsufarsleg rök, enda fylgir seinni hluta meðgöngu jafnan mikið álag og veikindaréttur fólks er mismunandi. 3. Fæðingarstyrkir til námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar hækka um 50%. Fjárhæðirnar eru smánarlegar í dag og duga hvergi nærri til framfærslu. Að auki er lagt til að námsmenn sem eiga rétt á fæðingarstyrk fái einnig styrk til framfærslu annarra barna undir 18 ára aldri sem nemur einföldum barnalífeyri eins og gildir um lánþega hjá Menntasjóði námsmanna. 4. Þak á fæðingarorlofsgreiðslur hækkar úr 600 þúsund krónum í 800 þúsund krónur á mánuði, en þakið hefur staðið í stað frá því að núgildandi lög tóku gildi árið 2020. Þetta er mikilvægt jafnréttismál og raunar ætti þakið að vera umtalsvert hærra í tekjutengdu fæðingarorlofskerfi. 5. Foreldrar barna fram að grunnskólaaldri öðlast rétt til 20% vinnutímastyttingar með stuðningi úr Fæðingarorlofssjóði í allt að sex mánuði. Greiðslurnar reiknast á sama hátt og greiðslur vegna fæðingarorlofs en í hlutfalli við skerðingu á starfshlutfalli. Í dag er Ísland eftirbátur annarra Evrópuríkja hvað varðar jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs og raunar er Tyrkland eina Evrópulandið sem kemur verr út að þessu leyti í lífsgæðasamanburði OECD. Með þessari réttarbót yrði stigið mikilvægt skref í átt að fjölskylduvænni vinnumarkaði á Íslandi. Hér má lesa frumvarpið í heild ásamt greinargerð um tillögurnar og útfærslu þeirra. Best væri ef kerfisbreytingar í þessa veru yrðu lögfestar samhliða frekari lengingu fæðingarorlofs með fjölgun orlofsmánaða sem hvort foreldri á sjálfstæðan rétt til. Á meðal þeirra sem lýst hafa stuðningi við frumvarpið eru Alþýðusamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Félag íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna, Ljósmæðrafélag Íslands og samtökin Fyrstu fimm. Ég hlakka til að fylgja málinu eftir á vettvangi velferðarnefndar Alþingis. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun