Hafna alfarið mismunun á grundvelli húðlitar eða kynþáttar Jakob Bjarnar skrifar 27. október 2023 10:00 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja. Lögmaður bæjarins hefur svarað kröfubréfinu afdráttarlaust og hafnað henni í öllum meginatriðum. Vísir/Vilhelm „Ég get ekki tjáð mig um einstaka mál en ég hafna því algjörlega að starfsfólk sveitarfélagsins sé að mismuna fólki eins og þarna er haldið fram,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja í samtali við Vísi. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Í DV í vikunni birtist frétt þar sem alvarlegar ásakanir voru settar fram á hendur bænum. Lífeyrisþegi á áttræðisaldri, kona sem upphaflega kemur frá Íran, hafði sent bænum kröfubréf þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni og greiðslu þriggja milljóna króna miskabóta. Verði ekki orðið við kröfunni er því hótað að höfðað verði mál á hendur bæjarfélaginu. Alvarlegar ásakanir í kröfunni Í bréfinu eru raktar þrjár ástæður fyrir kröfunni en fram kemur að um sé að ræða ítrekuð og endurtekin atvik sem geti ekki, sé horft á hlutina í samhengi, verið tilviljun eða mistök af hálfu starfsmanna Vestmannaeyjabæjar. Í kröfunni er því haldið fram að ítrekað hafi verið gengið fram hjá konunni við úthlutun félagslegra íbúða og að henni hafi ítrekað verið sendur matur sem innihaldi svínakjöt þrátt fyrir ábendingar þess efnis að hún borði ekki slíkt vegna trúar sinnar. Og í þriðja lagi hafi starfsfólk sveitarfélagsins í tvígang tekið upp á því að flytja konuna hreppaflutningum til Reykjavíkur án nokkurrar sýnilegrar ástæðu eða lagaheimildar og í því felist ólögmæt meingerð sem sé skaðabótaskyld. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi bréf fyrir hönds skjólstæðings síns og krafðist afsökunarbeiðni og 3 milljóna króna í skaðbætur.vísir/vilhelm Það er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sem fer með málið fyrir hönd konunnar en í frétt DV og hefur hann gefið Vestmannaeyjarbæ vikufrest til að bregðast við í bréfi dagsettu 23. október. Eins og lætur nærri eru miklar og heitar meiningar látnar falla í athugasemdakerfi DV um þetta mál, flestar sem ekki er hægt að hafa eftir. Lögmaður Eyja vísar ásökunum á bug Lögmaður bæjarins er Elimar Hauksson og hann segist ekki geta tjáð sig um málið í smáatriðum. En þar sé hins vegar eitt og annað sem ekki fái staðist, eiginlega allt. Elimar Hauksson lögmaður Eyja hefur skrifað Vilhjálmi bréf og hafnað öllum kröfum.vísir/vilhelm Hann hefur skrifað Vilhjálmi bréf þar sem kröfunum er alfarið hafnað. „Miskabótakröfunni er hafnað, því er mótmælt að nokkuð í málsmeðferð bæjarins er varðar konuna hafi falið í sér ólögmæta meingerð gagnvart henni sjálfri og því er algjörlega hafnað að starfsfólk mismuni fólki á grundvelli húðlitar eða kynþáttar,“ segir Elimar í samtali við Vísi. Dómsmál Vestmannaeyjar Kynþáttafordómar Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Í DV í vikunni birtist frétt þar sem alvarlegar ásakanir voru settar fram á hendur bænum. Lífeyrisþegi á áttræðisaldri, kona sem upphaflega kemur frá Íran, hafði sent bænum kröfubréf þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni og greiðslu þriggja milljóna króna miskabóta. Verði ekki orðið við kröfunni er því hótað að höfðað verði mál á hendur bæjarfélaginu. Alvarlegar ásakanir í kröfunni Í bréfinu eru raktar þrjár ástæður fyrir kröfunni en fram kemur að um sé að ræða ítrekuð og endurtekin atvik sem geti ekki, sé horft á hlutina í samhengi, verið tilviljun eða mistök af hálfu starfsmanna Vestmannaeyjabæjar. Í kröfunni er því haldið fram að ítrekað hafi verið gengið fram hjá konunni við úthlutun félagslegra íbúða og að henni hafi ítrekað verið sendur matur sem innihaldi svínakjöt þrátt fyrir ábendingar þess efnis að hún borði ekki slíkt vegna trúar sinnar. Og í þriðja lagi hafi starfsfólk sveitarfélagsins í tvígang tekið upp á því að flytja konuna hreppaflutningum til Reykjavíkur án nokkurrar sýnilegrar ástæðu eða lagaheimildar og í því felist ólögmæt meingerð sem sé skaðabótaskyld. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi bréf fyrir hönds skjólstæðings síns og krafðist afsökunarbeiðni og 3 milljóna króna í skaðbætur.vísir/vilhelm Það er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sem fer með málið fyrir hönd konunnar en í frétt DV og hefur hann gefið Vestmannaeyjarbæ vikufrest til að bregðast við í bréfi dagsettu 23. október. Eins og lætur nærri eru miklar og heitar meiningar látnar falla í athugasemdakerfi DV um þetta mál, flestar sem ekki er hægt að hafa eftir. Lögmaður Eyja vísar ásökunum á bug Lögmaður bæjarins er Elimar Hauksson og hann segist ekki geta tjáð sig um málið í smáatriðum. En þar sé hins vegar eitt og annað sem ekki fái staðist, eiginlega allt. Elimar Hauksson lögmaður Eyja hefur skrifað Vilhjálmi bréf og hafnað öllum kröfum.vísir/vilhelm Hann hefur skrifað Vilhjálmi bréf þar sem kröfunum er alfarið hafnað. „Miskabótakröfunni er hafnað, því er mótmælt að nokkuð í málsmeðferð bæjarins er varðar konuna hafi falið í sér ólögmæta meingerð gagnvart henni sjálfri og því er algjörlega hafnað að starfsfólk mismuni fólki á grundvelli húðlitar eða kynþáttar,“ segir Elimar í samtali við Vísi.
Dómsmál Vestmannaeyjar Kynþáttafordómar Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira