Arftaki Bjarna Sæmundssonar fær nafnið Þórunn Þórðardóttir Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2023 10:15 Þórunn Þórðardóttir HF 300 verður sjósett í desember. Stjr Nýtt rannsóknaskip Hafrannsóknarstofnunar verður sjósett í skipasmíðastöðinni Astilleros Armón í Vigo á Spáni 15. desember næstkomandi og við sjósetningu mun skipið formlega hljóta nafnið Þórunn Þórðardóttir og einkennisstafina HF 300. Þetta kemur fram í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu. Þar kemur fram að skipið muni draga nafn sitt af Þórunni Þórðardóttur sem hafi verið fyrsta íslenska konan með sérfræðimenntun í hafrannsóknum. Hún var meðal annars frumkvöðull í rannsóknum á frumframleiðni smáþörunga í hafinu við Ísland. „Eitt helsta afrek Þórunnar voru rannsóknir og mat á heildarfrumframleiðni svifþörunga á Íslandsmiðum en svifþörungar eru undirstaða fæðukeðju hafsins. Þórunn var jafnframt á meðal fyrstu sjávarlíffræðinga til að nota geislakolsaðferð til að meta framleiðni í sjónum. Hún hlaut heiðursviðurkenningu Lýðveldissjóðs Alþingis fyrir framlag sitt til rannsókna á hafinu við Ísland. Þórunn lést 11. desember árið 2007,“ segir í tilkynningunni. Þórunn Þórðardóttir var fyrsta íslenska konan með sérfræðimenntun í hafrannsóknum og var meðal annars frumkvöðull í rannsóknum á frumframleiðni smáþörunga í hafinu við Ísland.Stjr Þar er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að þetta nýja og glæsilega skip auki verulega möguleika Íslendinga til hafrannsókna. „Ég hef í mínu embætti lagt mikla áherslu á sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins, þetta eru því einstaklega ánægjuleg tímamót. Ekki skemmir fyrir að skipið skuli nefnt eftir svo merkri vísindakonu og frumkvöðli sem Þórunn Þórðardóttir var og að nafngiftin skuli tilkynnt á sjálfum kvennaverkfallsdeginum,“ segir Svandís. Stefnt er að afhendingu skipsins til Íslendinga í október 2024 og verði þá siglt til landsins. „Þórunn Þórðardóttir HF 300 mun leysa af hólmi Bjarna Sæmundsson HF 30 sem hefur þjónað sem hafrannsóknaskip í 53 ár. Skipið er nær 70 m langt og um 13 m breitt. Mikil áhersla hefur verið lögð á að skipið verði eins umhverfisvænt og sparneytið og unnt er, um er að ræða tvíorkuskip með rafknúnum skrúfum. Meginorkugjafi er olía en einnig eru stórar rafhlöður um borð sem stuðla að betri orkunýtingu,“ segir í tilkynningunni. Bjarni Sæmundsson hefur þjónað sem hafrannsóknaskip í 53 ár.Vísir/Vilhelm Vísindi Sjávarútvegur Kvennaverkfall Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu. Þar kemur fram að skipið muni draga nafn sitt af Þórunni Þórðardóttur sem hafi verið fyrsta íslenska konan með sérfræðimenntun í hafrannsóknum. Hún var meðal annars frumkvöðull í rannsóknum á frumframleiðni smáþörunga í hafinu við Ísland. „Eitt helsta afrek Þórunnar voru rannsóknir og mat á heildarfrumframleiðni svifþörunga á Íslandsmiðum en svifþörungar eru undirstaða fæðukeðju hafsins. Þórunn var jafnframt á meðal fyrstu sjávarlíffræðinga til að nota geislakolsaðferð til að meta framleiðni í sjónum. Hún hlaut heiðursviðurkenningu Lýðveldissjóðs Alþingis fyrir framlag sitt til rannsókna á hafinu við Ísland. Þórunn lést 11. desember árið 2007,“ segir í tilkynningunni. Þórunn Þórðardóttir var fyrsta íslenska konan með sérfræðimenntun í hafrannsóknum og var meðal annars frumkvöðull í rannsóknum á frumframleiðni smáþörunga í hafinu við Ísland.Stjr Þar er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að þetta nýja og glæsilega skip auki verulega möguleika Íslendinga til hafrannsókna. „Ég hef í mínu embætti lagt mikla áherslu á sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins, þetta eru því einstaklega ánægjuleg tímamót. Ekki skemmir fyrir að skipið skuli nefnt eftir svo merkri vísindakonu og frumkvöðli sem Þórunn Þórðardóttir var og að nafngiftin skuli tilkynnt á sjálfum kvennaverkfallsdeginum,“ segir Svandís. Stefnt er að afhendingu skipsins til Íslendinga í október 2024 og verði þá siglt til landsins. „Þórunn Þórðardóttir HF 300 mun leysa af hólmi Bjarna Sæmundsson HF 30 sem hefur þjónað sem hafrannsóknaskip í 53 ár. Skipið er nær 70 m langt og um 13 m breitt. Mikil áhersla hefur verið lögð á að skipið verði eins umhverfisvænt og sparneytið og unnt er, um er að ræða tvíorkuskip með rafknúnum skrúfum. Meginorkugjafi er olía en einnig eru stórar rafhlöður um borð sem stuðla að betri orkunýtingu,“ segir í tilkynningunni. Bjarni Sæmundsson hefur þjónað sem hafrannsóknaskip í 53 ár.Vísir/Vilhelm
Vísindi Sjávarútvegur Kvennaverkfall Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira