Enski boltinn

Man. United setur nýtt met í heildar­tekjum en tapar samt pening

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bruno Fernandes er lykilmaður Manchester United en þótt að félagið sé að búa til mikinn pening þá er kostnaðurinn við að reka það enn meiri.
Bruno Fernandes er lykilmaður Manchester United en þótt að félagið sé að búa til mikinn pening þá er kostnaðurinn við að reka það enn meiri. Getty/Michael Regan

Manchester United bætti metið í heildartekjum félags í ensku úrvalsdeildinni á einu fjármagnsári.

Heildartekjur United á síðasta ári voru 648,4 milljónir punda eða 110 milljarðar íslenskra króna.

Þessar góður rekstrartölur eru gerðar opinberar á sama tíma og breski milljarðamæringurinn Sir Jim Ratcliffe er nálægt því að kaupa 25 prósent hlut í félaginu af Glazer fjölskyldunni.

Tekjur United hækka um ellefu prósent á milli ára og það þrátt fyrir að félagið hafi verið í Evrópudeildinni. Félagið skilaði engu á síður 42 milljón punda tapi. Það gera rúmlega sjö milljarða íslenskra króna.

Launaútgjöld félagsins lækkuðu þó um 52,8 milljónir punda og voru því 331,4 milljónir punda eða 56,4 milljarðar króna. Einn af launaháu leikmönnunum sem yfirgáfu félagið var Cristiano Ronaldo.

Samkvæmt úttektinni þá fengu Glazer fjölskyldan og aðrir hluthafar ekki greiddan neinn arf úr félaginu á þessu fjárhagsári. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem þeir fá ekkert.

Langtímaskuldir félagsins eru 538,2 milljónir punda eða 91,7 milljarður króna. Hér fyrir neðan er farið yfir stöðu fjármála hjá United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×