Niðurstaðan kveði ekki á um endurgreiðslu skrásetningargjalds Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 27. október 2023 14:31 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir mikilvægt að opinberir háskólar, líkt og aðrir opinberir aðildar, sýni aðhald í rekstri. Vísir/Arnar Háskólaráðherra segir nýjan úrskurð ekki kveða á um endurgreiðslu skrásetningargjalda né að það sé í heild sinni ólögmætt. Stúdentaráð hefur krafið háskólann um endurgreiðslu. Stúdentaráð Háskóla Íslands krefst þess að háskólinn endurgreiði skráningargjöld við skólann sem greidd hafi verið af öllum nemendum undanfarin ár. Þetta kom fram á blaðamannfundi sem fram fór í Grósku í dag. Nemandinn sem kærði gjaldið taldi innheimtu þess ekki rúmast innan laga um opinbera háskóla - þar sem gjaldið væri ekki í samræmi við veitta þjónustu og þar með nokkurs konar skattur. Ábyrgðarlaust að leggja málið svona upp Jón Atli Bendiktsson, rektor Háskóla Íslands segir fjarstæðukennt að krefja endurgreiðslu skólagjalda mörg ár aftur í tímann. „Það er alveg ljóst að skrásetningargjaldið er þannig að það er skilgreint sem þjónustugjald og þó svo að einhver hluti þessarar skilgreiningar væri þannig að það væri ekki í lagi þá þýðir það ekki að greiða þurfi allt gjaldið til baka. Það er búið að snúa málinu á haus. Við þurfum að rökstyðja betur hvað er þarna að baki. Stúdenta munu greiða þetta lögbundna skrásetningargjald sem núna er að hámarki 75 þúsund krónur en það þýðir ekki að það fari niður í núll krónur, það er út í hött að tala þannig og í raun ábyrgðarlaust að leggja málið þannig upp.“ Þér finnst fulltrúar Stúdentaráðs mistúlka niðurstöðuna? „Já og ég skil ekki hvers vegna þau fara þangað því það er ekki verið að afnema skrásetningargjaldið með þessum úrskurði heldur benda á að rökstyðja þurfi betur hvað liggur að baki gjaldinu. Gjaldið hefur verið óbreytt síðan 2014 en síðan þá hefur verðbólga aukist mikið og þjónusta við stúdenta aukist, en verkefni Háskóla Íslands og Háskólaráðs eru nú að fara betur yfir málið og rökstyðja gjaldið betur en ekki fella gjaldið niður. Það myndi hafa veruleg áhrif á háskólastarf á Íslandi og ekkert tilefni til þess.“ Háskólinn verði að skýra þjónustuna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, tekur undir með rektor og segir niðurstöðuna ekki kveða á um endurgreiðslu skrásentingargjaldsins né að það sé í heild sinni ólögmætt heldur einungis hluti þess. „Það er auðvitað þannig að niðurstaðan kveður ekki á um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins né að það sé í heild sinni ólögmætt. Niðurstaðan er skýr um að útreikningar á hluta gjaldsins sé ábótavant og það er auðvitað mjög alvarlegt. Þjónustugjöld gera ríkar kröfur um að þar falli einungis undir sá kostnaður sem hlýst af þjónustu við nemendur og það þarf að vera fullnægjandi útreikningar að baki og það er það sem nefndin bendir á með hluta gjaldsins og nú liggur verkefnið hjá Háskólaráði að takast á við þessa niðurstöðu.“ Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. 27. október 2023 07:14 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands krefst þess að háskólinn endurgreiði skráningargjöld við skólann sem greidd hafi verið af öllum nemendum undanfarin ár. Þetta kom fram á blaðamannfundi sem fram fór í Grósku í dag. Nemandinn sem kærði gjaldið taldi innheimtu þess ekki rúmast innan laga um opinbera háskóla - þar sem gjaldið væri ekki í samræmi við veitta þjónustu og þar með nokkurs konar skattur. Ábyrgðarlaust að leggja málið svona upp Jón Atli Bendiktsson, rektor Háskóla Íslands segir fjarstæðukennt að krefja endurgreiðslu skólagjalda mörg ár aftur í tímann. „Það er alveg ljóst að skrásetningargjaldið er þannig að það er skilgreint sem þjónustugjald og þó svo að einhver hluti þessarar skilgreiningar væri þannig að það væri ekki í lagi þá þýðir það ekki að greiða þurfi allt gjaldið til baka. Það er búið að snúa málinu á haus. Við þurfum að rökstyðja betur hvað er þarna að baki. Stúdenta munu greiða þetta lögbundna skrásetningargjald sem núna er að hámarki 75 þúsund krónur en það þýðir ekki að það fari niður í núll krónur, það er út í hött að tala þannig og í raun ábyrgðarlaust að leggja málið þannig upp.“ Þér finnst fulltrúar Stúdentaráðs mistúlka niðurstöðuna? „Já og ég skil ekki hvers vegna þau fara þangað því það er ekki verið að afnema skrásetningargjaldið með þessum úrskurði heldur benda á að rökstyðja þurfi betur hvað liggur að baki gjaldinu. Gjaldið hefur verið óbreytt síðan 2014 en síðan þá hefur verðbólga aukist mikið og þjónusta við stúdenta aukist, en verkefni Háskóla Íslands og Háskólaráðs eru nú að fara betur yfir málið og rökstyðja gjaldið betur en ekki fella gjaldið niður. Það myndi hafa veruleg áhrif á háskólastarf á Íslandi og ekkert tilefni til þess.“ Háskólinn verði að skýra þjónustuna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, tekur undir með rektor og segir niðurstöðuna ekki kveða á um endurgreiðslu skrásentingargjaldsins né að það sé í heild sinni ólögmætt heldur einungis hluti þess. „Það er auðvitað þannig að niðurstaðan kveður ekki á um endurgreiðslu skrásetningargjaldsins né að það sé í heild sinni ólögmætt. Niðurstaðan er skýr um að útreikningar á hluta gjaldsins sé ábótavant og það er auðvitað mjög alvarlegt. Þjónustugjöld gera ríkar kröfur um að þar falli einungis undir sá kostnaður sem hlýst af þjónustu við nemendur og það þarf að vera fullnægjandi útreikningar að baki og það er það sem nefndin bendir á með hluta gjaldsins og nú liggur verkefnið hjá Háskólaráði að takast á við þessa niðurstöðu.“
Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. 27. október 2023 07:14 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Segir gjaldið ekki ólögmætt og mikilvægt að forðast misskilning Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að niðurstaða Áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sé ekki rangtúlkuð eða misskilin. 27. október 2023 07:14