Ef þingflokksformaðurinn tæki niður frjálshyggjugleraugun Árni Guðmundsson skrifar 30. október 2023 11:30 Þó ekki væri nema bara af og til. Þá myndi blasa við honum að hugmyndir um að selja áfengi alls staðar allan sólarhringinn með heimsendingaþjónustu og tilheyrandi áfengisáróðri (auglýsingum) er ekki góð hugmynd. Nema fyrir þá sem hafa einstakan hag af því þ.e. áfengisiðnaðurinn. En þar með er það upptalið, öll önnur tapa. Ekki bara það fólk sem býr við og mun búa við fíknsjúkdóma, heldur við öll. Samfélagið situr uppi með afleiðingarnar en sérhagsmunaaðilar hirða „gróðann“. Hugmynd þingflokksformannsins er því í raun tillaga um skattahækkun og eða hækkaðar álögur, sem hvoru tveggja mun lenda á almenningi. Ef rýnt er í stefnu Sjálfstæðisflokksins þá er þar gegnum gangandi leiðarstef ábyrg fjármálastjórnun og skattalækkanir? Í afar vandaðri lokaritgerð Stellu Einarsdóttir, í hagfræði (júní 2022) Samfélagslegur kostnaður vegna áfengisneyslu – Kostnaðargreining, kemur fram að samfélagslegur kostnaður árið 2021 nam 100.216,7 milljónum króna (100.216.700.000 krónur). Áfengisneysla samkvæmt tölum Hagstofunnar árið 2020 voru um 6 lítrar af hreinum vínanda per mann hérlendis. Í þessu kostnaðarmati er ekki tekið tillit til óáþreifanlegs kostnaðar, eins og endurskoðendur kalla gjarnan þann kostnað sem ekki er hægt að koma með góðu móti inn í excelskjölin, sem dæmi; sorg, andleg líðan, félagslegar afleiðingar, harmur, ógæfa m.m. Aðrar úttektir og rannsóknir hérlendis benda í sömu átt og rannsókn Stellu, m.a. rannsókn Ara Matthíassonar Þjóðfélagsleg byrði af áfengis- og vímuefnaneyslu (2010) og rannsóknarverkefnið Hver yrðu hugsanleg samfélagsleg áhrif frjálsrar áfengissölu á Íslandi? (2014). Það sölukerfi sem þingflokksformaðurinn talar fyrir svipar til sölufyrirkomulags í þeim löndum þar sem áfengisneysla er hvað mest, en gengur þó lengra í verki með hrað- og heimsendingum allan sólarhringinn nær alla daga ársins. Því má áætla að sérhagmunaaðilum muni takast, á nokkrum árum, að koma neyslu hérlendis upp í efstu viðmið, fái þeir til þess tækifæri, sem vonandi verður aldrei. Neysla mun án als vafa aukast vegna þessa lýðheilsuslyss sem þingflokksformaðurinn talar fyrir með tilheyrandi auknum útgjöldum fyrir samfélagið. Miðað við 4 lítra aukningu, sem ekki getur talist óraunhæft, er aukning (umfram 100.216.700.000 krónur, sbr rannsókn SE) um 67.000.000.000 kr. á ársgrundvelli. Til að setja þessa gríðarlegu fjármuni í samhengi þá er þetta svipuð upphæð og áætlaður samanlagður gróði alls íslenska bankakerfisins verður í ár. Miðað við þessar forsendur má gera ráð fyrir að hver líter í aukningu kosti samfélagið aukalega tæplega 17.000.000.000 kr á ársgrundvelli. Gríðarlegir fjármunir sem þarf væntanlega að ná inn með auknum álögum, sköttum eða með auknum niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarkerfinu sem þegar er van fjármagnað. Hugmyndir þingflokksformannsins eru því í raun tillögur um hækkun skatta, um að auka skattbyrði almennings til þess eins að mæta kostnaði við þetta fyrirsjáanlega lýðheilsuslys. Sérhagsmunaöfl hirða gróðann en samfélagið situr uppi með afleiðingarnar. Í hnotskurn skólabókardæmi um dæmalaust lélega og óábyrga fjármálastjórn og skatthækkunarstefnu. Alvöru lýðheilsustefna, eins og lengst af hefur gilt á þessum vettvangi, og almenn sátt hefur ríkt um, eru hin raunverulegu verðmæti. Ekki bara í „óáþreifanlegum“ verðmætum, í slíku felst ábyrg fjármálastjórn, í slíku flest raunverulegur sparnaður, í slíku felast hóflegri skattar og álögur. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Auglýsinga- og markaðsmál Fíkn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þó ekki væri nema bara af og til. Þá myndi blasa við honum að hugmyndir um að selja áfengi alls staðar allan sólarhringinn með heimsendingaþjónustu og tilheyrandi áfengisáróðri (auglýsingum) er ekki góð hugmynd. Nema fyrir þá sem hafa einstakan hag af því þ.e. áfengisiðnaðurinn. En þar með er það upptalið, öll önnur tapa. Ekki bara það fólk sem býr við og mun búa við fíknsjúkdóma, heldur við öll. Samfélagið situr uppi með afleiðingarnar en sérhagsmunaaðilar hirða „gróðann“. Hugmynd þingflokksformannsins er því í raun tillaga um skattahækkun og eða hækkaðar álögur, sem hvoru tveggja mun lenda á almenningi. Ef rýnt er í stefnu Sjálfstæðisflokksins þá er þar gegnum gangandi leiðarstef ábyrg fjármálastjórnun og skattalækkanir? Í afar vandaðri lokaritgerð Stellu Einarsdóttir, í hagfræði (júní 2022) Samfélagslegur kostnaður vegna áfengisneyslu – Kostnaðargreining, kemur fram að samfélagslegur kostnaður árið 2021 nam 100.216,7 milljónum króna (100.216.700.000 krónur). Áfengisneysla samkvæmt tölum Hagstofunnar árið 2020 voru um 6 lítrar af hreinum vínanda per mann hérlendis. Í þessu kostnaðarmati er ekki tekið tillit til óáþreifanlegs kostnaðar, eins og endurskoðendur kalla gjarnan þann kostnað sem ekki er hægt að koma með góðu móti inn í excelskjölin, sem dæmi; sorg, andleg líðan, félagslegar afleiðingar, harmur, ógæfa m.m. Aðrar úttektir og rannsóknir hérlendis benda í sömu átt og rannsókn Stellu, m.a. rannsókn Ara Matthíassonar Þjóðfélagsleg byrði af áfengis- og vímuefnaneyslu (2010) og rannsóknarverkefnið Hver yrðu hugsanleg samfélagsleg áhrif frjálsrar áfengissölu á Íslandi? (2014). Það sölukerfi sem þingflokksformaðurinn talar fyrir svipar til sölufyrirkomulags í þeim löndum þar sem áfengisneysla er hvað mest, en gengur þó lengra í verki með hrað- og heimsendingum allan sólarhringinn nær alla daga ársins. Því má áætla að sérhagmunaaðilum muni takast, á nokkrum árum, að koma neyslu hérlendis upp í efstu viðmið, fái þeir til þess tækifæri, sem vonandi verður aldrei. Neysla mun án als vafa aukast vegna þessa lýðheilsuslyss sem þingflokksformaðurinn talar fyrir með tilheyrandi auknum útgjöldum fyrir samfélagið. Miðað við 4 lítra aukningu, sem ekki getur talist óraunhæft, er aukning (umfram 100.216.700.000 krónur, sbr rannsókn SE) um 67.000.000.000 kr. á ársgrundvelli. Til að setja þessa gríðarlegu fjármuni í samhengi þá er þetta svipuð upphæð og áætlaður samanlagður gróði alls íslenska bankakerfisins verður í ár. Miðað við þessar forsendur má gera ráð fyrir að hver líter í aukningu kosti samfélagið aukalega tæplega 17.000.000.000 kr á ársgrundvelli. Gríðarlegir fjármunir sem þarf væntanlega að ná inn með auknum álögum, sköttum eða með auknum niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarkerfinu sem þegar er van fjármagnað. Hugmyndir þingflokksformannsins eru því í raun tillögur um hækkun skatta, um að auka skattbyrði almennings til þess eins að mæta kostnaði við þetta fyrirsjáanlega lýðheilsuslys. Sérhagsmunaöfl hirða gróðann en samfélagið situr uppi með afleiðingarnar. Í hnotskurn skólabókardæmi um dæmalaust lélega og óábyrga fjármálastjórn og skatthækkunarstefnu. Alvöru lýðheilsustefna, eins og lengst af hefur gilt á þessum vettvangi, og almenn sátt hefur ríkt um, eru hin raunverulegu verðmæti. Ekki bara í „óáþreifanlegum“ verðmætum, í slíku felst ábyrg fjármálastjórn, í slíku flest raunverulegur sparnaður, í slíku felast hóflegri skattar og álögur. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun