Enski boltinn

Til­einkaði látinni frænku sinni þrennu dagsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eddie Nketiah nýtti tækifærið vel í dag.
Eddie Nketiah nýtti tækifærið vel í dag. EPA-EFE/VINCE MIGNOTT

Framherjinn Eddie Nketiah skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Arsenal í 5-0 sigri á nýliðum Sheffield United. Mörk dagsins tileinkaði hann látinni frænku sinni. 

„Þetta var magnað, þetta hefur ekki verið auðvelt. Í síðasta mánuði missti ég frænku mína svo ég vil tileinka henni mörkin þrjú. Fjölskyldan var hérna að horfa svo þetta var sérstakt augnablik,“ sagði Nketiah eftir leik.

„Þessir leikir snúast um þolinmæði, að halda aga. Fyrsta markið var góð sending frá Declan Rice, ágætis snerting og skot hjá mér. Hélt ég væri öruggur í öðru markinu en aldrei gaman þegar fjólublái VAR-skjárinn birtist. Þriðja markið var frábært, gott skot og einstakt augnablik.“

Hefði getað skorað fernu 

„Fyrsta hugsun var að grípa boltann og fara en Fabio Viera fiskaði vítið og þetta var gott augnablik. Þetta snýst um að vera liðsmaður, það var kominn tími til að hann myndi fá tækifæri og hann nýtti það vel,“ sagði Nketiah en Vieira skoraði fjórða mark Arsenal undir lok leiks.

Arsenal er í 2. sæti deildarinnar að loknum 10 leikjum með 24 stig, tveimur minna en topplið Tottenham Hotspur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×