Neville og Carra rifust um Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2023 09:00 Gary Neville og Jamie Carragher hafa sterkar skoðanir á ástandinu hjá Manchester United. Getty/John Walton Gary Neville og Jamie Carragher voru ekki sammála um stefnu félagsins og ástæðu vandræða Manchester United eftir 3-0 tap liðsins í nágrannaslagnum við Manchester City á Old Trafford í gær. Neville er fyrrum leikmaður Manchester United en Carragher lék allan sinn feril með Liverpool. Neville var mikið niðri fyrir þegar hann ræddi stöðu mála á bak við tjöldin hjá United. Það má alltaf búast við góðu sjónvarpi þegar þeir félagar fara að kýta fyrir framan sjónvarpsvélarnar og það var full ástæða til að fylgjast með þeim á Sky Sports í gær. Á meðan Carragher vildi kenna leikstíl United um slakt gengi og þar með knattspyrnustjóranum var það slæmt vinnuumhverfi sem Neville skrifaði vandræði félagsins fyrst og fremst á. Manchester United tapaði ekki bara með þremur mörkum á heimavelli í Manchester slagnum heldur var liðið algjörlega yfirspilað í leiknum. Carragher segir að liðið sé það eina af þeim stóru í ensku úrvalsdeildinni sem setji leikina upp eins og litla liðið. Pakki í vörn, spili ekki út úr vörninni og treysti á skyndisóknir. Neville segir að vinnuumhverfi knattspyrnustjórans og teymisins ekki boðlegt. Nú sé að koma inn nýr maður, Sir Jim Ratcliffe, sem ætlar að taka yfir alla stjórn á fótboltamálum félagsins. Allir starfsmenn félagsins mæti því í vinnuna með það hangandi yfir sér að þeir séu líklega að missa vinnuna. „Fréttirnar er um að það sé maður að koma inn sem ætli að hreinsa út alla fótboltadeild félagsins. Getur þú ímyndað þér hvað sé í gangi innan þessar fótboltadeildar og í kringum Erik ten Hag. Þetta er eitrað andrúmsloft og neikvæðni alls ráðandi. Allir eru að fara að missa vinnuna,“ sagði Gary Neville meðal annars. Hér fyrir neðan má sjá þá Neville og Carragher í ham í myndveri Sky Sports eftir leikinn í gær. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira
Neville er fyrrum leikmaður Manchester United en Carragher lék allan sinn feril með Liverpool. Neville var mikið niðri fyrir þegar hann ræddi stöðu mála á bak við tjöldin hjá United. Það má alltaf búast við góðu sjónvarpi þegar þeir félagar fara að kýta fyrir framan sjónvarpsvélarnar og það var full ástæða til að fylgjast með þeim á Sky Sports í gær. Á meðan Carragher vildi kenna leikstíl United um slakt gengi og þar með knattspyrnustjóranum var það slæmt vinnuumhverfi sem Neville skrifaði vandræði félagsins fyrst og fremst á. Manchester United tapaði ekki bara með þremur mörkum á heimavelli í Manchester slagnum heldur var liðið algjörlega yfirspilað í leiknum. Carragher segir að liðið sé það eina af þeim stóru í ensku úrvalsdeildinni sem setji leikina upp eins og litla liðið. Pakki í vörn, spili ekki út úr vörninni og treysti á skyndisóknir. Neville segir að vinnuumhverfi knattspyrnustjórans og teymisins ekki boðlegt. Nú sé að koma inn nýr maður, Sir Jim Ratcliffe, sem ætlar að taka yfir alla stjórn á fótboltamálum félagsins. Allir starfsmenn félagsins mæti því í vinnuna með það hangandi yfir sér að þeir séu líklega að missa vinnuna. „Fréttirnar er um að það sé maður að koma inn sem ætli að hreinsa út alla fótboltadeild félagsins. Getur þú ímyndað þér hvað sé í gangi innan þessar fótboltadeildar og í kringum Erik ten Hag. Þetta er eitrað andrúmsloft og neikvæðni alls ráðandi. Allir eru að fara að missa vinnuna,“ sagði Gary Neville meðal annars. Hér fyrir neðan má sjá þá Neville og Carragher í ham í myndveri Sky Sports eftir leikinn í gær. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira