Danir senda Þóri Hergeirs smá pillu: Ekki við hæfi að gera eins og Norðmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2023 11:45 Þórir Hergeirsson ræðir við eftirlitsdómara í leik Noregs og Sviss á Evrópumóti kvenna í handknattleik. Vísir/Getty Danska handboltasambandið hefur gefið það út að það muni ekki hafa sömu reglu og norska handboltalandsliðið á komandi heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson þjálfar norsku stelpurnar og hann setti þá reglu að leikmenn hans megi ekki gefa eiginhandaráritanir eftir leiki né láta taka myndir af sér með stuðningsmönnum norska liðsins. Ástæðan fyrir þessu er ótti við að með þessu séu þær að koma sér í mikla smithættu og geti þar með náð sér í inflúensu, nóróveiru eða kórónuveiru. Þórir sagði í samtali við Verdens Gang að Norðmenn hafi þurft að taka þessa ákvörðun sjálfir því þeir geti ekki beðið eftir öðrum til að taka á þessari óvissu fyrir þau. Þórir fékk á sig mikla gagnrýni eftir þetta og var meðal annars sakaður um móðursýki af norskum fjölmiðlamanni. Danska landsliðið spilar alla leiki sína í höllinni í Herning sem tekur tólf þúsund manns í sæti. Það er búist við fullri höll og miklum áhuga á danska liðinu. „Við erum ekki að hugsa um að setja slíka reglu enda þykir okkur það ekki við hæfi. Eitthvað mjög neikvætt þarf að gerast í samfélaginu til þess að við förum þessa leið,“ sagði Morten Henriksen, framkvæmdastjóri danska sambandsins, við TV2. „Ef hlutirnir halda áfram að vera eins og þeir eru núna þá get ég fullvissað ykkur um að við munum fá heilbrigða, áhugasama og viðkunnanlega handboltaleikmenn til að mæta á stuðningsmannasvæðið,“ sagði Morten. HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson þjálfar norsku stelpurnar og hann setti þá reglu að leikmenn hans megi ekki gefa eiginhandaráritanir eftir leiki né láta taka myndir af sér með stuðningsmönnum norska liðsins. Ástæðan fyrir þessu er ótti við að með þessu séu þær að koma sér í mikla smithættu og geti þar með náð sér í inflúensu, nóróveiru eða kórónuveiru. Þórir sagði í samtali við Verdens Gang að Norðmenn hafi þurft að taka þessa ákvörðun sjálfir því þeir geti ekki beðið eftir öðrum til að taka á þessari óvissu fyrir þau. Þórir fékk á sig mikla gagnrýni eftir þetta og var meðal annars sakaður um móðursýki af norskum fjölmiðlamanni. Danska landsliðið spilar alla leiki sína í höllinni í Herning sem tekur tólf þúsund manns í sæti. Það er búist við fullri höll og miklum áhuga á danska liðinu. „Við erum ekki að hugsa um að setja slíka reglu enda þykir okkur það ekki við hæfi. Eitthvað mjög neikvætt þarf að gerast í samfélaginu til þess að við förum þessa leið,“ sagði Morten Henriksen, framkvæmdastjóri danska sambandsins, við TV2. „Ef hlutirnir halda áfram að vera eins og þeir eru núna þá get ég fullvissað ykkur um að við munum fá heilbrigða, áhugasama og viðkunnanlega handboltaleikmenn til að mæta á stuðningsmannasvæðið,“ sagði Morten.
HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira