Viðskipti innlent

Telma til Héðins

Atli Ísleifsson skrifar
Telma Sveinsdóttir.
Telma Sveinsdóttir. Héðinn

Telma Sveinsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri véltæknifyrirtækisins Héðins. 

Í tilkynningu kemur fram að hjá fyrirtækinu starfi 120 manns og muni Telma leiða verkefni er varði innleiðingu, ráðningar og önnur mannauðsverkefni. Hún hefur þegar hafið störf.

„Telma starfaði áður sem mannauðsstjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Travelshift. Þar áður vann Telma hjá Landsspítalanum með áherslu á ráðningar og aðlögun erlendra sérfræðinga. 

Telma lauk M.Sc. námi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands árið 2009 þar sem hún rannsakaði eiginleika liðsheildar og liðsvinnu,“ segir í tilkynningunni. 

Um Héðinn segir að það sé leiðandi fyrirtæki hér á landi í málmiðnaði og véltækni. Fyrirtækið var stofnað árið 1922 og felst starfsemin einkum í fjölbreyttri þjónustu við sjávarútveginn, stóriðjufyrirtæki og orkuframleiðendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×