Segir Seðlabankann halda húsnæðismarkaðnum niðri Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2023 11:33 Að sögn Sigurðar Hannessonar er ófremdarástand á húsnæðismarkaði og ekkert sem bendir til þess að þar fari hlutirnir að lagast, þvert á móti. vísir/vilhelm Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er ómyrkur í máli hvað varðar uppbyggingu húsnæðis sem hann segir alltof alltof litla. Sigurður var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi og hann var afdráttarlaus í tali. Hann sagði ástandið skelfilegt og það stefndi allt í verðsprengju á húsnæðismarkaði. Framboðið minna en var í fyrra Á Íslandi er mannfjölgun sem nemur um þúsund manns á mánuði sem augljóslega hefur áhrif á eftirspurnina. En henni er haldið niðri með handafli af Seðlabankanum. Auk þess sem bankarnir reisa skorður með greiðslumati. Og framboðshliðin er ekki sterk heldur: „Þrjú þúsund íbúðir koma inn á markaðinn á ári en stefnt var að því að þær yrðu fjögur þúsund. Vextir eru háir, laun eru há, byggingavörur berast ekki, sölutími hefur lengst…“ sagði Sigurður. Ríkið lækkaði endurgreiðslur á virðisaukaskatti sem jók kostnaðinn. „Um mitt þetta ár hafði byggingakostnaður hækkað um ríflega 7 milljónir sem er yfir tíu prósent. Þetta letur aðila til að fara í ný verkefni.“ Sigurður segir þetta koma fram með skýrum hætti í nýjum tölum frá húsnæðis- og mannvirkjastofnun. „Núna á síðustu sex mánuðum var byrjað á byggingum á um 700 íbúðum sem er um 30 prósent af því sem var fyrir ári. Við erum að sjá fram á 70 prósent samdráttur á þeim verkefnum sem er að fara í gang. Það er að draga úr innflutningi á byggingarefni og við sjáum það á kanarífuglinum í kolanámunni sem eru arkítektastofur og verkfræðingar, sem eru að hanna íbúðarhúsnæði; þar er veltan að dragast saman.“ Verðsprengja í kortunum Allt bendir í sömu átt. Það verður minna byggt núna á næstu árum, það komi minna inn á markaðinn, sem magnar upp vandann sem er til staðar. „Það þarf íbúðir í dag en það tekur tvö ár eða meira að byggja þær.“ Við erum að tala um minna framboð en sívaxandi eftirspurn? Sem þýðir verðsprengja? „Það þýðir að verð mun hækka þegar aðstæður skapast. Seðlabankinn heldur markaðnum niðri með handafli og það er staða sem gengur ekki til lengdar. Það er ekkert annað í stöðunni við þessar aðstæður en byggja meira.“ Húsnæðismál Byggingariðnaður Seðlabankinn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Sigurður var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi og hann var afdráttarlaus í tali. Hann sagði ástandið skelfilegt og það stefndi allt í verðsprengju á húsnæðismarkaði. Framboðið minna en var í fyrra Á Íslandi er mannfjölgun sem nemur um þúsund manns á mánuði sem augljóslega hefur áhrif á eftirspurnina. En henni er haldið niðri með handafli af Seðlabankanum. Auk þess sem bankarnir reisa skorður með greiðslumati. Og framboðshliðin er ekki sterk heldur: „Þrjú þúsund íbúðir koma inn á markaðinn á ári en stefnt var að því að þær yrðu fjögur þúsund. Vextir eru háir, laun eru há, byggingavörur berast ekki, sölutími hefur lengst…“ sagði Sigurður. Ríkið lækkaði endurgreiðslur á virðisaukaskatti sem jók kostnaðinn. „Um mitt þetta ár hafði byggingakostnaður hækkað um ríflega 7 milljónir sem er yfir tíu prósent. Þetta letur aðila til að fara í ný verkefni.“ Sigurður segir þetta koma fram með skýrum hætti í nýjum tölum frá húsnæðis- og mannvirkjastofnun. „Núna á síðustu sex mánuðum var byrjað á byggingum á um 700 íbúðum sem er um 30 prósent af því sem var fyrir ári. Við erum að sjá fram á 70 prósent samdráttur á þeim verkefnum sem er að fara í gang. Það er að draga úr innflutningi á byggingarefni og við sjáum það á kanarífuglinum í kolanámunni sem eru arkítektastofur og verkfræðingar, sem eru að hanna íbúðarhúsnæði; þar er veltan að dragast saman.“ Verðsprengja í kortunum Allt bendir í sömu átt. Það verður minna byggt núna á næstu árum, það komi minna inn á markaðinn, sem magnar upp vandann sem er til staðar. „Það þarf íbúðir í dag en það tekur tvö ár eða meira að byggja þær.“ Við erum að tala um minna framboð en sívaxandi eftirspurn? Sem þýðir verðsprengja? „Það þýðir að verð mun hækka þegar aðstæður skapast. Seðlabankinn heldur markaðnum niðri með handafli og það er staða sem gengur ekki til lengdar. Það er ekkert annað í stöðunni við þessar aðstæður en byggja meira.“
Húsnæðismál Byggingariðnaður Seðlabankinn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira