Wilson klúðraði tveimur dauðafærum í tapi gegn Dortmund

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Marco Reus, fyrirliði Borussia Dortmund, fagnar eftir að Felix Nmecha skoraði gegn Newcastle United.
Marco Reus, fyrirliði Borussia Dortmund, fagnar eftir að Felix Nmecha skoraði gegn Newcastle United. getty/Hendrik Deckers

Newcastle United tókst ekki að byggja ofan á frábærri frammistöðu liðsins í síðustu umferð Meistaradeildarinnar og mátti þola 0-1 tap gegn Borussia Dortmund.

Dortmund liðið steig út á völlinn með skotskóna reimaða fasta, liðið átti heil 29 skot bara í fyrri hálfleiknum. Þrátt fyrir algjöra yfirburði inni á vellinum þurftu þeir að bíða fram að 28. skotinu eftir því að boltinn færi í netið. 

Markið kom rétt fyrir hálfleikslok upp úr góðri skyndisókn Dortmund, Marco Reus leiddi sóknina, kom boltanum á Schlotterbeck sem lagði hann út á markaskorarann Felix Nmecha. 

Callum Wilson komst hársbreidd frá því að jafna leikinn á 57. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Anthony Gordon, en markvörður Dortmund sá við honum. Hann var svo aftur á ferðinni þegar hann skallaði boltann í slánna undir lok leiks. 

En Newcastle tókst ekki að finna jöfnunarmarkið að þessu sinni og þurfti að sætta sig við eins marks tap á heimavelli. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira