Alvarlegar aukaverkanir íslensku krónunnar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 26. október 2023 10:30 Fjárfesting stjórnvalda í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er minni en á öðrum Norðurlöndum. Og fátt einkennir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu á Íslandi meira en biðlistar þrátt fyrir að hér á landi sé starfandi frábært heilbrigðisstarfsfólk. Fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er lítil á sama tíma og skattheimta er óvíða hærri en á Íslandi. Hvað er það sem veldur eiginlega að háir skattar skila ekki sterkari heilbrigðiskerfi? Staðreyndin er sú að íslenska ríkið er í sömu stöðu og heimilin á Íslandi. Ríkissjóður er að sprengja sig á vaxtakostnaði. Og það sorglega er að þetta er staðan þrátt fyrir að skuldirnar séu ekki sérstaklega miklar. Það eru ekki skuldirnar heldur vextirnir sem fara með bókhaldið á hliðina. Kunnugleg mynd, ekki satt? Vextir íslenska ríkisins kosta 111 milljarða á næsta ári skv. skv. fjárlagafrumvarpi. Vaxtakostnaður er fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Og auðvitað hefur þessi ævintýralegi kostnaður áhrif á burði okkar til að fjárfesta í heilbrigðisþjónustu og innviðum. Þess vegna gengur ekki upp í umræðu um fjárlög og stöðu ríkisins að vilja ekki ræða kostnað ríkisins af skuldum. Árið 2021 námu skatttekjur hins opinbera að meðtöldu framlagi í lífeyrissjóði næstum 45% af landsframleiðslu samkvæmt OECD. 45%. Aðeins Danmörk var hærri en Ísland. Ísland er að nálgast heimsmeistaratitil að þessu leyti. Það er ótrúlega lítil umræða um hversu háir skattar eru á Íslandi og hvernig það má vera að þessir háu skattar skila ekki meiri fjárfestingu í heilbrigðisþjónustu og innviðum fyrir fólkið í landinu. En þetta eru alvarlegar aukaverkanir þess að vera með íslenska krónu. Örmynt sem gjaldmiðil. Íslenska örmyntin framkallar sér íslenska sprengivexti. Aukaverkanirnar birtast núna harkalega hjá heimilunum, ýmsum atvinnugreinum eins og hjá bændum en líka hjá ríkinu. Þetta er staðan sem þarf að ræða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Íslenska krónan Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjárfesting stjórnvalda í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er minni en á öðrum Norðurlöndum. Og fátt einkennir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu á Íslandi meira en biðlistar þrátt fyrir að hér á landi sé starfandi frábært heilbrigðisstarfsfólk. Fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er lítil á sama tíma og skattheimta er óvíða hærri en á Íslandi. Hvað er það sem veldur eiginlega að háir skattar skila ekki sterkari heilbrigðiskerfi? Staðreyndin er sú að íslenska ríkið er í sömu stöðu og heimilin á Íslandi. Ríkissjóður er að sprengja sig á vaxtakostnaði. Og það sorglega er að þetta er staðan þrátt fyrir að skuldirnar séu ekki sérstaklega miklar. Það eru ekki skuldirnar heldur vextirnir sem fara með bókhaldið á hliðina. Kunnugleg mynd, ekki satt? Vextir íslenska ríkisins kosta 111 milljarða á næsta ári skv. skv. fjárlagafrumvarpi. Vaxtakostnaður er fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins. Og auðvitað hefur þessi ævintýralegi kostnaður áhrif á burði okkar til að fjárfesta í heilbrigðisþjónustu og innviðum. Þess vegna gengur ekki upp í umræðu um fjárlög og stöðu ríkisins að vilja ekki ræða kostnað ríkisins af skuldum. Árið 2021 námu skatttekjur hins opinbera að meðtöldu framlagi í lífeyrissjóði næstum 45% af landsframleiðslu samkvæmt OECD. 45%. Aðeins Danmörk var hærri en Ísland. Ísland er að nálgast heimsmeistaratitil að þessu leyti. Það er ótrúlega lítil umræða um hversu háir skattar eru á Íslandi og hvernig það má vera að þessir háu skattar skila ekki meiri fjárfestingu í heilbrigðisþjónustu og innviðum fyrir fólkið í landinu. En þetta eru alvarlegar aukaverkanir þess að vera með íslenska krónu. Örmynt sem gjaldmiðil. Íslenska örmyntin framkallar sér íslenska sprengivexti. Aukaverkanirnar birtast núna harkalega hjá heimilunum, ýmsum atvinnugreinum eins og hjá bændum en líka hjá ríkinu. Þetta er staðan sem þarf að ræða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun