Enski boltinn

Segja Salah betri en Gerrard

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mohamed Salah og Steven Gerrard eru tveir af bestu leikmönnum í sögu Liverpool.
Mohamed Salah og Steven Gerrard eru tveir af bestu leikmönnum í sögu Liverpool. vísir/getty

Mohamed Salah er besti leikmaður Liverpool í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta var samdóma álit sérfræðinga Daily Mail.

Salah skoraði bæði mörk Liverpool í 2-0 sigrinum á Everton í Bítlaborgarslagnum á laugardaginn og hefur nú komið með beinum hætti að marki í fimmtán leikjum í röð. 

Salah og staða hans í sögu Liverpool var til umræðu í hlaðvarpi Daily Mail, It's All Kicking Off. Hann var einnig borinn saman við goðsögnina Steven Gerrard sem lék allan sinn feril á Englandi með Liverpool.

„Það að við séum að bera hann saman við Gerrard sýnir hvað Salah hefur gert á þessum sjö árum síðan hann kom. Steven bar liðið á herðunum í mörg ár. Salah kom síðan og hefur verið stórkostlegur,“ sagði Liverpool-sérfræðingurinn Dom King

„Ég held að það væri mjög erfitt að mótmæla því að Salah sé ekki besti leikmaður Liverpool á tíma ensku úrvalsdeildarinnar.“

Chris Sutton, sem varð Englandsmeistari með Blackburn Rovers 1995, tók undir með King.

„Þú hefur sannarlega lög að mæla. Salah hefur fært Liverpool á annað stig. Leikirnir sem hann hefur spilað, mörkin sem hann hefur skorað tímabil eftir tímabil; hann er svo áreiðanlegur,“ sagði Sutton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×