Totten­ham á toppinn eftir auðveldan sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir tveir ná einkar vel saman.
Þessir tveir ná einkar vel saman. EPA-EFE/ISABEL INFANTES

Tottenham hafa verið á blússandi siglingu í upphafi tímabils meðan Fulham hefur ekki alveg náð að fylgja eftir góðu tímabili á síðustu leiktíð. Það kom því ekki á óvart þegar Son Heung-Min kom Spurs yfir á 36. mínútu eftir undirbúning Richarlison. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiks.

Hinn sjóðandi heit Son skipti um hlutverk snemma í síðari hálfleik þegar hann lagði boltann á James Maddison sem skoraði með snyrtilegu skoti. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur, sigur Tottenham aldrei í hættu.

Með sigrinum fer Tottenham upp í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig en liðið er enn taplaust þegar 9 umferðum er lokið. Manchester City og Arsenal eru í sætunum fyrir neðan með 21 stig hvort. Fulham er í 13. sæti með 11 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira