Landris mælist norðvestan við Þorbjörn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. október 2023 14:04 Fjallið Þorbjörn er svo að segja í bakgarði Grindvíkinga. Vísir/Vilhelm GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að landrisið bendi til aukins þrýstings sem líklegast sé tilkominn vegna kvikuinnskots á dýpi. Miðja landrissins er um 1,5 kílómetra norðvestan við Þorbjörn, nærri Bláa lóninu. Þetta er í fimmta sinn síðan árið 2020 síðan landris mælist á þessu svæði, síðast árið 2022. „Fyrsta mat á hraða landrissins sem er í gangi núna er að það sé hraðara en áður. Að svo stöddu er ekki merki um að kvika færist nær yfirborði, aðstæður geta hins vegar breyst á skömmum tíma,“ segir í tilkynningunni. Yfir sjö þúsund skjálftar Síðustu aflögunargögn frá Reykjanesskaga sýna að margþætt ferli kvikuhreyfinga stendur yfir í jarðskorpunni. Gervihnattamynd sýnir aflögun frá 26.okt til 28.okt.Veðustofan Yfir 7.000 jarðskjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinu sem hófst 25. október norðan við Grindavík. Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsti í kjölfarið yfir óvissustigi almannavarna. Hrinan stendur enn yfir þótt aðeins hafi dregið úr virkninni. Þrátt fyrir það eru enn líkur á að jarðskjálftar finnist á svæðinu. Í dag verða líkanareikningar gerðir til að reyna að áætla dýpi og stærð innskotsins norðvestan við Þorbjörn. Þau gögn ættu að gefa aukna innsýn í kvikuhreyfingar og aflögun á Reykjanesskaga. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Reikna með áframhaldandi skjálftavirkni á Reykjanesi Sérfræðingar Veðurstofu Íslands segja áfram mega búast við jarðskjálftum á Reykjanesskaganum vegna spennubreytinga vegna þenslu á töluverðu týpi undir Fagradalsfjalli. 26. október 2023 15:40 Fylgjast vel með en óvíst hvort kvika færist nær yfirborðinu Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust rétt norður af Þorbirni í Grindavík í morgun. Meira en þúsund skjálftar hafa mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall síðan á miðnætti. Bæjarstjórinn í Grindavík segir óþægilegt að vakna aftur við þennan veruleika en íbúar séu orðnir vanir. 25. október 2023 12:28 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni. 25. október 2023 12:13 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að landrisið bendi til aukins þrýstings sem líklegast sé tilkominn vegna kvikuinnskots á dýpi. Miðja landrissins er um 1,5 kílómetra norðvestan við Þorbjörn, nærri Bláa lóninu. Þetta er í fimmta sinn síðan árið 2020 síðan landris mælist á þessu svæði, síðast árið 2022. „Fyrsta mat á hraða landrissins sem er í gangi núna er að það sé hraðara en áður. Að svo stöddu er ekki merki um að kvika færist nær yfirborði, aðstæður geta hins vegar breyst á skömmum tíma,“ segir í tilkynningunni. Yfir sjö þúsund skjálftar Síðustu aflögunargögn frá Reykjanesskaga sýna að margþætt ferli kvikuhreyfinga stendur yfir í jarðskorpunni. Gervihnattamynd sýnir aflögun frá 26.okt til 28.okt.Veðustofan Yfir 7.000 jarðskjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinu sem hófst 25. október norðan við Grindavík. Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsti í kjölfarið yfir óvissustigi almannavarna. Hrinan stendur enn yfir þótt aðeins hafi dregið úr virkninni. Þrátt fyrir það eru enn líkur á að jarðskjálftar finnist á svæðinu. Í dag verða líkanareikningar gerðir til að reyna að áætla dýpi og stærð innskotsins norðvestan við Þorbjörn. Þau gögn ættu að gefa aukna innsýn í kvikuhreyfingar og aflögun á Reykjanesskaga.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Reikna með áframhaldandi skjálftavirkni á Reykjanesi Sérfræðingar Veðurstofu Íslands segja áfram mega búast við jarðskjálftum á Reykjanesskaganum vegna spennubreytinga vegna þenslu á töluverðu týpi undir Fagradalsfjalli. 26. október 2023 15:40 Fylgjast vel með en óvíst hvort kvika færist nær yfirborðinu Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust rétt norður af Þorbirni í Grindavík í morgun. Meira en þúsund skjálftar hafa mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall síðan á miðnætti. Bæjarstjórinn í Grindavík segir óþægilegt að vakna aftur við þennan veruleika en íbúar séu orðnir vanir. 25. október 2023 12:28 Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni. 25. október 2023 12:13 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Reikna með áframhaldandi skjálftavirkni á Reykjanesi Sérfræðingar Veðurstofu Íslands segja áfram mega búast við jarðskjálftum á Reykjanesskaganum vegna spennubreytinga vegna þenslu á töluverðu týpi undir Fagradalsfjalli. 26. október 2023 15:40
Fylgjast vel með en óvíst hvort kvika færist nær yfirborðinu Tveir jarðskjálftar yfir þremur að stærð mældust rétt norður af Þorbirni í Grindavík í morgun. Meira en þúsund skjálftar hafa mælst við Þorbjörn og Fagradalsfjall síðan á miðnætti. Bæjarstjórinn í Grindavík segir óþægilegt að vakna aftur við þennan veruleika en íbúar séu orðnir vanir. 25. október 2023 12:28
Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan hófst snemma í morgun og er enn í gagni. 25. október 2023 12:13