„Smá hávær án hávaða, smá sexí á óvæntan hátt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2023 11:31 Hönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Klæðskerinn, textílhönnuðurinn og fatahönnuðurinn Ása Bríet Brattaberg lærði fatahönnun í virta listaháskólanum Central Saint Martins í London og er nú nýflutt til Parísar þar sem hún stundar mastersnám í fatahönnun með sérþekkingu í prjóni. Ása Bríet hefur komið víða að í tískuheiminum en hún er viðmælandi í Tískutali. Ása Bríet leggur áherslu á vistvæna hönnun í sinni listsköpun. „Með mastersnáminu hér í Institut Français de La Mode vil ég öðlast betri þekkingu á handverkinu. Einnig sé ég fyrir mér að prjónafatnaður verða ein sjálfbærasta leiðin til að búa til föt í framtíðinni.“ Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Ása Bríet er með mjög einstakan stíl og fer eigin leiðir bæði í klæðaburði og hönnun.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvernig við notum föt sem tjáningu. Það sem mér finnst mest spennandi núna innan tísku er þróun á efnum/textílnum sem við notum í gerð fatnaðar, sérstaklega með sjálfbærni í huga. Einnig hvernig loftslagsbreytingar heimsins munu breyta því hvernig við klæðum okkur, því að í grunnin þá klæðum við okkur til að halda á okkur hita. Ása Bríet og útskriftarlína hennar úr Central Saint Martins. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Alexander McQueen ullarjakki úr 90's línu. Ég var í starfsnámi í París 2019 en þurfti að skreppa til London í einn dag í stórt verkefni sem að var aflýst á síðustu stundu þegar ég var komin til London. Ég var frekar svekkt en labbaði framhjá second hand búð í Camden. Þessi jakki hékk aftast í búðinni og starði á mig þegar ég labbaði inn. Alexander McQueen jakkinn sem Ása Bríet fann í London og er í miklu uppáhaldi. Á myndinni er hún einnig í kjól frá McQueen. Aðsend Ég labbaði strax að jakkanum, mátaði hann og það var eins og hann hafi verið sérsaumaður á mig. Ég elska hann, herðapúðarnir og fittið í mittið er topp! Þessi fýluferð til London varð bara alveg þess virði og svo er líka svo gaman að eiga jakka frá uppáhalds hönnuðinum mínum. Svo er það Chanel perluhálsmen sem ég fékk í jólagjöf frá Chanel þegar ég var í starfsnámi þar. Það hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir mig og er svo verðmæt minning. Mynd frá tímanum þar sem Ása Bríet var í starfsnámi hjá tískurisanum Chanel.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Þegar ég vel outfit fyrir daginn þá ákveð ég oftast fyrst í hvaða skóm og jakka ég vil vera í og svo kemur heildar lookið. Alltaf mikilvægt að vera í góðum skóm og í jakka! Flestar helgar hér í París fer ég í rannsóknarferðir í vintage búðir og á nytjamarkaði. Ég get alveg eitt miklum tíma í það að skoða og pæla og verða fyrir innblástri fyrir snið og efni. Markmiðið er ekki alltaf að kaupa mér eitthvað en það er alltaf mjög skemmtilegt þegar maður dettur inn á einhverja einstaka flík sem að enginn á eins. Ása Bríet er dugleg að fara í rannsóknarferðir á nytjamarkaði þar sem hún finnur gjarnan einstakar flíkur.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Smá hávær án hávaða. Ég er með gott auga fyrir smáatriðum. Ég klæðist oftast svörtu og ég fókusa oftast á einn part á líkamanum með áferðum eða einum lit. Smá sexí á óvæntan hátt, það er alltaf skemmtilegt áferðarpartý hjá mér. Ása Bríet lýsir stíl sínum sem smá háværum án hávaða og smá sexí á óvæntan hátt.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já mjög, ég hef farið í gegnum mörg tímabil. Þegar ég var yngri var ég mjög mikið að prófa mig áfram með mismunandi stíla, en núna í dag veit ég meira hver ég er og hvað ég vil og því er fataskápurinn minn mun meira útpældur. Ég sé að flíkurnar sem ég kaupi mér eru oftast með sama vibe og passa saman. Ása Bríet segist hafa lært enn betur með árunum hver hún sé og hvernig hún vilji klæða sig.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Alls staðar að, frá fólki í kring um mig eða sem ég sé úti á götu, mörkuðum, tónlist, list og mismunandi tímabilum. Ása Bríet fær tískuinnblásturinn alls staðar að.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Eftir að hafa verið í Central Saint Martins í London í fjögur ár, þar sem að flestir eru mjög frjálslega klæddir og gangarnir í skólanum eru eins og tískusýning á hverjum degi, þá hef ég séð að allt virkar og allt má ef að maður ber sig vel með sjálfsöryggi. Ása Bríet í útsaumuðum kjól úr útskrifarlínu sinni.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Líklegast fermingardressið. Ég var í prjónaðri Færeyskri þjóðbúningspeysu og svo fékk ég frænku mína til að sauma á mig silki pils sem var inspirerað af pilsi sem ég sá Michelle Obama klæðast í Vogue. Enn þann daginn í dag nota ég bæði pilsið og peysuna saman og í sitthvoru lagi. Fermingarfötin mín eru líklegast föt sem ég mun eiga og nota út allt lífið, sem lengi sem ég passa í þau. Ása Bríet skartar hér fermingarfötunum sínum á Ólafsvöku í Færeyjum.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Hugsa vel um flíkurnar sínar! Ekki henda öllu í þvottavélina og þurrkarann, hengja þau á gott herðatré og brjóta vel saman. Einnig er mjög mikilvægt að pæla í því hvaða efni er í flíkunum okkar og eiginleikar þess. Náttúruleg efni hafa betri eiginleika og endast betur ef það er hugsað rétt um þau. Mér finnst líka mjög áhugavert að pæla í því að ef að það væru enginn „trend“ til myndum við þá kaupa færri flíkur og nota flíkurnar okkar í lengri tíma? Ég held að það gæti verið góð pæling sem allir geta tekið til sín þegar fólk er að fara kaupa sér flíkur til að fylgja einhverjum tískustraumum. Er það þess virði? Ása Bríet mælir með því að fólk sé óhrætt við að klippa á sér hárið þar sem það vex alltaf aftur!Aðsend Svo er það að breyta hárinu sínu! Það getur haft svo mikil áhrif á það hvernig við erum. Ég hef verið mjög óhrædd við að breyta hárinu mínu í gegnum tíðina. Ég hef verið með sítt hár, krullur, slétt, rakað í hliðunum, litað hárið og svo snoðaði ég mig einu sinni. Núna í haust ákvað ég að klippa hárið mitt alveg stutt aftur og mér líður eins og ég hafi re-inventað mig! Plús að mér líður eins og allur fataskápurinn minn hafi orðið nýr, öll fötin mín líta öðruvísi út með stutta hárið og ég ber mig öðruvísi. Þannig já, vera óhrædd/ur/tt að klippa og breyta hárinu sínu, það vex alltaf aftur! Hér má fylgjast með Ásu Bríeti á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Eftirminnilegast að klæðast fjögurra milljón krónu pels Árni Páll Árnason, jafnan þekktur sem rapparinn Herra Hnetusmjör, hefur gaman að því að standa út í tískunni, er óhræddur við að fara eigin leiðir og sækir mikinn tískuinnblástur til hiphop-sins vestanhafs. Herra Hnetusmjör er viðmælandi í Tískutali. 28. október 2023 11:31 „Það skín af fólki þegar það er sátt með sig“ Tónlistarkonan og Eurovisionfarinn Diljá Pétursdóttir tjáir sig gjarnan í gegnum klæðaburð. Hún segir stíl sinn endurspegla eigið hugarástand hverju sinni og tók U-beygju í tískunni um átján ára aldur. Diljá Pétursdóttir er viðmælandi í Tískutali. 21. október 2023 11:31 Farinn að klæðast „kvenlegri“ fatnaði en áður Raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime veit ekkert hvaðan hann sækir tískuinnblásturinn sinn en er alltaf óhræddur við að vera hann sjálfur. Honum finnst ferlega leiðinlegt að versla og máta föt en elskar magaboli og segir sjálfstraustið alltaf besta lúkkið. Patrekur Jaime er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 14. október 2023 11:31 „Það getur verið skrýtið að venjast gjörbreyttum líkama“ Hagfræðingurinn, framleiðandinn og tískuskvísan Vaka Njálsdóttir segist alltaf klæða sig eftir fíling og sækir innblásturinn alls staðar að. Hún segir gríðarlega mikilvægt að klæða sig eftir veðri, sérstaklega þar sem íslenski veturinn er nú framundan, en Vaka er viðmælandi í Tískutali. 7. október 2023 11:30 „Reyni helst að vera ekki á rassinum“ Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn Kamilla Einarsdóttir segist ekki vita nokkurn skapaðan hlut um tísku en finnst mikilvægast að föt sé þægileg, hlý og örugg. Helsta tískureglan hennar er að vera helst ekki á rassinum og kaupa flíkur sem eru með marga vasa því þeir geri lífið skemmtilegra. Kamilla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. september 2023 11:30 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Ása Bríet leggur áherslu á vistvæna hönnun í sinni listsköpun. „Með mastersnáminu hér í Institut Français de La Mode vil ég öðlast betri þekkingu á handverkinu. Einnig sé ég fyrir mér að prjónafatnaður verða ein sjálfbærasta leiðin til að búa til föt í framtíðinni.“ Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Ása Bríet er með mjög einstakan stíl og fer eigin leiðir bæði í klæðaburði og hönnun.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvernig við notum föt sem tjáningu. Það sem mér finnst mest spennandi núna innan tísku er þróun á efnum/textílnum sem við notum í gerð fatnaðar, sérstaklega með sjálfbærni í huga. Einnig hvernig loftslagsbreytingar heimsins munu breyta því hvernig við klæðum okkur, því að í grunnin þá klæðum við okkur til að halda á okkur hita. Ása Bríet og útskriftarlína hennar úr Central Saint Martins. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Alexander McQueen ullarjakki úr 90's línu. Ég var í starfsnámi í París 2019 en þurfti að skreppa til London í einn dag í stórt verkefni sem að var aflýst á síðustu stundu þegar ég var komin til London. Ég var frekar svekkt en labbaði framhjá second hand búð í Camden. Þessi jakki hékk aftast í búðinni og starði á mig þegar ég labbaði inn. Alexander McQueen jakkinn sem Ása Bríet fann í London og er í miklu uppáhaldi. Á myndinni er hún einnig í kjól frá McQueen. Aðsend Ég labbaði strax að jakkanum, mátaði hann og það var eins og hann hafi verið sérsaumaður á mig. Ég elska hann, herðapúðarnir og fittið í mittið er topp! Þessi fýluferð til London varð bara alveg þess virði og svo er líka svo gaman að eiga jakka frá uppáhalds hönnuðinum mínum. Svo er það Chanel perluhálsmen sem ég fékk í jólagjöf frá Chanel þegar ég var í starfsnámi þar. Það hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir mig og er svo verðmæt minning. Mynd frá tímanum þar sem Ása Bríet var í starfsnámi hjá tískurisanum Chanel.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Þegar ég vel outfit fyrir daginn þá ákveð ég oftast fyrst í hvaða skóm og jakka ég vil vera í og svo kemur heildar lookið. Alltaf mikilvægt að vera í góðum skóm og í jakka! Flestar helgar hér í París fer ég í rannsóknarferðir í vintage búðir og á nytjamarkaði. Ég get alveg eitt miklum tíma í það að skoða og pæla og verða fyrir innblástri fyrir snið og efni. Markmiðið er ekki alltaf að kaupa mér eitthvað en það er alltaf mjög skemmtilegt þegar maður dettur inn á einhverja einstaka flík sem að enginn á eins. Ása Bríet er dugleg að fara í rannsóknarferðir á nytjamarkaði þar sem hún finnur gjarnan einstakar flíkur.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Smá hávær án hávaða. Ég er með gott auga fyrir smáatriðum. Ég klæðist oftast svörtu og ég fókusa oftast á einn part á líkamanum með áferðum eða einum lit. Smá sexí á óvæntan hátt, það er alltaf skemmtilegt áferðarpartý hjá mér. Ása Bríet lýsir stíl sínum sem smá háværum án hávaða og smá sexí á óvæntan hátt.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já mjög, ég hef farið í gegnum mörg tímabil. Þegar ég var yngri var ég mjög mikið að prófa mig áfram með mismunandi stíla, en núna í dag veit ég meira hver ég er og hvað ég vil og því er fataskápurinn minn mun meira útpældur. Ég sé að flíkurnar sem ég kaupi mér eru oftast með sama vibe og passa saman. Ása Bríet segist hafa lært enn betur með árunum hver hún sé og hvernig hún vilji klæða sig.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Alls staðar að, frá fólki í kring um mig eða sem ég sé úti á götu, mörkuðum, tónlist, list og mismunandi tímabilum. Ása Bríet fær tískuinnblásturinn alls staðar að.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Eftir að hafa verið í Central Saint Martins í London í fjögur ár, þar sem að flestir eru mjög frjálslega klæddir og gangarnir í skólanum eru eins og tískusýning á hverjum degi, þá hef ég séð að allt virkar og allt má ef að maður ber sig vel með sjálfsöryggi. Ása Bríet í útsaumuðum kjól úr útskrifarlínu sinni.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Líklegast fermingardressið. Ég var í prjónaðri Færeyskri þjóðbúningspeysu og svo fékk ég frænku mína til að sauma á mig silki pils sem var inspirerað af pilsi sem ég sá Michelle Obama klæðast í Vogue. Enn þann daginn í dag nota ég bæði pilsið og peysuna saman og í sitthvoru lagi. Fermingarfötin mín eru líklegast föt sem ég mun eiga og nota út allt lífið, sem lengi sem ég passa í þau. Ása Bríet skartar hér fermingarfötunum sínum á Ólafsvöku í Færeyjum.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Hugsa vel um flíkurnar sínar! Ekki henda öllu í þvottavélina og þurrkarann, hengja þau á gott herðatré og brjóta vel saman. Einnig er mjög mikilvægt að pæla í því hvaða efni er í flíkunum okkar og eiginleikar þess. Náttúruleg efni hafa betri eiginleika og endast betur ef það er hugsað rétt um þau. Mér finnst líka mjög áhugavert að pæla í því að ef að það væru enginn „trend“ til myndum við þá kaupa færri flíkur og nota flíkurnar okkar í lengri tíma? Ég held að það gæti verið góð pæling sem allir geta tekið til sín þegar fólk er að fara kaupa sér flíkur til að fylgja einhverjum tískustraumum. Er það þess virði? Ása Bríet mælir með því að fólk sé óhrætt við að klippa á sér hárið þar sem það vex alltaf aftur!Aðsend Svo er það að breyta hárinu sínu! Það getur haft svo mikil áhrif á það hvernig við erum. Ég hef verið mjög óhrædd við að breyta hárinu mínu í gegnum tíðina. Ég hef verið með sítt hár, krullur, slétt, rakað í hliðunum, litað hárið og svo snoðaði ég mig einu sinni. Núna í haust ákvað ég að klippa hárið mitt alveg stutt aftur og mér líður eins og ég hafi re-inventað mig! Plús að mér líður eins og allur fataskápurinn minn hafi orðið nýr, öll fötin mín líta öðruvísi út með stutta hárið og ég ber mig öðruvísi. Þannig já, vera óhrædd/ur/tt að klippa og breyta hárinu sínu, það vex alltaf aftur! Hér má fylgjast með Ásu Bríeti á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Eftirminnilegast að klæðast fjögurra milljón krónu pels Árni Páll Árnason, jafnan þekktur sem rapparinn Herra Hnetusmjör, hefur gaman að því að standa út í tískunni, er óhræddur við að fara eigin leiðir og sækir mikinn tískuinnblástur til hiphop-sins vestanhafs. Herra Hnetusmjör er viðmælandi í Tískutali. 28. október 2023 11:31 „Það skín af fólki þegar það er sátt með sig“ Tónlistarkonan og Eurovisionfarinn Diljá Pétursdóttir tjáir sig gjarnan í gegnum klæðaburð. Hún segir stíl sinn endurspegla eigið hugarástand hverju sinni og tók U-beygju í tískunni um átján ára aldur. Diljá Pétursdóttir er viðmælandi í Tískutali. 21. október 2023 11:31 Farinn að klæðast „kvenlegri“ fatnaði en áður Raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime veit ekkert hvaðan hann sækir tískuinnblásturinn sinn en er alltaf óhræddur við að vera hann sjálfur. Honum finnst ferlega leiðinlegt að versla og máta föt en elskar magaboli og segir sjálfstraustið alltaf besta lúkkið. Patrekur Jaime er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 14. október 2023 11:31 „Það getur verið skrýtið að venjast gjörbreyttum líkama“ Hagfræðingurinn, framleiðandinn og tískuskvísan Vaka Njálsdóttir segist alltaf klæða sig eftir fíling og sækir innblásturinn alls staðar að. Hún segir gríðarlega mikilvægt að klæða sig eftir veðri, sérstaklega þar sem íslenski veturinn er nú framundan, en Vaka er viðmælandi í Tískutali. 7. október 2023 11:30 „Reyni helst að vera ekki á rassinum“ Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn Kamilla Einarsdóttir segist ekki vita nokkurn skapaðan hlut um tísku en finnst mikilvægast að föt sé þægileg, hlý og örugg. Helsta tískureglan hennar er að vera helst ekki á rassinum og kaupa flíkur sem eru með marga vasa því þeir geri lífið skemmtilegra. Kamilla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. september 2023 11:30 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Eftirminnilegast að klæðast fjögurra milljón krónu pels Árni Páll Árnason, jafnan þekktur sem rapparinn Herra Hnetusmjör, hefur gaman að því að standa út í tískunni, er óhræddur við að fara eigin leiðir og sækir mikinn tískuinnblástur til hiphop-sins vestanhafs. Herra Hnetusmjör er viðmælandi í Tískutali. 28. október 2023 11:31
„Það skín af fólki þegar það er sátt með sig“ Tónlistarkonan og Eurovisionfarinn Diljá Pétursdóttir tjáir sig gjarnan í gegnum klæðaburð. Hún segir stíl sinn endurspegla eigið hugarástand hverju sinni og tók U-beygju í tískunni um átján ára aldur. Diljá Pétursdóttir er viðmælandi í Tískutali. 21. október 2023 11:31
Farinn að klæðast „kvenlegri“ fatnaði en áður Raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime veit ekkert hvaðan hann sækir tískuinnblásturinn sinn en er alltaf óhræddur við að vera hann sjálfur. Honum finnst ferlega leiðinlegt að versla og máta föt en elskar magaboli og segir sjálfstraustið alltaf besta lúkkið. Patrekur Jaime er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 14. október 2023 11:31
„Það getur verið skrýtið að venjast gjörbreyttum líkama“ Hagfræðingurinn, framleiðandinn og tískuskvísan Vaka Njálsdóttir segist alltaf klæða sig eftir fíling og sækir innblásturinn alls staðar að. Hún segir gríðarlega mikilvægt að klæða sig eftir veðri, sérstaklega þar sem íslenski veturinn er nú framundan, en Vaka er viðmælandi í Tískutali. 7. október 2023 11:30
„Reyni helst að vera ekki á rassinum“ Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn Kamilla Einarsdóttir segist ekki vita nokkurn skapaðan hlut um tísku en finnst mikilvægast að föt sé þægileg, hlý og örugg. Helsta tískureglan hennar er að vera helst ekki á rassinum og kaupa flíkur sem eru með marga vasa því þeir geri lífið skemmtilegra. Kamilla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 30. september 2023 11:30