Enski boltinn

Jóhann Berg og fé­lagar enn í fall­sæti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhann Berg í leik kvöldsins.
Jóhann Berg í leik kvöldsins. Steven Paston/Getty Images

Það bendir allt til þess að Jóhann Berg Guðmundsson og liðsfélagar hans í Burnley falli úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu næsta vor. Liðið tapaði í dag gegn Bournemouth en fyrir leik hafði Burnley unnið einn af níu leikjum sínum á tímabilinu á meðan heimaliðið var án sigurs.

Jóhann Berg var í byrjunarliði Burnley sem byrjaði leik dagsins vel en Charlie Taylor kom gestunum yfir strax á 11. mínútu. Lærisveinar Vincents Kompany voru hins vegar ekki lengi í paradís því Antoine Semenyo jafnaði metin um miðbik fyrri hálfleiks og staðan jöfn þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Það var svo á 76. mínútu þegar danski miðjumaðurinn Philip Billing skoraði það sem reyndist sigurmarkið fyrir Bournemouth. Burnley tókst að jafna metin þegar ein mínúta lifði leiks en Jay Rodriguez var rangstæður og markið dæmt af myndbandsdómara leiksins. Jóhann Berg var tekinn af velli þegar níu mínútur lifðu leiks.

Lokatölur 2-1 og Bournemouth komið upp í 17. sæti með sex stig. Burnley er í 19. sæti með fjögur stig.

Í B-deildinni var Arnór Sigurðsson í byrjunarliði Blackburn Rovers sem tapaði 0-1 á heimavelli gegn Swansea City og Rúnar Alex Rúnarsson sat á varamannabekk Cardiff City sem vann 2-0 sigur á Bristol City.


Tengdar fréttir

Nketiah hlóð í þrennu í stórsigri Arsenal

Arsenal vann afar sannfærandi 5-0 sigur er liðið tók á móti Sheffiled United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eddie Nketiah tekur boltann með sér heim eftir að hafa skorað þrennu fyrir heimamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×